Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 53

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 53
skilningur á því, hversu veígamikil þessi mál eru og mikils virði fyrir þjóðfélagsþegnana og þjóðfélagsþróun í heild. Ég get að vísu farið færri orðum en ella um þessi mál nú vegna þess að ég hefi fyrir skemmstu gert þeim all ítarlega skil, bæði á Alþingi og á almennum stúdentafundi um þessi mál, sem haldinn var hér í Reykjavík, en dagblöðin hafa skýrt ítarlega frá þeim umræðum. Þó er mér þess sérstaklega minni þörf en alla vegna þess að Sjálfstæðiskonur tóku þessi mál upp á sína arma og einbeittu huga sínum að þeim á þingi Landssambands Sjálfstæðiskvenna, sem haldið var í þessari viku daginn fyrir Landsfund. Var það mér mikið gleðiefni að mæta á þessu Landsþingi Sjálfstæðiskvenna og gera þar grein fyrir þessum málum, en konurnar hafa gert um þau sérstaka ályktun, sem þær munu gera Lands- fundinum grein fyrir. Veigamikil löggjöf. Veigamestu löggjafaratriðin á sviði heil- brigðismála síðari árin eru hin nýju sjúkra- húslög frá 1964 og ný læknaskipunarlög frá 1965. Gerði ég Landsfundinum síðast grein fyrir hinum n.'ju sjúkrahúslögum, sem hafa í sér fólgnar verulegar endurbætur á sviði þeirra mála og hefur reynslan staðfest það ótvírætt í framkvæmd síðustu árin. Það er tryggilegar en áður gengið frá samskiptum ríkisvalds og sveitarfélaga varðandi bygg- ingarstyrki og rekstrarstyrki sjúkrahúsanna. Allt hefir það orðið sveitarfélögunum hag- ræði. Sérstaklega minni ég á, að þá var ákveðið að byggingarstyrkir til sjúkrahúsa allra sveitarfélaga skyldu vera 60% kostnað- ar, en um þetta ríkti áður verulegt misræmi og kom það sérstaklega niður á hinum stærri sjúkrahúsum, en Borgarsjúkrahúsið í Reykja- vík naut ekki áður, fyrir setningu þessara laga, nema 40% styrks úr ríkissjóði, en síðan 60%. Ennfremur voru þá tekin í lög þau ákvæði, að greiða skyldi byggingarstyrk ríkis- ins á 8 árum til hinna stærri sjúkrahúsa, frá því að fjárveiting fyrst er ákveðin af Alþingi, en á 5 árum til hinna minni og í sambandi við byggingu læknisbústaða. Um þetta voru engin ákvæði fyrr, og felst í þessu verulega betri skipan mála. Það hafa verið og standa yfir mjög um- fangsmiklar byggingar sjúkrahúsa í landinu. Umfangsmestar hafa þessar framkvæmdir verið við stækkun Landspítalans og byggingu Borgarsjúkrahússins í Fossvogi. Komið að þáttaskilum. í sambandi við byggingu Landspítalans er komið að veigamiklum þáttaskilum. Ég hefi lagt áherzlu á það að undanförnu að sem allra fyrst væri hægt að ganga endanlega frá skipu- lagi Landspítalalóðarinnar og í sambandi við það áætlunargerð, sem verða mundi að sjálf— sögðu til langs tíma um það, hvaða heilbrigðis- stofnunum eða byggingum væri hægt að koma fyrir á Landspítalalóðinni, eins og hún er eða ef til vill með stækkun hennar, í hvaða tíma- röð væri rétt að byggingarframkvæmdir yrðu og hvað líklegt væri að kostnaður allra þess- ara framkvæmda mundu verða og hvað þyrfti þá að áætla heildarfjáröflun til þeirra árlega á fjárlögum og ef til vill að viðbættum lán- tökum. Sérfræðingar heilbrigðisstjórnarinnar, sem um þessi mál fjalla, húsameistari ríkisins og hans aðstoðarmenn, hafa nú undanfarið eftir að málin voru vel undirbúin hér heima setið á rökstólum með erlendum sérfræðingum í Danmörku til þess að vinna að skipulagi og áætlunargerð í sambandi við hagnýtingu Landspítalalóðarinnar. Mjög mikið kapp hef- ir verið lagt á það að þetta mikilvæga mál komist sem fyrst í höfn og geri ég mér vonir um, að þess verði ekki langt að bíða úr þessu. Þá væri fengin mikilsverð langstíma áætlun- argerð um mjög umfangsmikinn þátt heil- brigðismálaframkvæmda á næstu 10 til 20 árum. Að öðru leyti vil ég segja um viðbyggingu og stækkun Landspítalans, að gert er nú ráð fyrir að ljúka því sem nú er unnið að á árun- um 1967 til ’69. Auk nýrra sjúkrarúma hafa þá bætzt við í nýbyggingunni nýjar deildir, svo sem taugasjúkdómadeild, deild í eftirmeð- ferð, barnaspítali, eldri deildir stækkað og batnað að búnaði og tækjum, fæðingadeild verulega endurbætt, mötuneyti og eldhús og fleira byggt miðað við vaxandi og nýjar þarf- ir. Aðeins eldhús og mötuneyti, sem áætla þarf fyrir um 1400 manns, yrði nærri 3500 fermetrar að gólffleti og er áætlað að kosti um 40 millj. kr., án tækja og lausra muna. Á fjórum síðustu árum, (1964 til ’67), hefir ver- ið varið og eru áætlaðar í fjárlögum með láns- fé til bygginga og endurbóta ríkisspítalanna, 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.