Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Síða 51
spilltu þjóðfélagi. Þeir, sem svo tala, minna
á málshátinn: Margur hyggur mann af sér,
og er mér þó fjarri að ætla þeim þvílíka
spillingu og þeir fjölorða um hjá öðrum.
Við lifum á endurnýjunai’- og viðreisnartíma,
þar sem margt fer í súginn og margir villast
um sinn af réttri leið, en finna hana þó aftur
að lokum, oftast fyrr en svartsýnismennimir
ætla.
Margt fer hér aflaga, um það skulum við
ekki þegja, því að orðin eru til alls fyrst. Jafn-
framt skulum við hiklaust gera okkur grein
fyrir, að á Islandi hafa í síðustu mannsöldr-
um, og þó aldrei frekar en á síðasta aldar-
fjórðungi verið unnin stórvirki, sem sannar-
lega voru með ólíkindum. Við skulum sjálf, án
alls yfirlætis, játa, að Island er nú, þrátt fyrir
hnattstöðu, misviðri og öll sín hrjóstur, orðið
allt annað og miklu betra land en það var á
okkar æskudögum, hvað þá þegar okkar for-
eldri var að vaxa úr grasi. Allur almenningur
nýtur nú meiri velmegunar og meiri gæfu,
í skjóli bættra landshátta og vegna brott-
hvarfs einangrunarinnar, en hann hingað til
hefur gert. Auðvitað fylgir þessu nokkur á-
hætta.
Það er mikið í ráðist fyrir litla og fámenna
þjóð að ætla sér að halda þjóðerni sínu eftir
að einangruninni er lokið og varðveita tungu
sína, efla menningu sína og gæta í hinum
stóra heimi alls þess bezta, sem með henni
býr. Slíkt verður ekki gert með því að óttast
breytingarnar, með því að stinga höfðinu í
sandinn, með því að kúra sig niður og hrópa
„Hætta, hætta,“ heldur með því að halda ferð-
inni hiklaust áfram, með því að taka óhræddur
þátt í því atburðasama og gæfuríka ævintýri,
að vera fslendingur á 20. öld.
Við sjálfstæðismenn gerum okkur greinfyr-
ir, að úrslit þingkosninganna hinn 11. júní
eru mjög tvísýn. En á þeim getur oltið, hvort
þjóðinni eigi á næstu árum að muna aft-
ur á bak eða nokkuð á leið. Undanfarin ár
hafa íslendingar sótt hraðar og lengra eftir
framfaraleiðinni en nokkru sinni fyrr. Þeirri
sókn viljum við Sjálfstæðismenn halda áfram
og erum staðráðnir í að ryðja þar öllum
hindrunum úr vegi.
Brýnum fyrir kjósendum að hafna svart-
sýni og afturhaldi, einræði og ofstjóm.
Sækjum með hækkandi sól og vaxandi birtu
fram til sigurs fyrir frelsi og framfarir,
bjartsýni og batnandi hag!
Guð gefi, að sú vegferð verði allri hinni ís-
lenzku þjóð til heilla og velfarnaðar.
Að svo mæltu óska ég ykkur gleðilegs sum-
ars, enda mun enginn okkar láta sitt eftir
liggja, að svo verði í raun.
49