Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 13
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 489 R A N N S Ó K N var talan 2,7 en eftir 2009 4,6 á milljón íbúa á ári, sem er marktæk aukning (p=0,01). Á mynd 2 er borinn saman árlegur fjöldi hjarta- ígræðslna á Íslandi og í löndum Scandiatransplant. Tafla I sýnir ábendingar fyrir hjartaígræðslu sjúklinganna. Ofþensluhjartavöðvakvilli (dilated cardiomyopathy) var algengasta ástæðan (n=10), þar á eftir meðfæddir hjartagallar (n=4), hjarta- vöðvabólga eftir vírussýkingu (viral myocarditis) (n=3), hjartavöðva- kvilli eftir lyfjameðferð (n=2), hjartavöðvakvilli eftir blóðþurrð í hjarta (n=2), ofþykktarhjartavöðvakvilli (hypertrophic cardiomyop- athy) (n=2), langvinn höfnun á hjartaígræði (n=1) og efnaskipta- sjúkdómar/upphleðslusjúkdómar sem hafa áhrif á hjarta (inherited metabolic disease) (n=1). Meðalfjöldi legudaga eftir aðgerð erlendis voru 62 dagar og miðgildið 36 dagar (bil 20-185), en upplýsingar um legutíma vant- aði í þremur tilfellum. Þann 1. mars 2019 höfðu 6 af 24 hjartaþegum látist, en miðgild- istími frá ígræðslu að andláti var 7 ár, eða allt frá einum mánuði í 24 ár. Sá einstaklingur sem lengst hafði lifað í lok rannsóknar- tímabilsins hafði verið á lífi í 31 ár eftir ígræðslu. Heildarlifun sjúklinganna (Kaplan-Meier) er sýnd á mynd 3, en hún var 91% fyrsta árið frá aðgerð og 5 árum frá aðgerð 86%. Fyrir hópinn í heild var meðallifun 24 ár. Tafla II sýnir fjölda hjartagjafa á Íslandi. Fyrsta hjartað var gef- ið 2002 en við lok rannsóknartímabilsins höfðu samtals 42 hjörtu verið gefin. Tíðni hjartagjafa jókst úr 0,8 á ári árin 1992-2002 í þrjár á ári tímabilið 2013-2020. Mynd 4 sýnir samanburð á fjölda líf- færagjafa á Íslandi og í Scandiatransplant á hverja milljón íbúa, en gögnin eru fengin úr ársskýrslu Scandiatransplant árið 2019.17 Þar sést að fjöldi líffæragjafa á Íslandi eykst á rannsóknartímabilinu Mynd 2. Fjöldi hjartaígræðslna á hverja milljón íbúa á ári á Íslendingum borið saman við fjöldann í löndum Scandiatrans- plant frá árinu 2009 til 2018. Mynd 1 sýnir nýgengi hjartaígræðslu á milljón íbúa á ári frá fyrstu hjarta- ígræðslunni 1988 þar til í mars 2019. Tafla II sýnir fjölda íslenskra hjartagjafa frá árunum 1992 til loka árs 2020. Tímabil Fjöldi líffæragjafa Hjartagjafar Hjörtu gefin/ ár Hjartalokur gefnar 1992-2002 31 8 0,8 2003-2012 28 13 1,3 2013-2020 49 21 3 11 Tafla I. Helstu ábendingar fyrir hjartatígræðslu íslenskra hjartaþega 1988-2019. Ábending fyrir hjartaígræðslu Fjöldi (%) Ofþensluhjartavöðvakvilli 10 (40) Meðfæddir gallar 4 (16) Hjartavöðvabólga vegna vírussýkingar 3 (12) Hjartavöðvakvilli eftir lyfjameðferð 2 (8) Blóðþurrðarhjartavöðvakvilli 2 (8) Ofþykktarhjartavöðvakvilli 2 (8) Langvinn höfnun ígræðis 1 (4) Upphleðslusjúkdómar 1 (4)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.