Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 45
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 521 V I Ð T A L og reglur skriflega. Sjá hvaða klínísku leiðbeiningum spítalinn vill að við fylgj- um. Fólk er jákvætt og gott að fá upplýs- ingarnar af gólfinu en það gefst ekki alltaf ráðrúm til að pikka í alla og spyrja,“ lýsir Katrín. Hér sé stuðst við óskrifaða verk- ferla sem fólk læri í starfi. „Fólk kann þetta allt saman en við sem komum ný inn værum fljótari að tileinka okkur hlutina ef við gætum lesið okkur til,“ segir hún. Þær samsinna að þar virð- ist íslenska „þetta reddast“- menningin ráða ríkjum. „Já, ég held að við séum vön því að þetta reddist sko,“ segir Katrín. „Og það gerir það oftast en þegar mörg ný hefja störf er þetta orðið öryggismál.“ En er þá vinnuumhverfið ófaglegt? „Ég myndi ekki segja það,“ segir Katrín. „Hér er fagmennskan mikil og við læknar vilj- um gera vel. En þetta eru óskráðir vinnu- ferlar og þar sem við komum víða að er rétt að spyrja: Hvaða leiðarvísum ætlum við að fylgja? Það getur verið blæbrigða- munur milli landa og því mikilvægt að þetta sé ákveðið svo allir skjólstæðingar fái sömu meðferð og þjónustu,“ segir hún. Helga grípur boltann. Hildur, Helga og Katrín hafa allar snúið heim eftir sérnám erlendis. Hildur í Bandaríkjunum. Helga og Kristín í Svíþjóð. Þær rýna í stöðuna og segja hana eins og búast hafi mátt við. Mynd/gag HILDUR JÓNSDÓTTIR kom heim fyrir ári og hefur unnið á bráðalyflækningadeild síðan þá. Áður var hún þrjú ár í Iowa í Bandaríkjunum þar sem hún sérhæfði sig í almennum lyf- lækningum og er fyrsti spítalistinn hér á landi. Áður var hún deildarlæknir á lyflækningasviði auk stuttrar viðkomu á svæfinga- og gjör- gæsludeildinni á Hringbraut. HELGA TRYGGVADÓTTIR vann tvö ár hér heima eftir að hún kláraði læknisfræðina. Sérhæfði sig í krabbameinslækningum í Lundi. Þar og í Malmö varði hún áratug og kláraði doktorsnám. Hún flutti heim með 7 ára tvíburadætur og byrjaði í ágústlok á krabba- meinsdeild Landspítala. KATRÍN ÞÓRARINSDÓTTIR vann á Íslandi í rúm tvö ár áður en hún flutti til Svíþjóðar árið 2009. Þar fékk hún vinnu á lyflækningadeild á Sahlgrenska eftir fæðingarorlof og hóf þar sérnám í gigtlækningum árið 2011. Árið 2019 lauk hún doktorsprófi um B-frumur og iktsýki, undir handleiðslu prófessor Inger Gjertsson í Gautaborg. Í framhaldi var hún post-doctoral fellow hjá prófessor Ken Smith í Cambridge við rannsóknir á COVID-19 og anti-cytokine- -mótefnum. Katrín á 13 og 15 ára dætur og hóf störf á gigtardeild Landspítala um miðjan júlí.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.