Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 48

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 48
sem hún er, hlýtur að Íeggja höfuðáherzlu á stöðugt samstarf við stéttasamtökin um að hindra hættulegar verðhækkanir og halda kaupgjaldi og verðlagi í samræmi við breyti- legan efnahag og afkomu þjóðarinnar. En til þess að svo megi verða, þá er óhjákvæmilegt, að rétt sé haft við og það blasi við öllum. Verkalýðurinn hlýtur t.d. að krefjast þess, að hann fái sinn skerf, þegar vel gengur, og vaxandi eftir því, sem þjóðin í heild verður efnaðri og hefur betur ráð á að gera vel við alla. Núverandi ríkisstjórn hefur náð betra samkomulagi við stéttasamtökin, einnig þau, þar sem andstæðingarnir ráða, en nokkur önn- ur. Með þessu hefur tekist að friða þjóðfélagið mun betur en lengi áður og er mikið vinnandi til, að sá friður haldizt. Ef litið er á málefnastöðuna virðist hún svo sterk, að stjórnarflokkamir ættu að vera vissir um sigur í kosningunum í sumar. En þá er margs að gæta. Stjórnarflokkarnir eru tveir. Þeir hafa nú unnið með afbrigðum vel saman í ríkisstjórn í nær 7% ár. Ég skal ekki fara í neinn meting um það, hvors flokksstefnu hafi frekar verið fylgt. Sanni næst mun það, að báðir hafa látið ýms sérsjónarmið eiga sig, en leyst aðkallandi vandamál í Ijósi beztu fáanlegrar þekkingar og eftir því, sem þeim virtist þjóðamauðsyn bjóða. En meginstefnur þessara flokka eru ólíkar. Annar segist aðhyllast socialisma, okk- ar einkaframtak. Nú er það að vísu svo, að í framkvæmd hafa menn hvarvetna horfið frá þeim fræðilegu kenningum, sem áður fyrr sköpuðu regindjúp á milli þessara tveggja skoðana. Fylgjendur hvorrar stefnunnar um sig hafa ýmislegt lært af hinum og hvorki hér né annarsstaðar hefur þeim reynst svo erfitt að vinna saman, eins og ætla hefði mátt eftir hinum ólíku kenningum. Það eru ekki kenni- setningar heldur raunhæf úrræði, sem skilja á milli giftu og ógiftu, feigs og ófeigs. Engu að síður skulum við ekki gleyma því, að meginsjónarmið flokkanna eru ólík, enda hefur Alþýðuflokkurinn nú ekki viljað lýsa yfir því fyrir kosningar, eins og gert var fyrir kosningar 1963, að hann mundi halda áfram óbreyttu stjórnarsamstarfi, ef til þess fengist fylgi. Með því er ekki sagt, að stjómarsam- starfið muni bresta eftir kosningar, ef stjórn- arflokkamir hafa nægan meirihluta. Einmitt vegna þess, að báðir flokkar miða við málefni, 46 er þeím auðveldara að vínna saman heldur ett þar sem annaðhvort ræður: valdabrask eða blind ofsatrú á löngu úrelta lærdóma. En ákvörðunarleysi Alþýðuflokksins skapar nýtt óvissuatriði, óvissu, er því fremur hlýtur að hvetja Sjálfstæðismenn til harðrar sóknar í baráttunni, sem framundan er. Þrátt fyrir þessa óvissu, mundi ég sem sagt telja mestar líkur á því, að ef flokkarnir tveir fá nægan meirihluta, þá muni þeir halda áfram samstarfi sínu eftir kosningar. Hvort slíkur meirihluti fæst, getur hinsvegar enginn fyrirfram séð. 1 kosningunum 1963 tapaði Al- þýðuflokkurinn nokkru fylgi, en Sjálfstæðis- flokkurinn vann svo á, að í heild juku stjómar- flokkarnir fylgi sitt um nær 1%, hlutu h.u.b. 55%% af gildum atkvæðum. Slíkt atkvæða- magn er meira en yfirleitt tíðkast, að stjómir í lýðræðislöndum hafi á bak við sig. Aukning atkvæðamagnsins eftir fjögurra ára stjórnar- setu og harðan ágreining við stjórnarandstæð- inga var óneitanlega mikill sigur. En engu að síður er kjördæmaskipan okkar enn svo áfátt, að Alþýðuflokkurinn missti einn þingmann án þess að Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig þingsæti, þrátt fyrir fylgisaukningu sína. Þessi úrslit sýndu ófullkomleika íslenzku kjördæmaskipunarinnar. Gallar hennar era ýmsir fleiri, þó að ég telji þá ekki að sinni. Sjálfur hefi ég ætíð verið þeirrar skoðunar, að ef mögulegt væri að fá landinu öllu skipt í nokkurn veginn jafnmannmörg einmennings- kjördæmi, þá væri það bezta fyrirkomulagið. Sú skipan þykir sjálfsögð þar sem lýðræði stendur föstum fótum utan Norðurlanda, svo sem í Engilsaxneskum löndum, en einmitt þangað hafa menn sótt fyrirmyndir að nútíma lýðræði og þingræði. Tveir stærstu flokkar Þýzkalands hafa nú einnig komið sér saman um að stefna að lögfestingu einmenningskjör- dæma í stað hlutfallskosninga. Jafnframt skul- um við þó minnast þess, að á Norðurlöndum, þar sem búa þær þjóðir, sem okkur era skyld- astar, og enginn efast um, að lýðræði hefur fest öraggar rætur, þykir sjálfsagt að hafa hlutfallskosningar. Aðalatriðið er, að hér skiptir ekki máli fræðileg deila um kosti eða ókosti hlutfallskosninga eða einmenningskjör- dæma. Á Islandi hefur ekki í hálfa öld verið möguleiki til þess að fá samkomulag um við- hlítandi skiptingu landsins í einmenningskjör- dæmi, og meira en lítið þarf að breytast í ís-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.