Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 32

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 32
Þá hófust umræður um stjórnmálayfiríýs- ingu fundarins og tóku til máls: frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, frú Sigurveig Guðmundsdóttir, Hafnarfirði, Jó- hann Hafstein, dómsmálaráðherra, Gunnar Bjarnason, kennari, Hvanneyri, Haukur Egg- ertsson, framkvæmdarstjóri, Reykjavík og dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Umræðum var frestað og fundi slitið kl. 12. Níundi fundur. Níundi fundur landsfundarins hófst í Sjálf- stæðishúsinu sunnudaginn 23. apríl kl. 14. Fundarstjóri á þessum fundi var Pétur Otte- sen, fyrrv. alþingismaður, Ytra-Hólmi, en fundarritarar Karl B. Guðmundsson, viðskipta- fræðingur, Seltjarnarnesi og Sigurður Tryggvason, kaupmaður, Hvammstanga. A fundi þessum héldu áfram umræður um stjórnmálaálytkunina o g tóku til máls Páll V. Daníelsson, viðskiptafræðingur, Hafn- arfirði, Sigurbjörn Þorkelsson, forstjóri, Reykjavík, Leifur Auðunsson, bóndi, Leifs- stöðum, Sigfús Johnsen, kennari, Vestmanna- eyjum, Þorkell Sigurðsson, vélstjóri, Reykja- vík, Kristján Kristjánsson, trésmiður, Reykja- vík, Jóhann Sigurðsson, verkamaður, Reykja- vík, prófessor Ólafur Björnsson, Reykjavík, María Maack, Reykjavík, Sveinn Ólafsson, full- trúi, Garðahreppi, Ásta Erlingsdóttir, Reykja- vík, Guðmundur Ólafsson, bóndi, Ytra-Felli, Birgir Kjaran, Reykjavík og dr. Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra. Að umræðum loknum var gengið til atkvæða um tillögur, sem fram höfðu komið. Samþykkt var að vísa til miðstjórnar ýtarlegri tillögu, sem Baldvin Tryggvason hafði lagt fram um stuðning við bókmenntir og listir, ennfremur tillögu frá Kristjáni Kristjánssyni um að veita Raungreinadeild Tækniskólans stúdentsrétt- indi, tillögu Sveins Ólafssonar varðandi áfeng- ismál og tillögu Sigfúsar Johnsen um hagnýt- ingu fiskimiðanna við strendur landsins. Þá kom til afgreiðslu tillaga stjórnmálanefndar um stjórnmálaályktunina. Fyrst kom til at- kvæða breytingartillaga frá Ólafi Björnssyni, Ragnari Kjartanssyni og Gunnari Schram um aukna þátttöku íslands við þróunarlöndin. Var tillaga þessi samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Síðan var tillaga stjórn- málanefndar um stjórnmálaályktun samþykkt einróma með áorðnum breytingum, svo sém hún er prentuð aftar í skýrslu þessari. Á fundi þessum fór fram kosning á for- manni Sjálfstæðisflokksins og varaformanni, ásamt sjö öðrum mönnum í miðstjórn. Fóru allar þessar kosningar fram skriflega og án þess að uppástungur væru gerðar á mönnum. Fyrst fór fram kosning á formanni flokksins og var dr. Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra endurkjörinn einróma. Var hann hylltur af þingheimi með langvinnu lófataki. Þá fór fram kjör varaformanns flokksins og var Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, endurkjörinn nær einróma. Var hann hylltur af þingheimi með langvinnu lófataki. Því næst fór fram kosning 7 manna í mið- stjórn flokksins og voru endurkjörnir í mið- stjórn þeir: Magnús Jónsson, fjárm.ráðherra, Ingólfur Jónsson, landb.ráðherra, Geir Hall- grímsson, borgarstj., Pétur Ottesen, fyrrv. al- þingismaður, Birgir Kjaran, hagfræðingur, Matth. Á. Mathiesen, alþm. og Sig. Bjarna- son, ritstjóri. Auk þess eru sjálfkjörnir í mið- stjórnina formaður Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, formaður Verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins og formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Að lokum tók til máls dr. Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðis- flokksins. Lýsti hann ánægju sinni yfir störf- um fundarins og kvaðst aldrei hafa verið á landsfundi, þar sem fundarmenn hefðu sýnt jafnmikinn áhuga og fylgzt jafn vel með öll- um umræðum. Vék hann síðan að alþingis- kosningunum, sem framundan eru. Sagði hann, að baráttan í þeim kosningum stæði fyrst og fremst um það, hvort haldast ætti það frjáls- ræði í viðskiptum, sem viðreisnarstjórnin hefði komið á, eða hvort aftur yrðu tekin upp höft og skömmtun. Mælti formaður þróttmikil hvatningarorð til fundarmanna og bað þá vel að duga í þeirri örlagaríku baráttu, er fram undan væri. Að lokum óskaði formaður þeim fundarmönnum, sem langt væru að komnir, góðrar heimferðar. Hann bað menn síðan að minnast fósturjarðarinnar. Risu menn úr sæt- um og hylltu Island með ferföldu húrrahrópi. Að því búnu sleit formaður 17. landsfundi S j álf stæðisf lokksins. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.