Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 41
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 517 Stolt stétt sem vill sjá lækna getið í lagatextum „Læknastéttin er stolt stétt. Hún hefur faglegt stolt og faglega ábyrgð, en það skiptir máli að henni sé treyst,“ sagði Katrín Fjeldsted, heimilislæknir, fyrr- um alþingismaður og heiðursfélagi í LÍ. Hún hefði uppgötvað á þingi að orðið læknir væri að hverfa úr lagatext- um. „Í staðinn fyrir orðið læknir kom orðið heilbrigðisstarfsfólk. Það er eins og hafi ekki mátt nefna læknana.“ Katrín kallaði eftir því að ráðu- neytið myndi eftir því við vinnu sína að læknar skipti heilmiklu máli. „Orðið læknir þarf að vera inni,“ sagði hún og benti á að aldrei hefði læknir orðið ráðherra. Aðeins einn ráðuneytisstjóri. „Það var Páll Sigurðsson í upphafi heilbrigðisráðuneytisins.“ Læknar ættu að vera í stjórnunarstöðum í heilbrigðisþjónustunni. Hún hrósaði því ráðherranum fyrir að velja sér lækni sem aðstoðarmann; Guðrúnu Ásu Björnsdóttur. Ráðherra sagði við þetta tilefni að hann vissi ekki um hóp sem hefði sterkari fagvitund en lækna. Hann hvatti lækna til að finna þann rétta. „Ég er þakklátur fyrir að þú sérð kjarn- ann,“ sagði Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og fulltrúi Læknafélags Reykja- víkur, og dró saman erindi ráðherrans. Hvernig hann sæi að mönnunin væri of lítil, fjármagnið of lítið. Læknar skildu að framfylgja þyrfti stefnum, erfitt væri að byggja spítala og gera samninga. Nú ynni hann með óvenju marga lækna veika af álagi. „Ég óttast að þótt það séu úrbætur í gangi og við heyrum að þú hafir aðalat- riðin á hreinu; að það þurfi að gerast eitt- hvað meira núna,“ benti Ólafur á. Hann kom inn á íþróttamyndlíkingu eins og ráðherrann notar gjarnan. „Okkur líður ekki eins og við séum í skemmtilegum handboltaleik. Okkur líður meira eins og okkur sé hent út úr þyrlu á hæsta fjalls- toppi. Annar stafurinn er brotinn og skíð- in 15 ára gömul,“ sagði hann. Læknar þyrftu því „eitthvað meira núna“ en orð. Þeir þyrftu viðurkenningu á því að ástandið væri eins alvarlegt og þeir lýstu. Öryggi sjúklinga væri stefnt í hættu. „Það er ekki eðlileg staða að ungir læknar á hátindi ferils síns hugsi um það annan hvern dag hvernig þeir geti komist hjá starfinu og hætt,“ sagði Ólafur Þór. Ráðherra sagði að hann hefði lýst þessari stöðu fyrir ríkisstjórninni. Staðan væri býsna alvarleg. Katrín Fjeldsted talaði um stolt og sterka fagvitund. Mynd/gag „Við þurfum viðurkenningu á að ástandið sé svona alvarlegt“ Ólafur Þór Ævarsson benti á að staðan væri alvarlegri en áður. Mynd/gag Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, stýrði fyrsta aðalfundi sínum. Hann fór fram í húsakynnum Læknafélagsins þann 14. október og var vel sóttur. Sex ályktanir um margvísleg málefni sem snerta heilbrigðismál voru samþykktar á fundinum. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.