Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 4
480 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 487 Atli Steinn Valgarðsson, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, Tómas Þór Kristjánsson, Hildigunnur Friðjónsdóttir, Kristinn Sigvaldason, Göran Dellgren, Tómas Guðbjartsson Hjartaígræðslur og hjartagjafir Íslendinga Fjöldi hjartaígræðslna hefur haldist nokkuð jafn síðastliðna áratugi og eru gerðar í kring- um 6000 slíkar aðgerðir árlega í heiminum. Frá því að fyrsta hjartaígræðslan fór fram í Höfðaborg í Suður-Afríku árið 1967 hafa orðið tækniframfarir í framkvæmd hennar. Framfarir í ónæmisbælandi meðferð hafa þó skipt enn meira máli, enda lykillinn að góðum langtímaárangri. Eftir ígræðsluna lagast hjartabilunareinkenni sjúklinga oftast mikið og má nú gera ráð fyrir að allt að 90% sjúklinga séu á lífi ári eftir aðgerð og 70% eftir 5 ár. Hjartaígræðslur hafa aldrei verið framkvæmdar á Íslandi en sjúklingar hafa verið sendir í slíka aðgerð erlendis, oftast eftir ítarlega uppvinnslu og mat hérlendis. Fyrsti Íslendingurinn gekkst undir hjartaígræðslu í Lundúnum í febrúar 1988 en síðan hafa flestar aðgerðanna verið gerðar á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð. 495 Auður Gauksdóttir, Ólafur Árni Sveinsson Tímabundið minnisleysi – tilfellaröð frá 2010-2021 Tímabundið minnisleysi (transient global amnesia) er góðkynja heilkenni sem einkenn- ist af skyndilegu framvirku minnisleysi sem gerir einstaklingnum ómögulegt að mynda nýjar minningar meðan á kastinu stendur. Heilkennið birtist án annarra staðbundinna taugaeinkenna og án skerðingar á meðvitund. Minnisleysið gengur sjálfkrafa yfir á innan við 24 klukkustundum. Meðan á kastinu stendur spyr sjúklingur gjarnan aftur og aftur sömu spurninga, er óáttaður á stað og stund en áttaður á eigin persónu. 501 Brynhildur Thors, Vilhjálmur Vilmarsson Nýr dagur er risinn - saga slagmeðferðar á Íslandi Stiklað á stóru í sögu meðferðar við blóðþurrðarslagi á Íslandi. Miklar framfarir hafa átt sér stað síðustu áratugi og viðhorf til sjúkdómsins gjörbreyst. Byggt er að hluta á viðtölum við lækna sem komu að þessari uppbyggingu. Ísland hefur að mörgu leyti ver- ið í fararbroddi við innleiðingu nýrra meðferða við slagi samanborið við þau lönd sem við berum okkur saman við. Það má þakka dugmiklum frumkvöðlum sem höfðu mikinn metnað fyrir hönd þessa sjúklingahóps. F R Æ Ð I G R E I N A R 11. tölublað · 108. árgangur · 2022 483 Kristín Helga Birgisdóttir Gildi skimana, ávinningur og tap Upplýsingar um gagnsemi hvers skimunarverkefnis, skaðsemi, kostnað og ávinn- ing þurfa að stýra ákvörðun- um, en varast skal að láta áhrifamátt hagsmunaafla og brjóstvitið ráða för. L E I Ð A R A R 485 Inga Jóna Ingimarsdóttir Beint í hjartastað! Hvers vegna gefa Íslendingar fleiri hjörtu en þeir þiggja sjálfir? Gæti munurinn orsakast af ákveðinni tregðu við að senda sjúklinga til Svíþjóðar? Gerir fjarlægð frá ígræðslustarfseminni þetta langsóttari kost en ella? Úr greininni Hjartaígræðslur og hjartagjafir Íslendinga Gjafahjartað er oftast sótt á annan spítala, oft um langan veg. Áður en hjartað er fjarlægt úr líffæragjafanum er það stöðvað með kalíumríkri lausn og flutt á ís á þann stað þar sem ígræðslan fer fram. Mikilvægt er að gjafa- hjartað sé grætt í þegann innan fjögurra klukkustunda frá því það er tekið úr gjafanum, sem takmarkar þá vegalengd sem má vera milli gjafa og þega. Í dag eru þó til sérstakar dælur sem lengja þennan tíma. Mynd frá Shutterstock.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.