Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 69
Ræða Ingólfs Jónssonar, landbúnaðarráðherra
Stefnan er að vinna í anda heilbrigðs
samstarfs og útiloka sundrung
og stéttastríð
Á síðasta aðalfundi 1965 var stjórnmála
viðhorfið rætt eins og venjulega hefur verið
gert á landsfundum Sjálfstæðisflokksins. Ekki
væri óeðlilegt, að þessi fundur mótaðist nokkuð
af því að kjörtímabilinu er nú að ljúka og að
gengið verður til kosninga eftir fáar vikur.
Eftir 7% árs stjórnarforustu Sjálfstæðis-
manna er sjálfsagt, að menn geri sér grein
fyrir þróun mála á þessu tímabili. Formaður
flokksins, Bjarni Benediktsson forsætisráð-
herra og Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra,
gerðu rækilega grein fyrir því helzta í ítar-
legum ræðum. Munu þeir, sem á hlýddu, vera
mun fróðari um það mikla hlutverk, sem Sjálf-
stæðismenn hafa gegnt í viðreisninni und-
anfarin ár. Uppbygging atvinnuveganna og
viðreisn efnahagslífsins hefur verið höfuðverk-
efni ríkisstjórnarinnar. Fyrir átta árum var
efnahagur þjóðarinnar mjög bágborinn eftir
viðskilnað vinstri stjórnarinnar. Gjaldeyris-
skuldir hlóðust upp, gjaldmiðillinn var verð-
laus, framleiðslan var að stöðvast og atvinnu-
tækin uppfylltu á engan hátt kröfur tímans
á tækniöld. Atvinnuöryggi vantaði, lífskjörum
almennings hrakaði. Skömmtun, höft og svart-
ur markaður var alþekkt fyrirbrigði. Hvernig
viðhorfið var í þjóðlífinu um það leyti, sem nú-
verandi ríkisstjórn tók við völdum hafa margir
gleymt. Yngstu kjósendurnir, sem nú ganga
til kosninga í fyrsta eða annað sinn, kynnt-
ust ekki af eigin raun þeim leiðindum og erfiði,
sem af gjaldeyrisskortinum og skömmtuninni
leiddi. Ætla má að allt að 30 þús. nýir kjós-
endur hafi bætzt við síðan 1959, þegar höftin
og skömmtunin voru mönnum enn í fersku
minni og má þá reikna með, að kjósendum
hafi fjölgað um allt að 15—16 þúsund. Það
skiptir miklu máli, að ungu kjósendurnir fái
réttar upplýsingar um þjóðmálin og læri af
reynslunni með því að kynna sér stjórnmála-
sögu síðari ára.
Réttindum fylgja ávallt skyldur. Með kosn-
ingaréttinum er kjósendum lögð sú skylda á
herðar að mynda sér skoðun á málefnum og
gera sér grein fyrir, hvaða stefna er farsælust
fyrir þjóðina. Reynslan er bezti skólinn og á
henni má byggja. Við Sjálfstæðismenn höfum
leitazt við að kynna stefnu okkar í ræðu og
riti og með þeim verkum, sem flokknum hefur
auðnazt að koma í framkvæmd til góðs fyrir
þjóðina. Reynslan sýnir að þegar Sjálfstæðis-
menn hafa stjórnarforustu og ráða mestu um
stjórnarstefnuna fer hagur þjóðarinnar batn-
andi.
67