Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 7
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 483 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Kristín Helga Birgisdóttir doktor í heilsuhagfræði Peizer ehf, Lágmúla 5 kristinbirgisdottir@gmail.com Upplýsingar um gagnsemi hvers skimunarverkefnis, skaðsemi, kostnað og ávinning, þurfa að stýra ákvörðunum, en varast skal að láta áhrifamátt hagsmunaafla og brjóstvitið ráða för. doi 10.17992/lbl.2022.11.712 Skimun er mikilvæg forvarnarlæknisfræðileg aðferð sem hefur stuðlað að betri lýðheilsu á heimsvísu. Þó að möguleikinn sé fyrir hendi að skima fyrir ákveðnum heilsukvilla er þó ekki þar með sagt að það sé ráðlegt að skima fyrir honum. Að mörgu þarf að huga, svo sem hversu sterkur vísindagrunnur- inn er sem styður við ákvörðunina, hvers konar skimunartól eru tiltæk, kostnaður við skimun, al- gengi heilsukvilla og meðferðarmöguleikar. Á þetta bentu Wilson og Jungner árið 19681 en það rit þykir vera tímamótaverk. Þar settu þeir fram 10 skilmerki sem forsendur árangursríkrar skimunar sem halda gildi sínu enn þann dag í dag. Á Íslandi er skimað fyrir margs konar heilsukvillum og skimunum er sinnt víðsvegar í heilbrigðiskerfinu. Dæmi um slíkt eru fóstur- og ungbarnaskimanir, krabbameinsskimanir og smitsjúkdómaskimanir á borð við COVID-19 skimunarverkefnið sem öllum er í fersku minni. Skipulagi krabbameinsskimana á Íslandi var breytt árið 2021 í samræmi við tillögur fagráðs um skimanir um að færa framkvæmd skim- ana inn í opinbera heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisráð- herra fól Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins umsjón með því verkefni og tók Samhæfingarstöð krabba- meinsskimana til starfa árið 2021. Á Íslandi er reglu- lega skimað fyrir krabbameini í leghálsi og brjóst- um, en skipuleg skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi (KRE) hefur ekki enn komist á laggirnar. Eins og kemur fram í ,,Bréfi til blaðsins“ sem birtist í þessu tölublaði Læknablaðsins sést þó til sólar í þeim málum og fyrirhugað er að hefja skimun fyrir KRE á árinu 2023. Í gegnum tíðina hafa sérfræðingar ekki verið sammála um þá aðferð sem ætti að nota til að skima einstaklinga fyrir KRE, en fagráð mælti með því að hefja skipulega frumskimun með FIT-prófi og ristilspeglun hjá þeim sem greinast með blóð í hægðum. Nýlegar niðurstöður úr rannsókn um áhrif skimunar á líkur á nýgengi og dánartíðni vegna ristilkrabba, þar sem ristilspeglanir voru notaðar sem skimunartæki,2 styðja við ráðleggingar fagráðs. Markmið skimana er að bera kennsl á einkenna- lausa einstaklinga sem eru í aukinni áhættu á tiltekn- um heilsukvilla, þannig að hægt sé að beita snemmí- hlutun og minnka líkur á alvarlegum veikindum eða dauða.3 Ávinningur skimana fyrir samfélagið getur verið mikill þegar rétt er að staðið. Þegar vel tekst til leiða skimanir til betri heilsu fyrir einstaklinga og til betri lýðheilsu. Lengri lífslíkur, lægri dánartíðni og nýgengi eru mælikvarðar sem horft er til þegar árangur skimanaverkefna er metinn. Ávinningur slíkra verkefna er ekki einungis talinn í betri niður- stöðum varðandi heilsuna, heldur getur fjárhags- legur ávinningur verið töluverður. Fyrir heilbrigð- iskerfið felur snemmíhlutun ýmissa sjúkdóma í sér lægri kostnað en þegar meðhöndla þarf sjúkdóma á seinni stigum. Að auki getur nýtt skimunarverk- efni haft víðtækari áhrif innan heilbrigðiskerfisins, til dæmis vegna nýs tækjakosts sem hægt er að nýta annars staðar í kerfinu. Þrátt fyrir mikilvægi og ágæti skimana verður að gera ráð fyrir einhverjum skaða af völdum þeirra, sem er bæði óumflýjanlegur og án ásetnings. Skimunarpróf eru misnákvæm, en ekkert próf er 100% nákvæmt. Skimun getur gefið falskt neikvætt svar og þar með gefið falskt öryggi. Ef skimanir gefa margar falskar neikvæðar niðurstöður getur það leitt til þess að almenningur missi trú á skimunum. Skimun get- ur einnig gefið falskt jákvætt svar, það er greint mein sem er ekki til staðar. Afleiðingar af því getur ver- ið