Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 43
sýnist hitt sanni nær, að við öflum okkur sér-
fræði í herstjórnarmálum, svo að við þurfum
ekki að sjá þau með annarra augum. Fyrsta
skrefið hlýtur þess veg-na að vera það, að
leggia drög að öflun þvílíkrar sérfræði.
íslendingum er sízt minnkun þó að þeir taki
þátt í bandalagi til að tryggja varnir lands
síns, á meðan mestu stórveldi heims telja sér
slíka þátttöku lífsnauðsyn. Lærdómar sögunn-
ar eru og þeir, að ef vesturveldin hefðu á ár-
unum frá 1918 til 1939 haft slíkt samstarf og
á komst 1949, þá mundi seinni heimsstyrjöldin
með öllum þeim hörmungum, sem henni fylgdu,
aldrei hafa skollið á. íslendingar þurfa ekki
síður en aðrir á friði að halda og þeim ber
ekki síður en öðrum að gera sitt til að svo
megi verða.
Þjóðirnar hafa ekki einungis gengið í varn-
arbandalög sjálfum sér og heimsfriðnum til
öryggis, heldur og í ýmiskonar efnahagsbanda-
lög til að tryggja fjárhagslegan velfarnað
sinn. Norðurlandaþjóðir höfðu lengi leitastvið
að koma á viðskiptabandalagi eða tollabanda-
lagi sín á milli, en aldrei tekizt. Fjórar þeirra
hafa hinsvegar — með mismunandi hætti þó —
gerst aðilar að Fríverzlunarbandalagi Evrópu,
EFTA, og ber ráðamönnum þeirra saman um,
að fáar ráðstafanir hafi orðið þessum þjóðum
til meiri heilla. Fyrir okkur verður erfiðara
með hverju ári, sem líður, að standa utan
beggja efnahagsbandalaga Evrópu, Efnahags-
bandalagsins svokallaða og Fríverzlunarbanda-
lagsins. Fullkomnir aðilar Efnahagsbandalags-
ins getum við ekki orðið vegna þeirra skilyrða,
sem þar eru sett. Aðild að Fríverzlunarbanda-
laginu er raunar ekki með öllu erfiðleikalaus,
en ótvírætt er samt, að þegar til lengdar læt-
ur, þá verður hún okkur ekki einungis hag-
kvæm heldur og brýn nauðsyn. Þess vegna
ber að vinda bráðan bug að því að ná samning-
um um aðild íslands, ef slíkt er unnt afar-
kostalaust, svo sem ætla má, því að vitað er,
að mörg aðildarríkjanna óska þátttöku okkar,
ekki vegna þess að þau telji sig miklu muna
um aðild okkar, heldur vegna þess að þau og
þá einkum Norðurlöndin telja okkur eiga heima
í sínum hóp. Þvílíkur samhugur með íslandi
og söknuður yfir fjarveru þess lýsti sér glögg-
lega í orðum Per Bortens, forsætisráðherra
Noregs, í orðum hans á þingi Norðurlanda-
ráðs nú fyrir skemmstu.
Sumir hafa það á móti slíkri aðild, að fyrir-
sjáanlegt sé, að Fríverzlunarbandalagið og
Efnahagsbandalagið muni áður en yfir lýk-
ur renna saman. Um það getur enginn sagt
á þessari stundu, en víst er, að nokkrir aðilar
Fríverzlunarbandalagsins, svo sem Svíþjóð og
Finnland og sennilega Svissland, geta ekki
fremur en við hugsað sér að gerast fullkomnir
aðilar Efnahagsbandalagsins. Annað mál er,
að þessi lönd telja, að það muni verða sér til
styrktar í samningum um að ná nauðsynlegum
tengslum við þetta bandalag, að eiga vísan
stuðning félaga sinna í Fríverzlunarbandalag-
inu. Alveg sama máli gegnir um ísland og
hlýtur það þess vegna að verða eitt helzta úr-
lausnarefni á næsta kjörtímabili að ná við-
unandi samningum um aðild að Fríverzlunar-
bandalaginu.
En stafar ekki íslenzku þjóðerni hætta af
öllum þessum samskiptum við erlendar þjóðir?
Svo spyrja sumir. Hvað sem okkar eigin ósk-
um líður, þá er einangrunin úr sögunni. Eng-
um íslenzkum stjórnvöldum getur héðan af
tekizt að loka íslenzku þjóðina inni og einangra
hana frá samskiptum við aðra. Það ber og
sízt að harma, því að á umliðnum öldum hefur
ekkert orðið okkur skaðsamlegra en einmitt
einangrunin. Blómatími íslenzku þjóðarinnar
og íslenzkrar menningar hefur verið mestur,
þegar við höfum haft margþætt viðskipti við
aðrar þióðir. Á sama hátt og stál herðist í eldi,
þá herðist hið sanna eðli Islendinga í um-
gengni við aðrar þjóðir. Um þetta eru dæmin
deginum Ijósari að fomu og nýju. Islenzk
menning hefur verið meginstyrkur þjóðarinn-
ar og án hennar hefðum við tortímst á okkar
frelsislausu einangrunaröldum.
Auðvitað er menning okkar nú margslungn-
ari en áður og miklu meira þarf við til þess
að halda velli. Eðli málsins samkvæmt eigum við
ætíð erfitt með að keppa við aðra í fjölbreytni
og sérhæfingu. En almenna menntun eigum við
að geta veitt eins góða og aðrir. Ótal skólar
á ýmsum stigum um allt land sýna einbeittan
vilja stiórnvalda til að ráða við þennan vanda,
enda viðurkenna jafnvel svartsýnis-mennimir,
að unga fólkið hefur nú á dögum hlotið fjöl-
þættari og betri menntun en fyrri kynslóðir
í landinu. Útvegun ytri skilyrða til alhliða
menntunar verður þó að sjálfsögðu enn örð-
ugri á tímum mikillar fólksfjölgunar og
byggða-tilfærzlu innanlands. Ný löggjöf um
skólakostnað á að greiða fyrir nauðsynlegum
41