Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 77
enginn viti um úrslitin fyrirfram. Við Sjálf-
stæðismenn göngum til þessara kosninga æðru-
laust og erum reiðubúnir að hlíta þeim dómi,
sem þjóðin fellir yfir verkum okkar. Það, sem
við viljum leggja áherzlu á er það að þjóðin
geri sér grein fyrir um hvað er kosið. Geri
sér ljóst að kosningaréttinum fylgir mikil
ábyrgð og að heill og hamingja Islands getur
verið undir kosningaúrslitunum komin. Það
er mikils um vert ekki aðeins að viðhalda því
sem áunnizt hefur í framkvæmdum og bætt-
um lífskjörum, heldur einnig að merkið sé
dregið að hún og ný sókn hafin á framfara-
braut þjóðarinnar, menningarlega og efnalega.
Til þess að tryggja velferð þjóðarinnar í nú-
tíð og framtíð verður að byggja á traustri
undirstöðu og læra af reynslunni. Það er trú
mín að Sjálfstæðisflokkurinn sigri við þessar
kosningar ef þjóðin byggir á fenginni reynslu.
Þeir sem þekkja vinstri stjórnar ævintýrið af
reynslu eða lestri, kjósa ekki þá flokka, sem
gætu haft hug á því að endurtaka vinstri-
stjórnar tilraun.
Sjálfstæðismenn munu gera sér grein fyrir
þeim skyldum, sem þeir hafa við þjóðina.
Stærsti flokkur þjóðarinnar, flokkur allra
stétta hefur að kjörorði „stétt með stétt“.
Stefnan er að vinna í anda heilbrigðs sam-
starfs og útiloka sundrung og stéttastríð. Þessi
landsfundur er mjög fjölmennur. Hér er sam-
an kominn samstilltur hópur áhugamanna með
þá hugsjón að vinna þjóðinni gagn. Við vitum
að við vinnum þjóðinni bezt gagn með því að
efia Sjálfstæðisflokkinn. Við vitum að Sjálf-
stæðisflokkurinn er brjóstvörn gegn upplausn
og sundrung, vörn gegn öllu, sem er óþjóðlegt
og hindrar farsæla uppbyggingu þjóðfélags-
ins. Við munum því við þessar kosningar leggja
okkur fram og stuðla að því að sem flestir
Islendingar kjósi Sjálfstæðisflokkinn. Sjálf-
stæðismenn, konur og karlar, fram til sóknar.
Gerum skyldu okkar við fósturjörðina, vinn-
um öll það sem við getum að sigri Sjálfstæðis-
flokksins við í hönd farandi kosningar.
75