ofgreining, ofmeðhöndlun með hugsanlegum aukaverkunum, álag á heilbrigðiskerfið og aukinn kostn- aður. Þar að auki getur skimun verið sársaukafull og falið í sér mikið inn- grip og biðin eftir niðurstöðum getur valdið áhyggjum og kvíða. Þar sem fjármunir, mannafli og búnaður eru af skornum skammti þarf að vanda vel valið á þeim verkefnum sem framkvæmd eru. Forgangsröðun í heilbrigðisgeiranum hvað varðar nýtingu fjármuna, mannauðs og tækjakosts verður að taka tillit til bestu gagnreyndu þekkingar hverju sinni. Ákvarðanir um skimanir í heilbrigðiskerfinu þurfa að vera teknar með sömu viðmið. Upplýsingar um gagnsemi hvers skimunarverkefnis, skaðsemi, kostnað og ávinning, þurfa að stýra ákvörðunum, en varast skal að láta áhrifamátt hagsmunaafla og brjóstvitið ráða för. Heimildir 1. Wilson JM, Jungner G. Principles and practice of screening for disease. Bol Oficina Sanit Panam 1968; 65: 281-393. 2. Bretthauer M, Løberg M, Wieszczy P, et al. Effect of Colonoscopy Screening on Risks of Colorectal Cancer and Related Death. N Engl J Med 2022; Oct 9. 3. World Health Organization. Regional Office for Europe. Screening programmes: Increase effectiveness, maximize benefits and minimize harm. World Health Organization. Regional Office for Europe. 2020. Gildi skimana, ávinningur og tap Screenings in Iceland: value, benefits and harm Kristín Helga Birgisdóttir PhD health economics Cibinqo (abrocitinib) 50 mg, 100 mg og 200 mg filmuhúðaðar töflur Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Tilkynna skal Lyfjastofnun um allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Ábendingar: Cibinqo er ætlað til meðferðar við í meðallagi alvarlegri til alvarlegri ofnæmishúðbólgu hjá fullorðnum sem hentar altæk meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Virkar, alvarlegar altækar sýkingar, þ.m.t. berklar. Alvarlega skert lifrarstarfsemi. Meðganga og brjóstagjöf. Nálgast má upplýsingar um lyfið, fylgiseðil þess og gildandi samantekt á eiginleikum lyfs á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Pfizer Europe MA EEIG. Samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) dags. 7. júlí 2022. Sá sem ávísar lyfinu þarf að hafa kynnt sér fræðsluefni (RMP) fyrir lyfið og afhent sjúklingi tiltekið fræðsluefni ætlað sjúklingum (sjúklingakort) áður en notkun lyfsins hefst. Ef óskað er eftir fræðsluefni eða frekari upplýsingum má hafa samband við umboðsaðila: Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík, sími 540 8000. NÝTT Cibinqo er ætlað til meðferðar við í meðallagi alvarlegri til alvarlegri ofnæmishúðbólgu hjá fullorðnum sem hentar altæk meðferð1 CIBINQO er tekið einu sinni á dag1 Marktækt meiri kláðasvörun með CIBINQO 200 mg samanborið við dupilumab í viku 2, sem kom fram frá degi 4 eftir fyrsta skammtinn1 Sveigjanleg skammtastærð með upphafsskammt annað hvort 200 mg eða 100 mg.¥ Á meðan meðferð stendur má auka eða minnka skammtinn til að ná sem bestum árangri fyrir hvern einstakling (með eða án staðbundinnar meðferðar )1,¥ Marktækt hærra hlutfall húðbætingar (Skin clearance mælt með EASI-75) samanborið við lyfleysu í viku 12, með viðvarandi áhrif við viku 481,* ¥ Ráðlagður upphafsskammtur er 200 mg einu sinni á sólarhring. 100 mg upphafsskammtur einu sinni á sólarhring er ráðlagður hjá sjúklingum ≥ 65 ára. Meðan á meðferðinni stendur má minnka eða auka skammtinn eftir því hvernig hann þolist og verkun hans. Íhuga skal lægsta virka skammtinn í viðhaldsmeðferð. Hámarksskammtur á sólarhring er 200 mg. * Meðal sjúklinganna sem náðu svörun eftir 12 vikna meðferð og voru skráðir í EXTEND rannsóknina viðhélt meirihluti sjúklinga svöruninni í viku 48 af samanlagðri meðferð fyrir báða abrocitinib skammta [60% og 70% fyrir IGA (0 eða 1) svörun, 79% og 87% fyrir EASI-75, og 62% og 83% fyrir PP-NRS4 með 100 mg einu sinni á dag og 200 mg einu sinni á dag, í sömu röð]. 1. Cibinqo samantekt á eiginleikum lyfs, 07.07.2022 PFI-22-10-04 / PP-CIB-NOR-0002 / PP-ABR-DNK-0044

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.