Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 28
504 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Y F I R L I T G R E I N þverfaglegt teymi tók á mismunandi þáttum í meðferð sjúklings- ins. Einnig var lögð áhersla á að hafa góð samskipti og samvinnu við aðstandendur í ríkari mæli en áður hafði tíðkast. Þannig má segja að Ísland hafi þarna verið í fararbroddi og átt mjög öfluga slageiningu snemma í sögu þessa mikilvæga meðferðarhluta slag- sjúklinga.11 Bráðaslagdeild var komið á fót á taugalækningadeild Landspít- ala árið 2000 og strax frá upphafi var það markmið deildarinnar að taka á móti öllum sem leituðu til spítalans vegna bráðaslags. Þetta gekk mjög vel og nær samstundis voru allir með bráðaslag lagðir inn á taugalækningadeildina og var það nýjung hér á landi. Þetta fyrirkomulag var síðan flutt á taugalækningadeildina (B-2) í Fossvogi í nóvember 2002 og hefur verið við lýði þar síðustu 20 árin. Eina hindrunin hefur verið viðvarandi skortur á sjúkrarúm- um á deildinni þannig að margir slagsjúklingar hafa dvalið fyrstu dagana á bráðamóttöku sjúkrahússins og þannig farið á mis við það sem bráðaslagdeild getur boðið. Öllum er nú orðið ljóst að endurhæfing strax í bráðafasa er mikilvæg. Rannsóknir hafa sýnt ótvíræðan árangur hvað varðar lífslíkur, fötlunarstig og styttingu legutíma.12 Því er víðast hvar orðið fast í sessi að starfandi séu teymi fagaðila sem sinna þessum sjúklingahópi á slageiningum sjúkrahúsa. Segaleysandi meðferð Segaleysandi meðferð með streptokínasa var orðin nokkuð föst í sessi fyrir sjúklinga með bráða kransæðastíflu þegar læknar fóru að nota hana við blóðþurrðarslagi. Þótt hugmyndin virtist góð olli árangurinn vonbrigðum. Tíðni heilablæðinga reyndist há og árangurinn ekki nægilega góður.13 Menn hurfu því frá notkun streptokínasa en beindu sjónum sínum að tissue-Plasminogen Activator (t-PA, Alteplasa®) sem þá var viðurkennd bráðameðferð við kransæðastíflum og blóðsegum í lungnaslagæðum. Sett var af stað rannsókn á gagnsemi tPA við blóðsegum í heilaslagæðum (National Institute of Neurological Disorders and Stroke, NINDS). Niðurstöður voru birtar 1995 og bentu til mun betri árangurs og lægri tíðni einkennagefandi blæðinga saman- borið við streptokínasa.14 Á þeim grunni samþykkti bandaríska lyfjaeftirlitið t-PA-meðferð við blóðþurrðarslagi 1996. Þar sem ákvörðun bandaríska lyfjaeftirlitsins byggði eingöngu á niður- stöðu einnar rannsóknar voru Evrópulönd tregari til að samþykkja meðferðina. Frekari rannsóknir þurfti til að lyfjaeftirlitið í Evrópu féllist á notkun t-PA við heilaslagi en eftir niðurstöður kanadískrar fjölsetrarannsóknar nokkru síðar var meðferðin viðurkennd bæði í Kanada og Evrópu árið 1999.15 Íslendingar voru fljótir að taka við sér og árið 1999 var t-PA fyrst gefið hér á landi við bráðaslagi. Þar átti stærstan þátt Albert Páll Sigurðsson taugalæknir sem hóf störf á taugalækningadeild Landspítala árið 1998. Hann lauk sérnámi í Bandaríkjunum í lyflæknisfræði, síðar taugalæknisfræði með áherslu á heilaæða- sjúkdóma. Þar kynntist hann vel því nýjasta sem var á döfinni í þeim efnum og var virkur í klínískum rannsóknum. Eitt af þeim rannsóknaverkum sem hann tók þátt í var ATLANDIS- B-rannsóknin þar sem kannaður var árangur t-PA-meðferðar.16 Fljótlega innleiddi hann þessa meðferð á Íslandi á meðan lyfið var enn í samþykktarferli hjá Evrópska lyfjaeftirlitinu. Gerðir voru verkferlar og var meðferðinni fyrst beitt á Íslandi þann 8. septem- ber 1999. Það var 74 ára gömul kona sem hafði fengið segarek frá hjarta og farnaðist henni vel eftir það. Meðferðin var síðan tekin upp á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sama ár undir stjórn taugalækna og byggði á leiðbeiningum Alberts Páls. Ísland varð þannig annað Norðurlandanna til að taka upp t-PA-meðferð, á eftir Finnlandi, og þessi lönd voru í fararbroddi í innleiðingu á segaleysandi meðferð í Evrópu. Þetta var mikilvægt skref fyrir taugalækna því þá strax var ljóst að ef taugalæknar tæku ekki að sér þessa meðferð, myndi það hafa miklar afleiðingar fyrir framtíð sérgreinarinnar á Íslandi. Reynsla annarra landa sýnir hvað hefði auðveldlega getað gerst Elias Ólafsson, taugalæknir Einar Már Valdimarsson, taugalæknir Taugalæknarnir Finnbogi Jakobsson (vinstri) og Albert Páll Sigurðsson (hægri).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.