Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 44
umbótum og urmið er að rækilegri endurskoðun
alls fræðslukerfisins.
Barnaskólamir, sem risið hafa upp víðs-
vegar á seinni árum, sýna, að menn vilja
mikið á sig leggja til að greiða götu æsku-
lýðs til aukinnar menntunar. Framhaldsskól-
um er einnig víða verið að koma upp og unnið
er að því að endumýja hina gömlu, jafn-
framt því, sem stórbætt hefur verið löggjöf
um iðnskóla og sett hafa verið alveg ný fyrir-
mæli um tæknimenntun. Menntaskóla í landinu
er verið að byggja af miklum dugnaði og
ákveðið hefur verið að stofna til nýrra, svo
fljótt sem auðið verður, bæði á Vestfjörðum
og austanlands. Kennaraliði Háskólans er
f jölgað eftir fyrirfram gerðri áætlun og undir-
búin er mjög mikil stækkun kennslurýmis hans.
Styrkjum og lánum til stúdenta hefur verið
komið í betra horf en áður.
Vísindarannsóknir eru stöðugt auknar og
sett hefur verið ítarleg löggjöf til að sam-
ræma þær og auðvelda starf vísindamanna.
íslendingar eiga nú færa vísindamenn í furðu
mörgum greinum. Við getum í fæstum efnum
keppt við aðra um vinnuskilyrði, svo sem full-
komnar rannsóknarstofur eða hæð launa, sem
afbragðsmenn eiga kost á erlendis. En því
frekar ber okkur að meta þá, sem sækjast
eftir að eyða ævi sinni hér við erfiðari aðstæð-
ur heldur en þeir eiga völ á með miklu mann-
fleiri og ríkari þjóðum. Hér eiga flestir vís-
indamenn og sérfræðingar þess lítinn kost að
beita eingöngu sérgáfum sínum, vegna þess að
viðfangsefni hvers og eins hljóta að verða
mjög margvísleg. Þessu una margir af því, að
þeir kunna að meta sinn íslenzka arf og það
jafnræði, sem hér ríkir manna á milli.
Stofnun og útbreiðsla hins íslenzka sjón-
varps er eitt af afrekum síðustu ára. Með
öðrum þjóðum hefur tekið mörg ár að ná
ámóta útbreiðslu þess og hér er þegar fengin
af alkunnum ástæðum. Nú ætlast menn til, að
unnt verði að sjá til þessa menningartækis um
allt land innan mjög skamms tíma. Til þess
skortir ekki vilja stjórnvaldanna, en vissar
tækniforsendur þurfa að vera fyrir hendi.
Með sjónvarpið er svipað og um einangrunina.
Einangrunin er liðin, hvort sem mönnum líkar
betur eða ver; sjónvarpið er komið — og hlaut
að koma, hvort sem mönnum líkar betur eð
ver. Við þvílíka framvindu tímanna fær enginn
ráðið.
Hitt er rétt, að sjónvarp einungis miðlar,
það skapar ekki, og ekki er hægt að miðla því,
sem ekki er til. Vegna sjónvarpsins verður því
að leggja enn ríkari áherzlu en áður á að
bæta skilyrði fyrir þeirri innlendri menningu,
hljómlist, töluðu orði, myndlist og öðru slíku,
sem menn fá notið fyrir milligöngu sjónvarps-
ins. Hér er vissulega mikið verkefni, sem menn
að vísu sjá að fyrir höndum er, en hafa ekki
gert sér nægilega grein fyrir í einstökum at-
riðum né heldur hvernig leysa skuli.
í þessum efnum getur ríkið í rauninni aldrei
haft neitt skipunarvald. Það getur í bezta
lagi greitt fyrir því, að kraftar einstakling-
anna fái að njóta sín. Stundum er undan því
kvartað, að stjómmálamenn vilji ráða því,
hvað listamenn geri og amist við þeim, sem
séu sjálfum þeim óþægur ljár í þúfu. Auknir
styrkir til listamanna og nýjar reglur um út-
hlutun listamannalauna sýna hversu fjarlægt
þetta er hinum raunverulega hugsunarhætti
ráðandi manna nú. 1 þessu sem öðru er bezt
að láta frjálsræðið vera sem mest. Keypt lof
verður skjótlega að háði, alveg eins og skamm-
ir og skætingur gera ekki leirburð að lista-
verki.
í allri okkar menningarleit megum við aldrei
fjarlægjast þá sístreymandi lind mannvizku og
snilldar, sem er að finna í okkar fomu bók-
menntum. Þekking á þeim og frumsannindum
kristinnar trúar verður um alla framtíð að
móta uppeldi íslenzks æskulýðs. Án þessa
tvenns væri íslenzk menning ekki til, og ef
hún væri horfin, myndi þess skammt að bíða,
að íslenzkt þjóðemi væri einnig úr sögunni.
Þá megum við aldrei týna því aðalsmerki
íslenzks uppeldis, að allir kynnist og taki þátt
í starfi almennings. Bóklestur og skólaganga
eru mikilsverð, en stofulærdómurinn einn
hrekkur skammt .Iðjuleysi er uppspretta flestr-
ar ógæfu, jafnt fyrir unga sem gamla.
Sönn menning er ekki einungis mannbæt-
andi, heldur ræður þekkingin nú á dögum úr-
slitum um, hvort mönnum vegnar vel eða illa
á veraldar vísu, komast af eða ekki. Svo oft
er búið að segja á síðustu árum, að bókvitið
verði í askana látið, gagnstætt orðum hins
gamla málsháttar, að óþarfi er að fara um
það fleiri orðum. Þau sannindi eiga ekki að-
eins við um öflun verðmæta og framleiðslu,
heldur og ráðstöfun þeirra og stjóm efna-
hagsmála. I öllu þessu er það þekking og
42