Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Síða 62

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Síða 62
Efling landhelgisgæzlunnar. Að gæta íslenzku landhelginnar er ein þýð- ingarmesta stjórnsýsla ríkisins, enda er land- helgisgæzlan á ytra borði tákn fullveldis þess og sjálfstæðis. Eftir að við íslendingar hlutum fullveldis- viðurkenninguna 1918, var svo um samið, að Danir skyldu fyrst í stað annast gæzlu land- helginnar. En þess var skammt að bíða, að íslendingar tækju gæzlu hennar í eigin hend- ur. Fyrsta aðdraganda íslenzkrar landhelgis- gæzlu má rekja til Vestmannaeyja, en það á sínar eðlilegu skýringar. Það var þörfin á eftirliti með hinum litlu bátum og björgunar- skipi á vetrarvertíð allra veðra, sem knúði dyra. Vestmannaeyingar stofnuðu björgunar- félag Vestmannaeyja 1920 og eignaðist það björgunarskipið Þór, en ríkið leigði svo þetta skip við og við til varðgæzlu og keypti það 1926. Sama ár var Óðinn fyrsti fullsmíðaður og um mánaðamótin júní-júlí létu bæði þessi skip úr höfn til landhelgisgæzlu. Hefir því síðan verið við það miðað, að þá hefji íslenzka ríkið reglulega landhelgisgæzlu á eigin varðskipum, og var 40 ára afmælis Landhelgisgæzlunnar minnzt í blöðum og út- varpi á síðastliðnu sumri. í upphafi þings lagði ríkisstjómin fyrir Al- þingi frumvarp til laga um Landhelgisgæzlu Islands, og var það í þinglokin samþykkt sem lög frá Alþingi. Við höfum í raun og veru fram til þessa enga heildarlöggjöf átt um verksvið Landhelgisgæzlunnar, réttindi og skyldur starfsmanna hennar og önnur atriði. Framkvæmd landhelgisgæzlunnar hefir mót- azt farsællega í reyndinni og meðal annars vegna þess, að hún hefir notið forystu ágætra manna, og er ekki sízt að minnast í því sam- bandi brautryðjenda eins og skipherranna Jó- hanns P. Jónssonar, Friðriks Ólafssonar og Eiríks Kristóferssonar. Það má því segja, að tími væri til kominn að móta verksvið þessar- ar löggæzlu landsins í sérstakri heildarlöggjöf og hefur það nú verið gert. Haldið hefir verið áfram að vinna að endur- bótum við landhelgisgæzluna. Þann 12. ágúst síðastliðinn var undirritaður samningur við Álborg Værft A/S um smíði nýs varðskips á borð við Óðin, og þó heldur stærra og meira að vélaafli og búnaði. Gert hafði verið fast til- boð í skipið að upphæð 83 millj. kr. rúmlega. Eins og menn kunna að hafa lesið í fréttum blaða, var lagður kjölur nýlega að þessu skipi og er gert ráð fyrir, að það það geti verið til- búið til afhendingar í febrúar-marz næsta ár. Til athugunar er frekari endurskipulagning á fyrirkomulagi landhelgisgæzlunnar. Góð raun hefir þegar fengizt af notkun hinnar litlu þyrlu „Eir,“ en hins vegar eru uppi ráðagerðir um kaup á miklu stærri og öflugri þyrlu, sem þá gæti tekið við verkefnum hinna minni skipa og eldri, sem nú eru í þjónustu landhelgis- gæzlunnar. Á því fer nú fram nákvæm athug- un, hver kostnaðarmunur mundi vera á rekstri hinna eldri skipa og nýrrar þyrlu og eins hitt, hver ætla mætti, að stofnkostnaður við kaup slíkrar þyrlu yrði, og hvað ætla mætti að sölu- andvirði hinna eldri skipa gæti orðið. Yrði þá einnig reiknað með áætluðu söluverði flugvél- arinnar SIF („Skymastervél") og rekstrar- kostnaði við hana. Þessi flugvél hefur reynzt mjög vel, en er orðin gömul og hentar því að leggja bráðlega niður rekstur hennar og selja vélina. Þegar nánari rannsókn þessa máls er lokið, mun ríkisstjórnin taka endanlega á- kvörðun um aðgerðir í þessu máli. KIRKJUMÁL. Á sviði kirkjumála er helzt að geta þeirra tilrauna, sem gerðar hafa verið til þess að koma betri og nýrri skipan á skipulag þjóð- kirkjunnar, ef svo mætti segja, sem teljast verður orðið nokkuð úrelt og fullnægir ekki þeim kröfum, sem gera verður til starfsmögu- leika þeirrar þjóðkirkju, sem á samkvæmt á- kvæðum stjórnarskrár lýðveldisins að njóta stuðnings ríkisvaldsins. Ný prestakallaskipan. Þann 23. apríl 1965 skipaði ég fimm manna nefnd til þess að endurskoða skipan presta- kalla og prófastdæma, og var nefndinni mark- að starfssvið í erindisbréfi á eftirfarandi hátt: „Verkefni nefndarinnar er að athuga, hvort þörf er á að breyta þeirri prestakalla- skipan, sem nú er ákveðin í lögum, og ef hún telur slíka þörf fyrir hendi að gera rökstudd- ar og sundurliðaðar tillögur um nauðsynlegar breytingar. Nefndin skal hafa í huga þau meginsjónar- mið, að starf hinnar íslenzku þjóðkirkju nái til landsmanna allra, þannig að enginn maður verði afskiptur að því er varðar kirkjulega 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.