Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 3
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 479 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Berglind Jónsdóttir Gunnar Thorarensen Hulda María Einarsdóttir Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Lilja Sigrún Jónsdóttir Magnús Haraldsson Ólafur Árni Sveinsson Tölfræðilegur ráðgjafi Sigrún Helga Lund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingar Ingvar Freyr Ingvarsson ingvar@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson (Margrét E. Laxness í leyfi melax@lis.is) Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 2000 Áskrift 21.900,- m. vsk. Lausasala 2190,- m. vsk. Prentun og bókband Litróf Vatnagörðum 14 104 Reykjavík Dreifing Íslandspóstur Höfðabakka 9 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfund- ar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagna- grunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Sci- ence Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL „Ástandið hefur aldrei verið neitt í líkingu við það sem það er núna,“ sagði Sigurveig Pétursdóttir barnabæklunarlæknir við Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á aðalfundi Læknafélagsins sem fram fór 14. október síðastliðinn. Læknar viðruðu áhyggjur sínar við ráðherrann af stöðu heilbrigðiskerfisins, skorti á mannafla og bágri framkomu við starfsfólk ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Spítalinn er á hliðinni“ „Ég kem börnunum ekki í aðgerð innan ásætt- anlegs tímaramma,“ sagði Sigurveig Pétursdótt- ir og benti heilbrigðisráðherra á að hún, sem er nú 64 ára, hefði unnið sem læknir í 38 ár og barnabæklunarlæknir í 30 ár og unnið með fötl- uð börn. Ástandið hefði ekki verið verra. „Ég er með börn sem hafa beðið í ár. Fatlað barn sem gengur með annan fótinn skakkan í ár af því að það er ekki pláss á skurðstofunni. Af hverju er ekki pláss? Jú, af því að starfsfólkið hættir. Þetta er ekki spurning um að það hafi ekki verið starfsfólk. Það hætti. Spítalinn er á hliðinni,“ lýsti Sigurveig. „Hann er á hliðinni núna. Hann er ekki að fara á hliðina á morgun. Þetta gerðist ekki í gær.“ Sigurveig sagði allt tal um að skoða og gera frekari greiningar óviðunandi. „Ég hef heyrt þetta 100 sinnum á ævinni en ástandið hefur aldrei verið eins og núna,“ sagði hún úr sal. Læknum sé enginn greiði gerður með því að fá klapp á bakið. „Mér er enginn akkur í að heyra að ég hafi verið svo dugleg í gegnum COVID, hafi ekki misst úr dag.“ Hún vilji ekki hrós fyrir að eiga 1200 ógreidda tíma því hún fari aldrei heim og fái þá ekki greidda. „Ég er á hnjánum. Ég er að gefast upp og ég er ekki manneskja sem gefst upp í fyrsta kasti og það er enginn að fara í fótspor mín. Enginn!“ sagði hún og benti á læknaskortinn. Aðalfundurinn skoraði á stjórnvöld að hlíta þjóðarvilja og auka framlög til heilbrigðismála. Fundarmenn lýstu yfir vonbrigðum með fjár- lagafrumvarp næsta árs, skoruðu á allar heil- brigðisstofnanir að tryggja öryggi starfsfólks síns. Grípa þyrfti til aðgerða vegna heilsubrests lækna og vaxandi brotthvarfs þeirra af vinnu- markaði. Sigurveig sagði margt heilbrigðisstarfs- fólk á sama stað og hún. „Það þarf að skoða framkomu við starfsfólk. Það þarf að skoða það að staðið sé við kjara- samninga og hætta að túlka þá eins og vinnu- veitandanum sýnist og bregðast trausti,“ sagði þessi fyrrum formaður kjarasamninganefndar lækna við ráðherrann sem gaf færi á umræðum eftir ræðu sína á aðalfundinum. Hún gagnrýndi álagsgreiðslur í takmarkaðan tíma um leið og horft væri fram hjá öðrum hlutum kjarasamn- ingsins. „Það sem sagt er hefur meira og minna verið svikið og ég geri ráð fyrir að eins hafi verið komið fram við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Sú vanlíðan og þær uppsagnir sem hafa verið á skurðstofu eru hræðilegar,“ sagði Sigurveig. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði í einlægu samtali við lækna að engum einum aðila, þó að hann sé ráðherra, takist að leysa málið. Hann kallaði eftir ráðum svo þjónusta mætti börnin. Staðan væri orðin alvarleg þegar fólki þætti óþægilegt að taka hrósi. Á fundinum lagði ráðherra áherslu á að fylgja þyrfti samn- ingum. Lesa má meira um samtalið við heilbrigðisráðherra á síðum 516-519. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráð- herra hlustaði á áhyggjur lækna á aðalfundinum og sagðist ætla að gera sitt allra besta í starfi. Mynd/gag LEQVIO er ætlað fullorðnum með frumkomna kólesterólhækkun (arfblendna ættgenga og sem ekki er ættgeng) eða blandaða blóðfituröskun, sem viðbót við mataræði: • ásamt statínum eða statínum með öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ná ekki viðmiðunarmörkum LDL‑kólesteróls með hámarksskammti statíns sem þolist, eða • eitt sér eða ásamt öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ekki þola statín eða mega ekki nota statín. (inclisiran) TVÆR ÁSTÆÐUR TIL AÐ VELJA LEQVIO® Tveir skammtar á ári.1* LDL- kólesteróllækkun sem viðhelst.1† Heimildir 1. Sjá SmPC, samantekt á eiginleikum LEQVIO (inclisiran) LE Q 2 02 2/ 02 -1 5/ IS Sem viðbót við hámarksskammt statína sem þolist.1 Leqvio 284 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu Heiti virks efnis: inclisiran. Ábendingar: Ætlað fullorðnum með frumkomna kólesterólhækkun (arfblendna ættgenga og sem ekki er ættgeng) eða blandaða blóðfituröskun, sem viðbót við mataræði ásamt statínum eða statínum með öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ná ekki viðmiðunarmörkum LDL kólesteróls með hámarksskammti statíns sem þolist, eða eitt sér eða ásamt öðrum blóðfitulækkandi meðferðum hjá sjúklingum sem ekki þola statín eða mega ekki nota statín. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Markaðsleyfishafi: Novartis Europharm Limited. Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is. Nýjung í kólesterólmeðferð *LEQVIO er gefið sem stök inndæling undir húð: sem upphafsskammtur, 1 †Lækkun LDL-kólesteróls hélst á milli skammta sem gefnir voru á 6 mánaða fresti.1 „Ég er á hnjánum. Ég er að gefast upp og ég er ekki manneskja sem gefst upp í fyrsta kasti og það er enginn að fara í fótspor mín. Enginn!“ sagði hún og benti á læknaskortinn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.