Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 30
506 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 deild taugalækninga. Árið 2005 var sett á laggirnar göngudeild á taugalækningadeild Landspítala fyrir sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku með skammvinna heilablóðþurrð (transient ischemic attach, TIA). Starf TIA-göngudeildarinnar byggir á teymisvinnu sérfræðilækna, deildarlækna og hjúkrunarfræðinga. Sjúklingun- um er fylgt eftir fyrstu dagana meðan verið er að ljúka rannsókn- um og hættan á slagi er hvað mest en áður voru þessir sjúklingar lagðir inn á legudeild á meðan á uppvinnslu stóð. Megintilgangur uppvinnslunnar er að finna og meðhöndla án tafar áhættuþætti slags, einkum gáttaflökt og einkennagefandi þrengsli á háls- slagæðum. Greining TIA er oft vandasöm og einkenni geta ver- ið óljós. Frá upphafi var því miðað við að göngudeildin tæki að sér einstaklinga sem læknar taugalækningadeildar hefðu greint með TIA. Þetta göngudeildarfyrirkomulag hefur reynst afar vel á taugalækningadeild og sparað mikinn kostnað. Þetta birtist meðal annars í því að fyrstu ár göngudeildarinnar var um helmingur TIA-sjúklinganna lagður inn en hlutfallið hefur lækkað og er nú nær 10%. Lokaorð Saga slagmeðferðar á Íslandi er afar áhugaverð, ekki síst í því ljósi að Ísland hefur verið í fararbroddi við að tileinka sér helstu framfarir og nýjungar í meðferð slagsjúklinga. Þessu má ekki síst þakka ákveðnum hugsjónamönnum sem hafa innleitt slíkar nýj- ungar þrátt fyrir að oft hafi verið skiptar skoðanir um gagnsemi þeirra. Á stuttum tíma hefur slagmeðferð hér á landi þróast frá hálfgerðu afskiptaleysi í garð sjúklinga sökum úrræðaleysis yfir í háþróaða meðferð sem stenst alþjóðlegan samanburð. Þetta hefur gerst þrátt fyrir smæð landsins. Árangursríkri bráðameðferð hef- ur verið komið á fót og er mikið lagt upp úr nákvæmri greiningu slaga, skilvirkri uppvinnslu og viðeigandi fyrirbyggjandi meðferð. Þetta er ekki síður mikilvægur þáttur í heildrænni meðferð sjúk- linganna. Bráðameðferð heilaslaga byggir á öflugri teymisvinnu, sú uppbygging hér á landi hefur skilað miklum árangri í kapp- hlaupi við þann knappa tíma sem gefst þegar um svo alvarlegan sjúkdóm er að ræða. Það má því með sanni segja að nýr dagur sé risinn í meðferð slagsjúklinga á Íslandi. Þakkir Þakkir fá Elías Ólafsson, Einar Már Valdimarsson og Finnbogi Jak- obsson fyrir viðtöl og yfirlestur. Þakkir til Alberts Páls Sigurðsson- ar fyrir yfirlestur og aðstoð við söfnun mynda. Myndir eru í eigu og birtar með leyfi Landspítala. Greinin barst til blaðsins 4. júlí 2022, samþykkt til birtingar 9. október 2022. Heimildir 1. Wepfer JJ. Historiae apoplecticorum, observationibus [et] scholiis anatomicis [et] medicis quamplurimis elaborate [et] illustrate: una cum espistola Johannis Ott De scriptis Holderi De elementis sermonis & Morlandi De stentorophonia. apud Janssonio-Waesbergios; 1724: 688. 2. Valdimarsson EM. Heilablóðfallseining á endurhæfinga- og taugadeild SHR. Fréttabréf ÖBÍ 1998: 24-5. 3. Indredavik B, Bakke F, Slørdahl SA, et al. Stroke unit treatment improves long-term quality of life: a randomized controlled trial. Stroke 1998; 29: 895-9. 4. Ólafsson E. Meðferð slags, morgunn nýs dags. Læknablaðið 2000; 86: 507-9. 5. Goldstein LB, Bertels C, Davis JN. Interrater reliability of the NIH stroke scale. Arch Neurol 1989; 46: 660-2. 6. Berkhemer OA, Fransen PSS, Beumer D, et al. A randomized trial of intraarterial treatment for acute ischemic stroke. N Engl J Med 2015; 372: 11-20. 7. Barnett HJM, Taylor DW, Haynes RB, et al. Beneficial effect of carotid endarterectomy in symptomatic patients with high-grade carotid stenosis. N Engl J Med 1991; 325: 445-53. 8. Daníelsson D, Gíslason P. Skurðaðgerðir til varnar slagi. Læknablaðið 1979; 65: 173-80. 9. Singer D, Hughes RA, Gress DR, et al. The effect of low-dose warfarin on the risk of stroke in patients with nonrheumatic atrial fibrillation. N Engl J Med 1990; 323: 1505-11. 