Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 50
og mundi það hvarvetna talinn álitlegur meiri-
hluti. Hann er að vísu minni en meirihlutinn
1963, þremur árum áður, en engan veginn er
víst, og jafnvel ekki líklegt, að sú breyting
hefði orðið til þess að fækka þingmönnum
flokkanna beggja samanlagt.
Allt eru slíkt samt lítilsverðar getgátur
þangað til sjálf úrslitin birtast. Engir útreikn-
ingar um hverjir geti unnið þingsæti eða tapað
ráða úrslitum. Það eru ekki reiknimeistarar,
heldur kjósendur, sem fella fullnaðardóminn.
Öruggasta ráðið til að hann verði hagstæður,
er að vinna til trausts kjósenda og missýnist
meirihluta þeirra þó á stundum. Menn vinna
sigur, en reikna sér hann ekki út.
Okkur Sjálfstæðismönnum er síður en svo
feimnismál að rifja upp, að í þessum sveitar-
stjórnarkosningum vorið 1966 mættum við
nokkrum andblæstri, meiri en flestir bjuggust
við. Við héldum að vísu velli þar sem mestu
máli skipti, við borgarstjórnarkosningar hér í
Reykjavík, þó að við hefðum að sjálfsögðu kos-
ið, að sigur okkar hér yrði enn meiri en hann
varð, og hefur þó oftar en einu sinni áður
munur ekki orðið meiri, og flokksmenn engu
að síður fagnað góðum sigri. Allir vitum við,
sem einhverja stjómmálareynslu höfum, aðúr-
slit kosninga eru ófyrirsjáanleg. Nútíma skoð-
anakannanir hafa í þeim efnum oft ekki síður
reynst villandi en spár hinna kunnustu manna.
Um getgátur almennings í þeim efnum er það
oft svo, að svipaðast er því, sem sagt er um
herforingja, að í upphafi hvers nýs stríðs, þá
séu þeir að berjast í næsta stríði á undan.
Eins eru það margir, sem sýnast telja, að
straumar í nýjum kosningum séu ætíð hinir
sömu og þeir voru næst áður. Reynslan er
hins vegar oft þveröfug, enda eru kjósendur
sjálfráðir um að gera upp sinn hug án tillits
til þess, sem áður var, og án tillits til þess,
sem aðrir segja, enda eru það ætíð nýir og
nýir kjósendur, sem greiða atkvæði, aldrei þó
jafnmargir og nú. Og kemur þó ekki að þessu
sinni til framkvæmda sú réttarbót, að kosn-
ingaaldur lækki um eitt ár, eins og Alþingi
samþykkti nú að tillögu ríkisstjórnarinnar.
Hvert sem litið er, þá verður vart ókyrrðar
og víðast hvar eru það þeir, sem við völdin
eru, sem ókyrrðin bitnar á. Viðfangsefni
okkar er að virkja þessa ókyrrð; sannfæra
æskulýðinn um, að okkur hefur lánast betur
en öðrum af því, að við höfum fylgst með
tímanum og ætíð gengið hiklaust að lausn
hvers vandamáls, þegar það bar að höndum.
Við höfum verið vandanum viðbúnir og
reynst honum vaxnir. Með þessu er ekki sagt,
að við eigum að vera sjálfsánægðir; þvert á
móti. Við megum aldrei fyllast ofmetnaði,
eða halda, að ekki sé betur hægt að gera.
Sigurvissa hefur orðið mörgum stríðsmanni
að falli.
Við lifum á breytingartímum, hinum mestu,
er yfir heiminn hafa gengið. Að okkur sækja
ýms hin sömu vandamál, sem menn hafa haft
við að etja frá örófi vetra og aldrei unnið til
hlítar bug á. Það er engin skömm að því fyrir
okkur að viðurkenna, að við kunnum ekki
fremur en okkar forverar ráð við öllum vanda
og höfum ekki svör við öllum spurningum.
Engu að síður höldum við óhikað áfram og
gefumst ekki upp. En það eru ekki einungis
gömul vandamál, sem menn enn glíma hvar-
vetna við. Aldrei hafa bætzt við fleiri ný úr-
lausnarefni, sem menn ekki þekktu áður. Auð-
vitað vildum við oft geta umflúið þau, en ef
þau skapa hættu fyrir land okkar og þjóð, þá
verðum við að leggja fram okkar litlu krafta
til að leysa þau.
Menn tala um kröfuhörku. Auðvitað væri
ekkert þægilegra fyrir valdhafana, en ef til
þeirra væru ekki gerðar kröfur. En menn eru
einmitt settir til valda, af því að borið er til
þeirra það traust að þeir geti leyst vandamál,
sem aðrir fá ekki við ráðið. Þess vegna tjáir
valdhöfum ekki að kveinka sér undan, að til
þeirra séu gerðar kröfur. Og eiga ekki kröfur
um að látlaust sé unnið að því að draga úr
mannanna meinum, verulegan þátt í öllu því,
sem áunnist hefur síðustu áratugi? Enn er allt
of mikið ógert af því, sem gera þarf. Við
skulum, hvert og eitt, gera kröfu til sjálfra
okkar um að láta ekkert undir höfuð leggjast
af því, sem við getum, til þess að á því verði
ráðin bót. Við skulum fúslega játa, að fáum
er gefið að leggja sig alla fram og slaka ekki
á, nema til þeirra sé gerð sú harða krafa, að
þeir verði að standa sig eða hafa verra af.
Sjálfir aðhyllumst við samkeppni og teljum,
að með henni náist helzt almenningheill, af
því að með henni séu menn nauðugir viljugir
knúnir til að gera sitt bezta.
Mér kemur ekki til hugar að neita því, að í
þjóðfélagi okkar sé mörgu ábótavant. En ég
þvemeita því kerlingahjali að við búum í ger-
48