Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 39
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 515 Hvers virði er þinn frítími? Reglubundin 16.641 kr. á mánuðiSkoðaðu málið á heimilisthrif.is þrif frá Traust þjónusta í 9 ár 07:00 Rumska við kaffilykt og umgang á heimilinu eins og flesta morgna. Konan iðulega komin á ról á undan mér. Hef samt alltaf vekjaraklukkuna á símanum stillta á 7:15 til öryggis – fyrirkomulag sem samþykkt var á fjölskyldufundi fyrr á árinu í kjölfar lélegrar frammistöðu af minni hálfu þegar konan var að heiman yfir nótt. Þann morgun vaknaði ég við það að 9 ára sonur minn stóð fullklæddur í útifötum við rúmstokkinn rúmlega 8 að morgni og spurði hvort ég þyrfti ekki að mæta í vinnu, hann væri sjálfur að fara í skólann. Í dag gengur hins vegar allt snurðulaust fyrir sig. Fæ mér kaffibolla, fer í sturtu, klæði mig og hjálpa til við að koma drengnum í skólann. Hann er spenntur að hjóla í skólann á glænýjum nagladekkjum sem sett voru á hjólið í gær. 08:15 Mæti í vinnu á Reykjalundi. Byrja á að ræsa tölvuna, opna bæði sjúkraskrár- kerfin sem notuð eru á Reykjalundi, Sögu og Díönu, og skoða svo tölvupóstinn. Fæ þannig gróft yfirlit yfir dagskrá dagsins. 08:20 Hitti hjúkrunarfræðinga geð- heilsusviðsins þar sem við förum gróf- lega yfir skjólstæðinga sviðsins sem eru yfirleitt 18-20 hverju sinni. Hef verið eini læknir sviðsins undanfarna viku og því mikilvægara en áður að fá að heyra frá öðrum í teyminu hvort einhver óvænt vandamál hafi komið upp. 09:00 Hitti einstakling sem er að inn- skrifast á geðheilsusviðið. 10:00 Viðtal við einstakling sem er að ljúka meðferð hjá okkur á geðheilsu- sviðinu. Gengið að mörgu leyti vel en þarf lengri stuðning eins og svo oft á við okkar skjólstæðingahóp. 01:00 Vikulegur teymisfundur með öll- um fagstéttum teymisins. Í teyminu eru iðjuþjálfarar, félagsráðgjafi, sjúkraþjálfar- ar, heilsuþjálfari, sálfræðingar, hjúkrunar- fræðingar og geðlæknar. Á fundinum er farið yfir útskriftir, nýir skjólstæðingar kynntir og farið ítarlega yfir málefni helmings skjólstæðingahópsins í teyminu. 12:30 Fæ mér epli og sest niður í stutta stund í kaffistofunni með Ásgerði og Salvöru, hjúkrunarfræðingum í teyminu. Farið yfir eitt og annað, sumt tengt vinnu, annað ekki. 13:00 Á að vera biðlistafundur með að- stoðardeildarstjóranum en hann er veikur svo ég nota tímann til að fara sjálfur yfir biðlistann og undirbúa næsta fund. Oft erfitt að velja og hafna þegar 150 beiðnir eru á listanum. 14:00-15:30 Viðtöl við skjólstæðinga deildarinnar. 15:30-16:15 Fer yfir tölvupósta og næ aðeins að vinna í læknabréfum. 16:30 Fer upp í Heilsuvernd. Byrja að vinna þar 1. nóvember. Hitti þar Stulla, gamlan skólafélaga, vin og verðandi sam- starfsmann. Tökum eina „sjálfu“. 17:30 Kem heim. Heilsa upp á báða drengina og fæ að heyra hvernig dagur- inn var. Ólík sýn á lífið og tilveruna hjá þeim bræðrum enda sá eldri orðinn 18 ára. 18:00 Fer í ræktina. Er loksins að ná mér á strik í hreyfingu eftir að hafa fengið COVID-19 í upphafi ársins. 19:00 Léttur kvöldmatur með fjöl- skyldunni. 20:00 Heimanámið hjá yngri drengnum klárað. Þarf oft smá andlegan stuðning og hvatningu til að klára þetta alveg þótt hann sé mjög duglegur. Þetta er í þriðja sinn sem ég fer í gegnum grunnskólann aftur í gegnum börnin mín þannig að ég er orðinn nokkuð sleipur í þessu. Með hverju barni skipta einkunnirnar minna máli og félagsleg tengsl og vellíðan vega meira. 21:00 Dett inn í nýjasta niðurhal „vin- konu minnar“ Pat Brown á YouTube. Stórlega vanmetin kona með alltof fáa áskrifendur. Hún er „criminal profiler“ á eftirlaunaaldri sem tekur fyrir gömul og ný sakamál. Eiginkonan deilir ekki aðdá- un minni á henni, en segist ætla að hafa samband við hana og biðja hana að senda mér afmæliskveðju, hvernig sem ég á að túlka það. 22:00 Hverf inn í draumaheiminn, sem litaður er morðmáli kvöldsins. Karl Reynir Einarsson Með hjúkrunarfræðingunum í teyminu: Salvöru Gunnarsdóttur og Ásgerði Ólafsdóttur. Við Sturla Johnsen, heimilislæknir. Dagur í lífi geðlæknis

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.