Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 43
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 519 „Hvernig hefur þú það í vinnunni?“ spurði Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, ráð- herrann. Valgerður spurði hvort ráðherrann sæi tækifæri til að bregðast við þeim vanda sem ræddur hafi verið á fundinum um alvar- lega stöðu heilbrigðiskerfisins. „Við erum að tala um öryggi sjúklinga og gæði þjónustu. Það er það eina sem við vilj- um og það hriktir alvarlega í,“ sagði hún. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra lagði áherslu á að ráðuneytið og læknar, heil- brigðisstarfsmenn, væru ekki andstæðingar heldur samherjar. Samræðurnar þennan dag væru dýrmætar fyrir hann. „Ég er innilega þakklátur fyrir þetta sam- tal og skal reyna að gera mitt allra besta.“ Ráðherra sagðist ætla að reyna að gera sitt allra besta „Mikið rosalega varð ég fyrir miklum vonbrigðum þegar þú skipaðir þessa stjórn yfir Landspítala,“ sagði Helga Ágústa Sigurjónsdóttir innkirtlalæknir og ritstjóri Læknablaðsins. Hún hefði verið í hópi þeirra sem fóru á fund formanns heilbrigðisnefndar Alþingis þegar hún fór fyrir prófessoraráði Landspítala og óskaði eftir stjórn yfir spítalanum. Hún hafi ekki þá trú að þessi stjórn geti fylgt eftir þremur meginhlutverkum Landspítala: kennslu, vísindastarfi og lækningum. „Í mínum huga er Landspítali ekki að fylgja lögum um hvað hann á að starfa við.“ Stjórnin sé ekki þannig samansett að hún eigi auðvelt með fylgjast með því að spítalinn virði vísindastarf og kennslu. Hún vitnaði til Svíþjóðar þar sem því væri haldið á lofti að 30% hvers útskriftarár- gangs lækna þyrftu að stunda vísindi til að tryggja gott heilbrigðiskerfi. „Vísindin eru á hraðri niðurleið með knöppu fjármagni til vísinda,“ sagði hún. Án öflugs vísindastarfs þróist heilbrigð- iskerfið ekki áfram. Hún spurði einnig hvernig ætti að fjölga læknum á Íslandi. „Í dag eyðum við fullt af peningum; nemendurnir, foreldrar þeirra og íslenska ríkið til að efla erlenda háskóla til að mennta læknana okkar.“ Vilja og pólitíska ákvörðun þyrfti til að efla læknadeildina hér á landi. „Það er fullt af fólki sem getur kennt læknanemum. Það ríður á að setja mikið fjármagn í læknadeild Háskóla Íslands til þess að þetta unga fólk sem vill verða læknar fái að verða það og þurfi ekki að leita eftir menntun sinni erlendis,“ sagði hún og lýsti því hvernig íslenskir nemar kynnist miklu öflugri heilbrigðisstofnun- um erlendis og hefðu lítið heim að sækja. „Þau skila sér síður heim þegar þau eru búin.“ Óttast um vísindastarf spítalans Helga Ágústa Sigurjóns- dóttir ritstjóri Lækna- blaðsins hvatti til meira vísindastarfs og öflugri læknadeildar. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.