10. Valdimarsson EM. Heilablóðfall mjög algeng dánarorsök. Lyfjatíðindi 2013; 7: 48-52. 11. Sigurðsson AP. Heilaslagdeild. Mikilvæg nýjung í meðferð heilaslags. Læknablaðið 1999; 85: 528-41. 12. Norris JW, Hachinski VC. Stroke units or stroke centres? Stroke 1986; 17: 360-2. 13. Multicenter Acute Stroke Trial--Europe Study Group, Hommel M, Cornu C, et al. Thrombolytic therapy with streptokinase in acute ischemic stroke. N Engl J Med 1996; 335: 145-50. 14. National Institute of Neurological Disorders and Stroke rt-PA Stroke Study Group. Tissue plasminogen activator for acute ischemic stroke. N Engl J Med 1995; 333: 1581-8. 15. Wahlgren N, Ahmed N, Dávalos A, et al. Thrombolysis with alteplase for acute ischaemic stroke in the Safe Implementation of Thrombolysis in Stroke-Monitoring Study (SITS- MOST): an observational study. Lancet 2007; 369: 275-82. 16. Albers GW, Clark WM, Madden KP, et al. ATLANTIS trial: results for patients treated wit- hin 3 hours of stroke onset. Alteplase Thrombolysis for Acute Noninterventional Therapy in Ischemic Stroke. Stroke 2002; 33: 493-6. 17. Meretoja A, Acciarresi M, Akinyemi RO, et al. Stroke doctors: Who are we? A World Stroke Organization survey. Int J Stroke 2017; 12: 858-68. 18. Alper BS, Foster G, Thabane L, et al. Thrombolysis with alteplase 3–4.5 hours after acute ischaemic stroke: trial reanalysis adjusted for baseline imbalances. BMJ EBM 2020; 25: 168- 71. 19. Bhatia R, Hill MD, Shobha N, et al. Low rates of acute recanalization with intravenous recombinant tissue plasminogen activator in ischemic stroke: real-world experience and a call for action. Stroke 2010; 41: 2254-8. 20. del Zoppo GJ, Higashida RT, Furlan AJ, et al. PROACT: a phase II randomized trial of recombinant pro-urokinase by direct arterial delivery in acute middle cerebral artery stroke. Stroke 1998; 29: 4-11. 21. Smith WS. Safety of mechanical thrombectomy and intravenous tissue plasminogen activator in acute ischemic stroke. Results of the multi Mechanical Embolus Removal in Cerebral Ischemia (MERCI) trial, part I. AJNR Am J Neuroradiol 2006; 27: 1177-82. 22. Miteff F, Faulder KC, Goh ACC, et al. Mechanical thrombectomy with a self-expanding retrievable intracranial stent (Solitaire AB): experience in 26 patients with acute cerebral artery occlusion. AJNR Am J Neuroradiol 2011; 32: 1078-81. 23. Goyal M, Menon BK, van Zwam WH, et al. Endovascular thrombectomy after large-vessel ischaemic stroke: a meta-analysis of individual patient data from five randomised trials. Lancet 2016; 387: 1723-31. E N G L I S H S U M M A R Y Dawn of a new Day - A brief History of Stroke Treatment in Iceland doi 10.17992/lbl.2022.11.716 Brynhildur Thors1 Vilhjálmur Vilmarsson2 1Department of Neurologi, Karolinska University Hospital, Stockholm, 2Department of interventional radiology, Landspitali University Hospi- tal, Reykjavík. Correspondence: Brynhildur Thors, brynhildur.thors@regionstockholm.se Key words: ischemic stroke, thrombolysis, thrombectomy, stroke unit, neurology department. Here we will briefly review the main influential factors and milestones in the history of stroke care in Iceland. Over the last few decades the treatment of ischemic stroke has revolutionized in many ways and so has the general mindset of those providing it. This review article is partly based upon interviews with Icelandic doctors that partook in the development. Looking back at this history it is clear that, in many ways, the medical care in Iceland was at the forefront in implementing those emerging new treatments in stroke care. This is mainly on account of ambitious and hard working individuals that were not easily dissuaded but firmly believed in the possibility of better outcomes for their stroke patients. Y F I R L I T G R E I N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.