Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 46
522 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Já, ef við höfum ferla í föstum skorð- um þurfum við ekki að hugsa um alla lausa enda. Muna nákvæmlega hvaða prufur þarf að taka á hverjum tíma. Hér líður mér eins og við þurfum að passa upp á alla þræði hvers einstaklings, því það er ekki hægt að stóla á að hlutir gerist sjálf- krafa í ferlinu þótt þjónustan eigi að vera sú sama,“ segir hún. „Ég gat stólað á í Svíþjóð að prufurnar yrðu teknar.“ Hugsanlega gerist það hér en án ferlanna sé ekki hægt að stóla á það. „Allt af því að skriflega ferla vantar.“ Þörf hvert sem litið er Um heilbrigðiskerfið sjálft segir Hildur blasa við að hér sé þjónustuþörfin mikil hvert sem litið er. „Alls staðar í kerfinu er eftirspurnin mikil. Við ráðum ekki við stöðuna. Það á ekki bara við um Landspítala,“ segir hún og nefnir enn skort á endurhæfingarúrræðum sem sligi spítalann. „Það vantar úrræði eftir innlögn fyrir fólk sem þarf kannski eina til tvær vikur í viðbót til að ná sér á strik. Við útskrifum fólk í mjög svo misjöfnu ásigkomulagi og höfum ekkert að bjóða,“ segir hún. „Þetta er fólk sem þarf ekki lengur að vera á bráðasjúkrahúsi en þyrfti samt umönnun til að ná sér almennilega.“ Helga segir sambærilegan vanda hafa steðjað að í Lundi og Malmö þar sem hún vann. „En stóri munurinn var að við gát- um sagt að meðferð væri lokið og þá varð sveitarfélagið að taka við sjúklingnum. Ýmis úrræði voru í boði; sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun allskyns. Ég ætla ekki að full- yrða að alltaf hafi þetta gengið frábærlega vel. Stundum komu sjúklingarnir aftur en það voru ráð,“ segir hún og nefnir til að mynda skammtímahjúkrunarheimili. Þær nefna að á meðan spítalinn sé svona gott hjúkrunarheimili og enginn þrýstingur á sveitarfélög um lausn, breytist staðan seint. Létu stöðuna ekki ráða för En kom þessi staða í heilbrigðiskerfinu þeim á óvart þegar þær sneru aftur heim? Helga svarar því neitandi. „Ég hafði fylgst með fréttum. Ég reikn- aði ekki með að staðan hefði vænkast frá því að ég vann hér fyrir 10 árum,“ segir hún: „Þetta er eins og það er og maður reynir sitt besta.“ En ástandið hefur aldrei verið þannig að þið ákvæðuð að koma ekki heim? „Nei,“ svarar Helga. „Ákvörðunin snýr ekki að spítalanum sjálfum. Hún er á öðru plani. Hún snýst um að koma heim. Vera nálægt fjölskyldu sinni, ala börnin sín upp á Íslandi. Þetta er bara svona.“ En eru þær bjartsýnar á breytingar? „Manni líður allavega eins og það sé hægt að gera breytingar,“ segir Helga. „Það er vilji til að fylgja meiri rútínu, hafa meira skriflegt og vinna upp ferla sem við getum notað,“ segir hún. „En það er mikil vinna og við erum auðvitað ekki mörg. Það vefst því fyrir okkur í svona litlu landi að búa til svona rútínur,“ segir hún og lýsir hvernig hún nýti ferla úr gamla starfinu sínu ytra. Katrín nefnir það einnig. „Ég finn að það er vilji til breytinga á gigtardeildinni. Sóknarfærin eru mörg.“ En sjá þær fram á að vinna á Landspít- ala eftir 5 ár? „Já, ég sé ekki hvar annars staðar ég ætti að vinna,“ segir Helga og þær taka undir. „Ég kom heim tilbúin í þetta.“ Hildur tekur undir. „Ég vissi vel að hér væri ekki allt í frábæru standi þótt það hafi heldur versnað á síðasta árinu.“ Katrín slær lokatóninn. „Ég held að það sé hægt að laga ástandið. Ég held það. Vonandi verður staðan betri með nýjum spítala.“ Ávinningur af hópleit vegna krabba- meins í ristli og endaþarmi (KRE) er löngu ljós. Nýgengi er að aukast og ef ekkert er aðhafst mun sú þróun líklega halda áfram. Vilji til að draga úr nýgengi og dánartíðni KRE hérlendis hjá einkenna- lausum einstaklingum 50 ára og eldri (meðaláhætta) með skimun nær aftur til aldamóta. Tafist hefur að koma á skipulegri hópleit. Yfirlýst stefna heil- brigðisyfirvalda er að henni verði hrint í framkvæmd hið fyrsta. Fyrstu tillögur um skimun fyrir KRE birtust á vefsíðu Embættis landlæknis sem klínískar leiðbeiningar 2001.1 Ráð- lögð var árleg leit að blóði í hægðum (FOBT, Fecal occult blood test). Alþingi samþykkti í kjölfarið ályktun um „að fela heilbrigðisráðherra í samráði við landlækni að gera tillögur um hvernig staðið skuli að forvarnar og leitarstarfi“. Árið 2004 lagði vinnuhópur til FOBT á tveggja ára fresti hjá 55-70 ára einstak- lingum sem skipulega hópleit. Í báðum tillögum var ráðlögð ristilspeglun hjá þeim sem greindust með blóð í hægð- um. Síðan þá hefur megináherslan verið á skipulega hópleit. Árið 2007 sam- þykktu 7 fagfélög undirritaða ályktun Hópleit vegna krabba- meins í ristli og endaþarmi á Ísland Sögulegt samhengi og staðan í dag

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.