Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 55

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 55
Hér er um mjög róttæka löggjöf að ræða og ég tel, að áhrifa hennar sé þegar farið að gæta. Að vísu hefir verið á það bent, að ýmis læknishéruð standi ennþá auð, þannig að ekki hafi tekizt að skipa í þau lækna, en það er ekki ný bóla, því svo hefir löngum verið hjá okkur. En ég hygg, að vænta megi úrbóta fyrir áhrif hinnar nýju löggjafar en segja má að í stórum dráttum séu veigamestu atriði henn- ar þessi: 1. 1 tuttugu tilteknum læknishéruðum, og ef nauðsyn krefur í fimm öðrum en ótitlekn- um héruðum, skal greiða héraðslækni stað- aruppbót á laun er nemi hálfum launum í hlutaðeigandi héraði. 2. í sömu héruðum, sem um ræðir í fyrsta lið, skal héraðslæknir, sem hefir setið fimm ár samfleytt í héraðinu eiga rétt á að hljóta eins árs frí með fullum launum til fram- haldsnáms hér á landi eða erlendis. Hann fær einnig greiddan úr ríkissjóði fargjalda- kostnað fyrir sig og fjölskyldu sína að heiman og til þess lands í Evrópu eða Norður-Ameríku, þar sem hann hyggst stunda námið. Að ársleyfi loknu skal hann eiga rétt á að fá greiddan á sama hátt fargjaldakostnað heim til íslands aftur, enda skuldbindi hann sig þá til þess að gegna áfram héraðslæknisstörfum. Eftir að hafa verið héraðslæknir í þrjú ár getur hann notið sömu fríðinda, en þá með skuld- bindingu um að gegna héraðslæknisstörf- um í tvö ár. 3. Heimilt skal að sameina læknishéruð og koma upp læknamiðstöðvum fyrir hin sam- einu héruð eftir því, sem nauðsyn krefur og staðhættir leyfa. 4. Við veitingu læknisembætta skal sá um- sækjandi, sem hefur lengstan starfsaldur sem héraðlæknir, að öðru jöfnu sitja fyrir öðrum umsækjendum um stöðuna. 5. Embættis (starfs) aldur héraðslæknis í sömu héruðum og um ræðir í fyrsta lið teljast 5 ár fyrir hver 3 ár, sem hann hefir gegnt hlutaðeigandi héraði. 6. Heimilt skal að ráða einn lækni með ótil- tekinni búsetu til að veita neyðarlæknis- þjónustu í læknislausum héruðum. 7. Heimilt skal samkvæmt tillögu landlæknis, eftir því sem nánar verður ákveðið í reglu- gerð, að veita læknastúdentum ríkislán til náms gegn skuldbindingu um læknisþjón- ustu í héraði að afloknu námi. 8. Stofna skal bifreiðalánasjóð héraðslækna með milljón króna framlagi úr ríkissjóði. Reglugerð um ríkislán til læknastúdenta var fyrst gefin út í marz 1966 og breytt 8. des. 1966. 1 marz voru veitt lán fjórum stúdentum hvert að upphæð 75 þúsund krónur. í febrúar 1967 voru sjö stúdentum veitt lán, hvert á 75 þúsund krónur, og fengu tveir stúdentar lán í annað sinn. Reglugerð um bifreiðalánasjóð héraðslækna var sett 19. apríl 1966. Fyrri fjárveiting á fjárlögum 1966 krónur 500.000, en síðarifjár- veiting er í fjárlögum 1967 krónur 500.000. Lán voru veitt á árinu 1966 til þriggja lækna, sem voru að hefja störf í héraði, 100.000 krón- ur til hvers og lánstími 3 ár. Ég hefi að ósk landlæknis skipað þriggja manna nefnd til þess að semja reglur um fyrirkomulag og rekstur læknamiðstöðva sam- kvæmt 4. gr. læknaskipunarlaganna frá 1965, en frá fjórum stöðum á landinu liggja nú fyrir óskir um, að stuðlað verði að því að koma upp slíkum læknastöðvum og má búast við, að fleiri bætist í hópinn. Margþætt stjórnsýsla. Um ýmis stjórnsýsluatriði á sviði heilbrigð- ismála skal ég fara fljótt yfir sögu. Ég vil þó leggja áherzlu á það að haft hefur verið mjög náið samráð við lækna í þessum efnum, ekki sízt í sambandi við starfsaðstöðu þeirra og kjör á Landspítalanum. Til athugunar er, að læknakennslunni kunni að verða eitthvað breytt í þá átt, að hún yrði verulegri í læknis- störfum utan sjúkrahúsa og gæti með þeim hætti stuðlað að því, að menn legðu fremur fyrir sig héraðslæknisstörf. Ennfremur hefir verið til athugnar að læknadeild Háskólans semdi reglur um nám til sérfræðiviðurkenn- ingar í heimilislækningum og embættislækn- ingum. Þá hefir verið mjög til athugunar að taka til gagngerðrar endurskoðunar fyrirkomulag á spítalarekstri hér á landi og er verið að vinna að því að fá erlendan sérfræðing frá Svíþjóð til þess að kanna ýmis atriði í rekstri Landspítalans, sem gætu þá orðið til fyrir- myndar í rekstri annarra sjúkrahúsa. Efnt hefir verið til nánara samstarfs en 53

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.