Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 66
tntina, en hinn hái byggíngarkostnaður hefur að
sjálfsögðu verið eitt af okkar miklu vanda-
málum á undanförnum árum. Það er hins
vegar alveg fráleitt að sakast við opinber
stjórnvöld á því sviði. Einstaklingarnir verða
að gera sér grein fyrir, að á þeim hvílir ekki
sízt þungi ábyrgðarinnar. Þeir hafa sjálfir
gert kröfu til þess að byggja stórar íbúðir,
oft mjög íburðarmiklar íbúðir, með öðrum
orðum tæplega sézt fyrir og liggur í augum
uppi, að byggingarkostnaður við slíkar íbúðir
er að sjálfsögðu hár.
Á árinu 1965 var húsnæðismálastjórn enn-
fremur heimilað að veita sveitarfélögum og
Öryrkjabandalagi Islands lán til byggingar
leiguhúsnæðis í kaupstöðum og kauptúnum.
Lánsfjárhæð á hverja íbúð af þessu tagi má
vera allt að % hlutum verðmætis íbúðar. Ung
hjón og aldrað fólk skal að öðru jöfnu sitja
fyrir um húsnæði í leiguíbúðum þessum.
Rannsókn á byggingarkostnaði.
Rannsóknir og athuganir fara nú fram á
því, hver byggingarkostnaður er hér á landi
til samanburðar við byggingarkostnað erlend-
is, og er til þess ætlazt, að athugun geti stuðl-
að að niðurfærslu byggingarkostnaðarins. Sér-
stök nefnd, sem iðnðarmálaráðherra skipaði,
vinnur að þessu verkefni, en jafnframt er það
að staðaldri verkefni Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins að vinna að endurbótum
í byggingariðnaði og lækkun kostnaðar við
mannvirk j agerð.
Veðlánakerfið verðugur aflvaki.
Við skulum hafa í huga eftirfarandi:
Sjálfstæðismenn höfðu forustu um að leggja
grundvöllinn að stofnun hins almenna veð-
lánakerfis.
Þessu veðlánakerfi hefur nú vaxið veru-
lega fiskur um hrygg á undanförnum árum í
stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Al-
þýðuflokksins og náð hefur verið á stundum
því höfuðtakmarki, að nægjanlegt fjármagn
væri fyrir hendi hjá húsnæðismálastjórn til
þess að veita öllum lán, sem um þau sækja
og uppfylla þau skilyrði, sem sett eru.
Það er svo rétt, að skórinn kreppir víðar
en í þessum málum, bæði hjá einstaklingum og
fjölskyldum, og verður að vinna stöðugt og
markvisst að umbótum á sviði húsnæðismál-
anna bæði í sambandi við tækniieg atriði og
fjáröflun. En þess er þó að minnast, að miklu
meira er það áberandi í augum þeirra útlendu
manna, sem hingað koma til landsins, hversu
mikið hefur verið byggt á fslandi á undan-
förnum árum, en hitt, að húsnæðisskorturinn
hrjái fólkið. Og víst er um það, að á árabili
viðreisnarstjórnarinnar frá '1960 og fram til
þessa hefur verið byggt langtum meira hús-
næði en svarar til þess, að byggt væri fyrir
þá fólksfjölgun, sem orðið hefur á sama tíma.
En kröfur manna hafa vaxið til íbúðarstærð-
anna, svo að það hefur orðið lengra í land að
fullnægja þörfinni, og að sjálfsögðu gengur
alltaf nokkuð úr sér af gömlu og óviðunandi
húsnæði.
Fjölskrúðug löggjöf einkennir viðreisnartímann.
Það hefur stundum mátt heyra það úr her-
búðum stjórnarandstæðinga, að ríkisstjórnin
og stjórnarliðið sé þreytt og úrræðalaust, það
vanti forustu.
Hér er ekki tími til þess að tíunda mjög
umfangsmikla og blómlega löggjöf undanfar-
inna ára, sem vissulega vitnar um rösklegt
forustuhlutverk viðreisnarstjórnarinnar og
stuðningsliðs hennar. En nokkuð vil ég þó
nefna, sem segir sína sögu.
Verzlunin hefur verið gefin frjáls að mestu
í framhaldi löggjafar um innflutnings- og
gjaldeyrismál 1960.
011 löggjöf ríkisbankanna endurskoðuð og
samræmd.
Lög um Verzlunarbanka sett 1960 og um
Samvinnubanka 1962.
Sett lög um stofnlánasjóði allra atvinnuveg-
anna.
Sett lög um Framkvæmdasjóð Islands,
Efnahagsstofnun og Hagráð.
Lög um Atvinnujöfnunarsjóð. Lög um lána-
sjóð sveitarfélaga. Lög um Ríkisábyrgðasjóð.
Lög um Tækniskóla Islands.
Lög um iðnfræðslu.
Lög um lánasjóð námsmanna, um Hand-
ritastofnun og Listasafn fslands.
Ný sjúkrahúslög 1964.
Ný læknaskipunarlög 1965.
Hjúkrunarlög og lög um ljósmæður og að-
stoð við vangefið fólk og fávitastofnanir.
Lög um ferðamál 1964, með stofnun Ferða-
málasjóðs.
Ný vegalög 1963. Vegasjóður.
64