Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.11.2022, Blaðsíða 47
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 523 um forvarnir sem skilaði því að alþingi samþykkti þingsályktun um „að fela heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra í sam- ráði við landlækni að hefja undirbúning að skimun þannig að skipuleg leit hæfist 2008“. Ráðgjafahópurinn skilaði loka- skýrslu í febrúar 20092 en brýnt þótti að hefja lýðgrundaða skimun. Bent var á að hópleitin væri kostnaðarlega ábatasöm. Mælt var með að bjóða 60-69 ára FOBT* annað hvert ár og þeim sem greindust með blóð í hægðum ristilspeglun. Vegna niður- skurðar eftir bankahrunið 2008 var ekki unnt að hefja hópleitina. Árið 2014 kom Krabbameinsfélag Ís- lands ásamt 11 fag- og sjúklingafélögum að áskorun til heilbrigðisráðherra og alþingis- manna um að hefja strax skipulega leit að KRE. Með veglegum styrk frá Okkar líf tryggingafélagi var verkefnastjóri ráðinn og undirbúningur í samvinnu við land- lækni og heilbrigðisyfirvöld hafinn. Ítar- legri skýrslu var skilað 2015.3 Lagt var til að skima með nýju hægðaprófi, mótefna- vakaprófi (FIT, Fecal immunochemical test) í stað FOBT og fylgja leiðbeiningum Evrópusambandsins með skipulegri hóp- leit hjá 50-75 ára (meðaláhætta) en byrja innleiðingu hjá 60-69 ára. Lögð var áhersla á miðlæga stjórnstöð sem héldi utan um alla þætti skimunarinnar. Árið 2016 var stærsta skrefið tekið í átt að skipulegri hópleit. Velferðarráðuneytið lagði 25 millj- ónir til undirbúningsins og Krabbameins- félagið 20 milljónir á móti. Keypt var tæki til að greina blóð í hægðasýnum með FIT, skrifaður gagnagrunnur fyrir innkallanir, speglanir, kröfulýsing gerð og klínískar leiðbeiningar. Undirritað var samkomulag milli Krabbameinsfélagsins og velferð- arráðuneytisins um að skimun hæfist 2017. Ekki náðist að hrinda hópleit af stað og fjármunir sem ætlaðir voru til verksins fjarri því að duga. Læknar, einkum meltingarsérfræðingar og skurðlæknar, viðhéldu athygli á KRE og umræða skapaðist á alþingi um þjóðhags- legan ávinning af markvissum forvörnum og heilbrigðisráðherra var hvattur til að hefja formlega skimun. Helsta álitamál var í hópi læknanna sjálfra um hvort nota ætti eingöngu ristilspeglanir eða skima fyrst með FIT-mótefnavakaprófi. Árið 2018 skipaði Embætti landlæknis fagráð 5 sérfræðinga með sérþekkingu á KRE og hópleit. Fagráðið skilaði tillögum um skimun4 til skimunarráðs sem var skip- að 7 sérfræðingum úr ýmsum sérgreinum og var landlæknir til ráðlegginga um allar krabbameinsskimanir. Mælt var með að hafin yrði skipuleg frumskimun hjá 50-74 ára (meðaláhætta) samkvæmt evrópskum ráðleggingum með FIT-prófi annað hvert ár og ristilspeglun hjá þeim sem greinast með blóð í hægðum. Byrja skyldi hjá 60-69 ára. Að auki skyldi einstaklingum á 51. aldursári boðin ristilspeglun sem frum- skimun en þeim gefinn sá valkostur að þiggja FIT-próf einu sinni. Lögð var áhersla á að hefja strax miðlæga speglunarskrán- ingu. Sátt var um vinnu fagráðs og hún samþykkt af skimunarráði og síðan heil- brigðisráðuneytinu 2021. Í framhaldi af breytingum á skipulagi, stjórn og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum á Íslandi sem færðist inn í opinbera heilbrigðiskerfið og með opnun Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana 2021 var Heilsugæslu höfuðborgarsvæð- isins falið að undirbúa skipulega hópleit vegna KRE í samvinnu við Embætti land- læknis. Sú vinna er í gangi og stuðst er við tillögur fagráðsins.4 Mikil áhersla er þar lögð á víðtækt samráð á öllum sviðum með fulltrúum allra sem að verkefninu koma, þar á meðal þeim sérfræðingum sem áður skipuðu fagráðið. Ráðinn hefur verið verk- efnastjóri og fyrirhugað er að hefja skimun á árinu 2023. Heimildir 1. Skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Niðurstaða starfshóps á vegum Landlæknis. Reykjavík, 2001. 2. Skýrsla um bólusetningar og skimanir vegna smitsjúk- dóma og krabbameina. Mat á forvörnum með bólusetn- ingum og skimunum gegn smitsjúkdómum og krabba- meinum. Ráðgjafahópur heilbrigðisráðherra. Skýrsla frá október 2008, endurskoðuð í febrúar 2009. 3. Guðlaugsdóttir S. Ristilkrabbameinsleit. Undirbúningur fyrir skipulega leit á Íslandi. Krabbameinsfélagið, 2015. 4. Skýrsla um skimanir. Tillögur fagráðs um skimanir fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. 2019 stjornarradid. is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/yms- ar-skrar/Alit%20skimunarrads%202020%20(003).pdf - október 2022. Sunna Guðlaugsdóttir meltingarsérfræðingur Landspítala og Meltingarsetrinu Höfða Anna Sverrisdóttir skurðlæknir Læknastöðinni Glæsibæ Haraldur Briem fyrrum sóttvarnalæknir Ísleifur Ólafsson yfirlæknir rannsóknarkjarna/ lífefna og blóðmeinafræði Landspítala Páll Helgi Möller yfirlæknir kviðarhols- skurðlækninga Landspítala Thor Aspelund líftölfræðingur við læknadeild HÍ B R É F T I L B L A Ð S I N S Höfundar sátu í fagráði um ristilskimanir og skimunarráði sem var skipað af landlækni 2018-2020.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.