Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 26
502 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 Y F I R L I T S G R E I N Fyrsta taugalækningadeildin á Íslandi var stofnuð á Landspít- ala við Hringbraut árið 1967 og var þá staðsett í nýopnaðri álmu í aðalbyggingu sjúkrahússins þar sem nú er krabbameinsdeild 11-E. Fyrstu yfirlæknar deildarinnar voru þeir Kjartan og Gunnar. Sú venja skapaðist að deildin tók aðeins við hluta slagsjúklinga en meirihluti þeirra lagðist inn á lyflækningadeildir spítalans. Árið 1985 var deildin flutt í nýreista geðdeildarbyggingu á Landspít- alalóðinni. Við það varð mun erfiðara að sinna bráðveikum (þar á meðal slagi) á deildinni þar sem hún var ekki beintengd aðal- byggingu spítalans og flytja þurfti sjúklinga á milli í sjúkrabíl, bæði fyrir myndgreiningu og á gjörgæslu. Árið 1998 var sú stefna mótuð að flytja taugalækningadeildina til baka inn í aðalbyggingu Landspítala. Ástæðan var sú sannfæring að umönnun slagsjúklinga væri best komið hjá læknum með sérþekkingu á taugasjúkdómum. Einnig var ljóst að sjúklingum með slag myndi fjölga hröðum skrefum og ef sérgreinin tæki ekki fullan þátt í því yrði framtíð greinarinnar í óvissu innan sjúkrahússins. Skoðanir voru í fyrstu skiptar um ágæti þessara fyrirætlana, bæði innan og utan taugalækningadeildarinnar, en andstaðan risti ekki djúpt. Aðalbaráttumaður þessa málstaðar var Elías Ólafsson, taugasérfræðingur, en hann tók við stöðu yfirlæknis taugalækn- ingadeildar árið 1998 og um leið prófessorsstöðu í taugalækning- um við Háskóla Íslands. Ein hindrun þessa fyrirkomulags var að sjúkradeild í aðalbyggingu spítalans var ekki laus en með dyggri aðstoð, einkum Þorvaldar Veigars Guðmundssonar þáverandi lækningaforstjóra Landspítala, fór þessi flutningur fram á miðju ári 2000.b Taugalækningadeildin byrjaði strax að taka við öllum sem lögðust inn á Landspítala vegna slags. Þetta fyrirkomulag gafst mjög vel og var því framhaldið við flutning taugalækninga- deildar í Fossvog í nóvember 2002. Sjúklingar rísa úr rekkju Í skrifum sínum um slageiningu á endurhæfingar- og taugalækn- ingadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 1998 fjallar Einar Már Valdi- marsson, taugalæknir, um sögu slagmeðferðar og lýsir úrræða- leysinu þegar kom að meðferð.2 Hann lýsir því svo: „Til að gefa stutt sögulegt yfirlit má segja að fyrir tiltölulega stuttum tíma eða um það bil 20 árum hafi heilablóðfallssjúklingar víðast hvar fengið tiltölulega litla athygli í heilbrigðiskerfinu. Þessir sjúklingar voru lagðir innan um aðra sjúklinga á almennum lyflækningadeildum. Þetta þótti þungur sjúklingahópur sem talinn var hafa slæmar bata- horfur og vildi því verða útundan.” Fram að þessu voru sjúklingarnir aðallega áhugaverðir fyrir taugalækna með tilliti til taugaskoðunar og greiningar en með- ferðarúrræði voru takmörkuð. Í kringum 1980 varð vitundarvakning um að slagssjúklingar ættu sér endurhæfingarmöguleika. Í kjölfarið hófust þróun slagein- inga á nokkrum stöðum í heiminum. Þar var rík áhersla lögð á snemmbúna hreyfingu (early mobilisation). Miklar framfarir urðu í þessari endurhæfingarmiðuðu meðferð á sumum stöðum en tím- inn stóð í stað annars staðar. Þannig voru ekki allir jafnsannfærð- ir um gagnsemi þessarar meðferðar, sjúklingar voru víða áfram tiltölulega afskiptir í meðferðarlegu tilliti og hafðir á rúmlegu eftir áfallið. Þetta viðhorf breyttist hratt á næstu árum og þessir sjúklingar urðu smám saman sýnilegri innan heilbrigðiskerfisins með tilkomu slageininga. Fjölmargar rannsóknir voru gerðar á afdrifum sjúklinga á slageiningum í samanburði við eldra með- ferðarform. Þær sýndu yfirburði slageininganna, dánartíðni lækk- aði, legutími styttist og fleiri útskrifuðust til síns heima.3 Í ritstjórnargrein í Læknablaðinu 19994 ræðir Elías Ólafsson taugalæknir tvö mikilvæg atriði í meðferð þessara sjúklinga: gagn- b Taugalækningadeildin var fyrst staðsett á 13-G en frá haustinu 2000 á 11-A. Fyrstu yfirlæknar taugadeildar Landspítalans, Kjartan R. Guðmundsson (vinstri) og Gunnar Guðmundsson (hægri). Borgarspítalinn í Fossvogi í byggingu. Aðalframkvæmdir hófust árið 1954 og starfsemi i árslok 1967.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.