Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 38
514 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 V I Ð T A L færi en starfsemi nýrnanna er svo flókin að það getur verið erfitt.“ Sneri frá frönsku í lækningar Margrét Birna er fædd á Sólvallagötu í Reykjavík á seinni hluta 6. áratugarins. Móðir hennar húsmóðir, faðir norrænu- fræðingur. „Ég var búin að sækja um að fara til Frakklands þegar ég kláraði menntaskólann. Ætlaði í bókmenntir og frönsku. En ég hætti við, man ekki út af hverju, og skráði mig í læknisfræði. Það var ekki mjög ígrundað,“ segir hún róleg og lýsir því hvernig hún, eftir kandídatsár- ið, fór í sérnám í Hollandi árið 1989. „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún, og því hafi Svíþjóð og Ameríka ekki heillað. „Það voru nokkrir forkólfar sem fóru til Hollands. Ég átti tvö lítil börn, 10 mánaða og tveggja og hálfs,“ segir hún og lýsir því hvernig fyrrverandi eigin- maður hennar greip boltana heima fyrir á meðan hún vann sleitulaust og frá upphafi á hollensku. „Það var krafan,“ segir hún og hvernig tveggja mánaða hraðnámskeið í hol- lensku hafi verið látið duga og ekki gripið til enskunnar. „Ég byrjaði í almennum lyflækningum í Zuiderziekenhuis í Rott- erdam og fór svo til Radboud UMC í Nijmegen í nýrnalæknisfræði,“ segir hún og brosir. „Það var hryllileg vinna á mér fyrstu árin,“ lýsir hún. „Þetta var á tíma áður en vinnutímaskylda lækna var skil- greind. Við unnum út í eitt. Botnlaust.“ Rúmlega 10 ár liðu þar til hún kom heim. Börnin kunnu að segja íslenska orðið „stofa“. Önnur tjáning við ís- lensku foreldrana var á hollensku. „Þau svissuðu síðan yfir á íslensku á Keflavíkurflugvelli og töluðu íslensku eft- ir það,“ segir hún. Ljóð og bókmenntir heilla enn en Mar- grét Birna sér ekki eftir starfsvalinu. „Ég hugsa aldrei þannig. Ég hugsaði aldrei um Ísland þegar ég bjó í Hollandi. Aldrei um Holland hér á Íslandi. Ég er í því sem ég er hverju sinni. Ég er ekki mikið í að horfa til baka og velti því hreint ekki fyrir mér hvernig líf mitt sem frönskukennari hefði verið,“ segir hún og hlær. Eiginleiki sem margir þrá. Núvitund. „Já,“ svarar hún hugsandi. „Við sem verðum læknar gefum okkur mikið í verkið. Ég vil ekki segja að við færum fórnir en þetta er ákveðin hugsjón. Þetta er óeigingjarnt starf. Þú ert ekki að hugsa um sjálfan þig eða fjölskylduna ef út í það er farið heldur heildina og að hlutirnir gangi,“ segir hún. „Ég hugsa að margir hér á spítalanum séu svona þenkjandi. Annars myndi þetta aldrei ganga. Það væru allir hættir,“ segir hún. Ástandið sé erfitt. Deildin sinni til að mynda helmingi fleiri verkum nú en árið 2005 með jafnmörgum stöðugildum. „Við höfum vanist þessu ástandi en ég viðurkenni að nú þegar ég hugsa um það þá sakna ég þessa tíma þar sem mað- ur hafði pínulítið andrými til að lesa í fræðunum, fá hugmyndir og gera annað en að vera stöðugt að þjónusta sjúklinga. Það þarf tíma til að þróast áfram og tíma til að losna við þá tilfinningu að við höf- um ekki náð utan um hlutina eða klárað verkin til fullnustu.“ Hvers virði er þinn frítími? Reglubundin 16.641 kr. á mánuðiSkoðaðu málið á heimilisthrif.is þrif frá Traust þjónusta í 9 ár Xarelto 15 mg og 20 mg filmuhúðaðar töflur – Stytt samantekt á eiginleikum lyfs ▼Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi þess komist fljótt og örugglega til skila. Tilkynna skal Lyfjastofnun um allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Virkt efni: Rivaroxaban. Ábendingar: 15 og 20 mg hjá fullorðnum: Fyrirbyggjandi meðferð gegn heilaslagi og segareki hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms og einn eða fleiri áhættuþætti, svo sem hjartabilun, háþrýsting, aldur ≥ 75 ára, sykursýki, sögu um heilaslag eða skammvinnt blóðþurrðarkast. Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum og segareki í lungum og til að fyrirbyggja endurtekna segamyndun í djúplægum bláæðum og segarek í lungum hjá fullorðnum. 15mg hjá börnum: Meðferð við bláæðasegareki og fyrirbyggjandi meðferð við endurteknu bláæðasegareki hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára sem vega 30 kg til 50 kg eftir a.m.k. 5 daga upphafs segavarnarmeðferð með stungulyfi. 20 mg hjá börnum: Meðferð við bláæðasegareki og fyrirbyggjandi meðferð við endurteknu bláæðasegareki hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára sem vega meira en 50 kg eftir a.m.k. 5 daga upphafs segavarnarmeðferð með stungulyfi. Frábendingar: •Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. •Virk blæðing sem hefur klíníska þýðingu. •Áverki eða ástand þar sem talið er að hætta geti verið á mikilli blæðingu. Um getur verið að ræða sár sem er eða hefur nýlega verið í meltingarvegi, illkynja æxli þar sem mikil hætta er á blæðingu, nýlegan áverka á heila eða mænu, nýlega aðgerð á heila, mænu eða auga, nýlega innankúpublæðingu, þekkta æðahnúta í vélinda eða grun um slíkt, missmíði slag- og bláæðatenginga, æðagúlp, eða mjög afbrigðilegar æðar í mænu eða heila. •Samhliða meðferð með öðrum segavarnarlyfjum, t.d. ósundurgreindu (unfractionated) heparíni, léttu (low molecular weight) heparíni (enoxaparin, dalteparin o.s.frv.), heparín afleiðum (t.d. fondaparinux), segavarnarlyfjum til inntöku (warfarín, dabigatran etexilat, apixaban o.s.frv.), nema við þær sérstöku aðstæður að verið sé að skipta um blóðþynningarmeðferð eða ef ósundurgreint heparín er gefið í skömmtum sem duga til að viðhalda opnum æðalegg í miðlægri bláæð eða slagæð. •Lifrarsjúkdómur með blóðstorkutruflunum og blæðingarhættu sem hefur klíníska þýðingu þar með talið hjá sjúklingum með skorpulifur af flokki Child Pugh B og C. •Meðganga og brjóstagjöf. Markaðsleyfishafi: Bayer AG. Heimild: Unnið í september 2021 úr Samantekt á eiginleikum lyfs (ágúst 2021). Nálgast má upplýsingar um lyfið og samantekt á eiginleikum þess, fylgiseðil, verð og greiðsluþátttöku á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is. Vinsamlegast kynnið ykkur fræðsluefni ætlað læknum og sjúklingum (þ.m.t. öryggiskort sjúklings) áður en notkun lyfsins hefst. Vinsamlegast hafið samband við umboðsaðila lyfsins (Icepharma hf.) í síma 540 8000 ef óskað er eftir fræðsluefni fyrir lyfið. BAY210913

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.