Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 37
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 513 sé að framkvæma ígræðsluna án þess að sjúklingarnir hafni nýja nýranu strax.“ Nokkrar vonir séu bundar við þessi nýju lyf. „Almennt eru bráðar hafnanir aðeins í um 10-15% tilvika eftir ígræðslu og ekki algengt að sjúklingar tapi nýranu vegna þess. Hættan er þó ríkust hjá þeim sem eru með mest mótefni,“ segir hún. Fylgjast þurfi vel með fólki því áhrif lyfjanna séu misjöfn á það. „Fólk upplifir aukaverk- anir og lifir á ónæmisbælandi lyfjum ævilangt.“ Margrét Birna lýsir því líka að þó nokkrir einstaklingar séu í „uppvinnslu“ á deildinni, komnir í skilun eða við það að þurfa einhverskonar meðferð við loka- stigsnýrnabilun. „Þetta ferli tekur stund- um langan tíma.“ Margrét var einn skipuleggjenda vel sóttrar norrænnar ígræðsluráðstefnu sem haldin var í Hörpu nú í byrjun hausts. Hún segir byltingar í faginu færast hægt yfir. „Við notum sömu lyfin og fyrir 20 árum, en notum þau aðeins öðruvísi. Við notum nýjar greiningaraðferðir til að greina mótefni sem myndast eftir ígræðsluna. Þekking byggist upp hægt og bítandi,“ segir hún en spennandi verði að fylgjast með framtíðinni. „Fjallað var um ígræðslu svínanýrna. Það er spennandi næsta skref því alltaf er þörf fyrir líffæri og ef hægt er að rækta þau í dýrum opnast mörg tækifæri,“ segir hún. „Svo er verið að reyna að prenta líf- Færst hefur í vöxt að fólk henti ekki sem lifandi líffæragjafar hér á landi. „Þetta er tilfinning, ekki vísindaniðurstaða,“ segir Margrét Birna Andrésdóttir, yfirlæknir nýrnalækninga á Landspítala. Þrjú af hverjum 10 nýrum við líffæraígræðslur komi frá lifandi gjafa. „Við þurfum að vanda vel til verka þegar við veljum lifandi líffæragjafa,“ segir hún. „Fólk fer í aðgerð sem það þarf ekki að fara í. Við þurfum því að hafa fullfrískan einstakling sem þolir að við nemum á brott líffæri á skurðarborðinu.“ Að mörgu þurfi að huga, til að mynda að nýrnastarfsemin sé góð, blóðþrýstingur í lagi, sykurstjórnun eðlileg og fleira. „Það er eins og það sé erfiðara að finna þann einstakling nú en áður,“ segir hún. Hún útilokar ekki að lífsstíll leiki þar sitt hlutverk. „Ég get þó ekki svarað því,“ segir hún. „En við höfum þurft að hafna mörgum.“ Margrét segir líffæragjöf lífsbjörg og því vert fyrir hvert okkar að staldra við og velta þeim möguleika upp. „Ég hvet því öll þau sem geta að íhuga að gefa líffæri.“ Margrét Birna Andrésdóttir, yfirlæknir á Landspítala, segir samvinnu Norðurlandanna hafa breytt líffæraígræðslum hér á landi enda aukist möguleikar á hentugu nýra fyrir hvern og einn þega. Mynd/gag Fleirum hafnað sem líffæragjafa en áður

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.