Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 15
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 491 R A N N S Ó K N Mynd 4. Fjöldi íslenskra líffæragjafa á ári samanborið við meðaltal landa í Scandiatransplant. Gögnin eru fengin úr ársskýrslu Scandiatransplant 2019.16 altal 62 dagar), sem er talsvert lengri sjúkrahúsvist en í Banda- ríkjunum, þar sem 70% hjartaþega liggja skemur en þrjár vikur á sjúkrahúsi.5 Í Evrópu er legutími hins vegar almennt lengri eftir hjartaígræðslu en í Bandaríkjunum, og nær því sem sást í okkar rannsókn.5 Munurinn á milli legudaga í Evrópu og Bandaríkjun- um gæti mögulega skýrst af því að í Bandaríkjunum er hefð fyrir því að útskrifa sjúklinga fyrr á endurhæfingarstofnanir (inpatient rehab facility) eða langtímasjúkrahús (long-term acute care hospitals) sem geta tekið við sjúklingum strax eftir bráðafasann en samt veitt viðeigandi sjúkrahúsþjónustu. Þessi þjónusta er í mörgum tilfellum veitt á ígræðslusjúkrahúsunum í Evrópu og lengir þar af leiðandi legutímann. Lengri legutími íslenskra sjúklinga eftir hjartaígræðslu er þó viðbúinn þar sem senda þarf sjúklingana milli landa, og það er ekki gert nema teymið á ígræðslusjúkra- húsinu álíti að ástand sjúklings sé nægilega stöðugt fyrir flutning milli landa. Athyglisvert er að á rannsóknartímabilinu voru mun fleiri hjörtu gefin til ígræðslu erlendis en fjöldi þeirra sem grædd voru í Íslendinga, eða 42 borið saman við 25.5,17 Fjöldi líffæragjafa Ís- lendinga hefur breyst á síðustu árum. Árið 1991 voru sett lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra, sem gerði líffæragjöf mögu- lega,22 og ári síðar hófu Íslendingar samstarf við Sahlgrenska- sjúkrahúsið í Gautaborg um líffæragjafir og líffæraígræðslur. Til að byrja með var tíðni líffæragjafa áþekk eða ívið lægri en í ná- grannalöndum.23 Frá 2012 hefur hins vegar orðið töluverð aukning og rannsókn okkar staðfestir að Íslendingar gefa nú nær tvöfalt fleiri hjörtu en þeir þiggja. Árið 2014 birtist rannsókn á viðhorf- um Íslendinga til líffæragjafar og voru um 80% Íslendinga í þeirri rannsókn fylgjandi ætluðu samþykki fyrir líffæragjöf.24 Síðustu ár hefur umtalsverð aukning orðið hér á landi í fjölda líffæragjafa og er Ísland nú á meðal þeirra þjóða heims sem gefa flest líffæri mið- að við mannfjölda.25 Ástæðurnar eru meðal annars aukin áhersla á að finna mögulega líffæragjafa og upplýsa aðstandendur um gildi líffæragjafar. Þarna hefur aukin þjóðfélagsumræða um líffæragjaf- ir örugglega hjálpað til, eins og þegar aðstandendur líffæragjafa hafa komið fram í fjölmiðlum.25 Einnig skiptir miklu að árið 2019 voru samþykkt lög á Alþingi um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf, en þá er gert ráð fyrir því að allir séu líffæragjafar nema viðkom- andi hafi lýst yfir andstöðu við það, eða að ættingjar hins látna séu því mótfallnir.26 Styrkleiki þessarar rannsóknar er að öllum sjúklingunum var fylgt eftir á einni og sömu göngudeildinni, en þar liggja fyrir upp- lýsingar um alla íslenska hjartaþega. Á hinn bóginn er veikleiki að sjúklingarnir gengust undir hjartaígræðslu á mismunandi sjúkrahúsum erlendis og upplýsingar um aðgerðina og fylgikvilla hennar fyrst á eftir eru illa skráðar í sjúkraskrár Landspítala. Sama á við um upplýsingar um bráða höfnun, sem gerði að verkum að ekki var hægt að birta þær niðurstöður í þessari grein. Samantekið sýnir þessi rannsókn að 5 ára lifun og árangur hjartaígræðslu á Íslendingum er sambærilegur eða jafnvel betri en á stærri sjúkrahúsum nágrannalandanna. Þrátt fyrir að hjarta- ígræðslur séu ekki framkvæmdar hérlendis er mikilvægt að hafa hjartaígræðslu í huga við meðferð sjúklinga með lokastigs hjarta- bilun. Loks hefur góður árangur náðst á Íslandi undanfarin ár í fjölda líffæragjafa miðað við mannfjölda, þar með talið á hjartagjöfum og Íslendingar skipað sér meðal betri þjóða í þeim málum. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði Landspítala og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Greinin barst til blaðsins 2. júlí 2022, samþykkt til birtingar 27. september 2022.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.