Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 37
in, og verður það bezt tryggt með því, að sem flestir kjósendur fylki sér
um Sjálfstæðisflokkinn.
Sautjándi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins vekur athygli þjóðar-
innar á meginstefnumiðum flokksins og hinum hagstæða árangri af
stjórnarforystu hans og leggur jafnframt áherzlu á eftirtalin viðfangsefni:
1. Stefnt verði að víðtæku samkomulagi um verðlag og kaupgjald, er
treysti gengi krónunnar og tryggi atvinnuvegunum samkeppnisað-
stöðu, en launþegum batnandi lífskjör.
2. Unnið verði að samkomulagi um öflugan verðjöfnunarsjóð, er jafn-
að geti verðsveiflur á útflutningsframleiðslu landsmanna.
3. Leggja ber ríka áherzlu á að tryggja útflutningsvörum þjóðarinnar
sem öruggasta markaði og hagstæðast verðlag. Á meðal brýnustu
verkefna er að vinna að því innan Alþjóða viðskipta- og tollanefnd-
arinnar (GATT) og með viðræðum við helztu viðskiptaþjóðir Islend-
inga að forðast hin alvarlegu áhrif af tollverndarstefnu efnahags-
bandalaganna. Verði í því sambandi kannaðir endanlega möguleikar
íslands til þátttöku í Fríverzlunarbandalaginu (EFTA) og leitað að-
ildar að því, fáist hún með viðhlítandi kjörum og þau kynnt öllum
þeim, sem hagsmuna eiga þar að gæta. Jafnframt verði hraðað kerf-
isbundinni áætlun um lækkun aðflutningsgjalda og samhliða ráð-
stöfunum til stuðnings íslenzkum iðnaði til að tryggja samkeppnis-
aðstöðu hans og stuðla að sem fjölbreyttastri iðnþróun í landinu.
4. Gerð verði tíu ára áætlun um eflingu íslenzkra atvinnuvega að því
marki, að þeir geti veitt atvinnu hraðvaxandi fjölda vinnufærra
handa. Jafnframt verði lögð sérstök áherzla á að beina vísindaleg-
um rannsóknum og tilraunum að því að auka og tryggja gróðurríki
landsins.
5. Með samvinnu við sveitarfélög og einkaaðila verði unnið að sem víð-
tækustum framkvæmdaáætlunum í þeim tilgangi að stuðla að sem
hagkvæmastri notkun framkvæmdafjár. Sýslu- og sveitarfélög verði
jafnframt efld með því að fela þeim stjórn þeirra mála, sem þau geta
betur af hendi leyst en ríkisvaldið, enda sé þeim séð fyrir tekjustofn-
um til að greiða kostnaðinn af aukinni starfsemi. Ennfremur verði
áfram unnið að samningu byggðaáætlana fyrir landsfjórðungana.
35