Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 57

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 57
hafa náið samstarf við samtök iðnaðarins, Félag íslenzkra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna, og gert öllum hlutaðeigandi að- ilum ljósa grein fyrir þeirri stefnu, sem hún hefir fylgt og mun fylgja, og hefir þar ekkert farið á milli mála. Get ég rakið stuttlega nokkur meginatriði hinnar yfirlýstu stefnu ríkisstjórnarinnar, sem er eftirfarandi: Stefnt sé að því, að ríkja megi jafnrétti milli aðalatvinnuvega landsmanna. Stefnt sé að því að létta tollum af vélum og hráefnum iðnaðarins, samfara því, að toll- um sé almennt aflétt til þess að veita al- menningi ódýrari vörur og betra vöruval og draga með því úr dýrtíð í landinu. f þessu sambandi hefur iðnaðinum verið heitið eðlileg- um aðlögunartíma og ráðstöfunum til að- stoðar. Haldið verði áfram að efla Iðnlánasjóð svo að iðnaðinum skapist viðunandi stofnlánaað- staða. Ríkisstjórnin hefir viljað stuðla að því, að hefjast megi í landinu nýjar atvinnugreinar á sviði iðnaðar, þar sem horfur eru á, að verð og gæði standist erlenda samkeppni, og telur þjóðhagslega mikilvægt, að slíkar atvinnu- greinar eflist, svo sem innlend stálskipasmíði samfara endurbyggingu og uppbyggingu gam- alla og úreltra dráttarbrauta. Stefnt hefur verið að þvi að stórefla rann- sóknarstofnanir í þágu iðnaðarins. Stefnt hefur verið að virkjun stórfljóta landsins, byggingu stórra raforkuvera, sem verði grundvöllur og orkugjafi fjölþættrar iðn- væðingar í landinu. Samhliða stórvirkjunum hefjist stóriðja í landinu. Hér hafa verið rakin nokkur meginatriði stefnu-sjónarmiða, en þess skal nú freistað að rekja í sem allra stytztu máli hvernig að einstökum atriðum hefur verið unnið. Lánsfjármálin tekið stakkaskiptum. Lánsfjármál iðnaðarins ber ef til vill oftast á góma. Það er ekkert einstakt fyrir þessa atvinnugrein, þar sem við búum í fjármagns- litlu landi. Ég hika þó ekki við að segja, að í þessum efnum hafi orðið stökkbreyting á síð- ari árum, og skal nefna eftirfarandi dæmi því til staðfestingar: Iðnlánasjóður hefir getað veitt tuttugu sinn- um meiri lán á undanförnum fjórum árum en á fjögurra ára tímabilj 1956—1959, Þá veitti hann alls um 11 milljónir króna, en á síðustu fjórum árum 224,5 milljónir króna lán. Lánveitingar Iðnlánasjóðs á sl. ári námu 76,5 millj. króna, en áætlað er, að ráðstöfunarfé Iðnlánasjóðs á þessu ári geti orðið 120—130 milljónir króna. Útlánaaukning Iðnlánasjóðs á síðustu fjórum árum nemur 710%. Innláns- aukning í Iðnaðarbanka íslands á síðustu f jórum árum nemur um 260% og aukning út- lána á sama tíma um 230% eða 57,5% að meðaltali á ári. Þetta er mikil útlánaaukning. Á sama tíma hefir iðnaðurinn haldið hlutfalli sínu í útlánum í öðrum viðskiptabönkum landsins. Samt sem áður segi ég ekki, að í þessu felist, að iðnaðurinn þyrfti ekki á að halda og væri betur kominn ef hann nyti miklu meiri útlána, bæði í stofnlánum og rekstrarfé. Þjóð, sem byggir ört og í ákafa framþróun sína, leitar að sjálfsögðu alls stað- ar eftir auknu lánsfé. Hinu má ekki halda fram, sem er öfugmæli, að veitzt hafi verið að þessari atvinnugrein með því að halda henni í lánsfjársvelti. Efling Iðnlánasjóðs. Margar breytingar hafa á síðustu tveimur árum verið gerðar á iðnlánasjóðslögunum. Stofnuð hefir verið hagræðingalánadeild við Iðnlánsjóð til þess að stuðla að framleiðni- aukningu og aðstoða iðnaðinn á aðlögunar- tímabili í sambandi við tollalækkanir og breytta viðskiptahætti. Iðnlánasióður leitar nú með lánsútboði eftir fjármagni til þessarar deildar til útlána, allt að 25 milljónum króna og mun þegar hafa tryggt sér um 15 milljónir króna, en lánsútboð sjóðsins var miðað við 25 milljónir og verður lagt kapp á að ná því marki. Lánsheimildir Iðnlánasjóðs hafa verið auknar úr 100 milljónum króna í 300 millj. króna og ríkisstjórnin hefir árlega útvegað sióðnum lánsfé og þar með aukið ráðstöfunar- fé hans. Nú í þinglokin var stofnuð ný deild við Iðnlánasjóð, veiðarfæradeild, til þess að styrkja og efla íslenzkan veiðarfæraiðnað, deildinni var látið í té stofnfé, 11,6 milljónir króna, tekjur, sem eru 1% innflutningsgjald af veiðarfærum og jafnframt er Iðnlánasjóði veitt lánsheimild, hennar vegna, allt að 10 millj. króna og ríkissjóði heimilt að ábyrgjast. Lausaskuldum iðnaðarins hefur með löggjöf verið heimilað að breyta í föst lán og er nú unnið að því. Herða þarf framkvæmd þeirrar 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.