Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 25
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 501 Inngangur Í þessu yfirliti verður farið yfir það helsta í sögu meðferðar við blóðþurrðarslagi á Íslandi. Orðið slag, á ensku stroke, kemur fyr- ir í aldagamalli lýsingu – „the stroke of God´s hand“. Hippókrates lýsti slagi fyrstur manna svo vitað sé fyrir um 2400 árum og talaði þá um stöðnun á flæði blóðsins. Galen þróaði áfram til- gátu Hippókratesar, staðsetti truflunina í heilanum og taldi hana stafa af truflun á flæði lífsnauðsynlegra anda. Segja má að tilgáta Galens hafi ekki verið svo fjarri lagi. Slag verður vegna rofs á slag- æð með heilablæðingu (blæðingarslag, haemorrhagic stroke) eða vegna lokunar slagæðar og blóðþurrðar í heilavef (blóðþurrðar- slag, ischemic stroke). Það var svissneski læknirinn Johann Jacob Wepfer sem greindi fyrstur á milli þessara tveggja orsaka slaga með krufningarrannsóknum árið 1658. Hann birti niðurstöður sínar í bókinni Historia Apoplecticorum1 og lagði mikið af mörkum í kortlagningu æðakerfis heilans. Um miðbik síðustu aldar voru hér á landi notuð heitin hjartaslag og heilaslag (eða eingöngu slag eins og notað verður í þessu yfir- liti) um skyndilegan sjúkleika í hjarta og höfði. Þau koma fyrir í orðasafni Guðmundar Hannessonar, Íslenzk læknisfræðiheiti (Nom- ina Clinica Islandica, 1954). Þau þóttu fremur harkaleg og tengd- ust slæmum horfum þessara sjúkdóma. Orðið „slag“ var notað um skyndileg og alvarleg veikindi fólks sem varð jafnvel örent stuttu síðar. Þessi orð komu illa við marga og þannig kom til orðið heilablóðfall sem þótti hafa mildari tón. Í dag er það notað til jafns við orðið slag. Brynhildur Thors1 læknir Vilhjálmur Vilmarsson2 læknir 1Taugadeild Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, 2æðaþræðing- og inngripsröntgen Landspítala. Fyrirspurnum svarar Brynhildur Thors, brynhildur.thors@regionstockholm.se Nýr dagur risinn – saga slagmeðferðar á Íslandi Á G R I P Í þessari grein verður stiklað á stóru í sögu meðferðar við blóðþurrðarslagi á Íslandi en miklar framfarir hafa átt sér stað síðustu áratugi og viðhorf til sjúkdómsins gjörbreyst. Greinin byggir að hluta til á viðtölum við lækna sem komu að þessari uppbyggingu. Þegar litið er yfir farinn veg má sjá að Ísland hefur að mörgu leyti verið í fararbroddi í innleiðingu nýrra meðferða við slagi þegar horft er til þeirra landa sem við berum okkur saman við. Það má þakka dugmiklum frumkvöðlum sem höfðu mikinn metnað fyrir hönd þessa sjúklingahóps. Slag er einn af algengustu sjúkdómum okkar tíma og veldur mikilli samfélagslegri byrði. Ekki er langt síðan að engin áhrifarík meðferð var við slagi, lögð var áhersla á rúmlegu og sjúklinga beið oft á tíðum alvarleg fötlun eða dauði. Á síðustu áratugum hafa viðhorfin gjörbreyst með aukinni þekkingu, tækniþróun og nýjum meðferðarmöguleikum fyrir þennan stóra sjúklingahóp. Framfar- irnar fela aðallega í sér þrjár vörður: slageiningar á sjúkrahúsum (stroke unit), segaleysandi meðferð (thrombolysis) og segabrottnám (thrombectomy). Þetta hefur bætt verulega horfur þeirra sem fá slag, bæði hvað varðar lifun og lífsgæði. Úr ekki svo fjarlægri fortíð Upphaf taugalækninga á Íslandi Fyrsti taugalæknirinn sem starfaði á Íslandia var Kjartan R. Guð- mundsson. Hann hóf störf árið 1941 og varð síðar fyrsti prófessor í taugasjúkdómafræði við læknadeild Háskóla Íslands. Næstur kom til starfa Gunnar Guðmundsson taugalæknir árið 1959 en hann framkvæmdi fyrstu æðamyndatökur af heila hér á landi um 1960. aKarl Kroner (1878-1954) var hámenntaður þýskur taugalæknir (hafði skrifað kennslubók í taugasjúkdómafræði), sem kom til Íslands sem flóttamaður árið 1938. Hann talaði ekki íslensku og vann hér verkamannavinnu fyrstu árin. Einstaklingar leituðu stundum til hans sem læknis og fyrir kom að hann skoðaði sjúklinga á Landspítala. Karl Kroner fékk ríkisborgararétt og lækningaleyfi árið 1944, en flutti til Bandaríkjanna árið 1945.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.