Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 80

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 80
Eftir að skattvísitalan var lögfest, hafa kröfur um frekari lækkun beinna skatta heldur ekki verið á dagskrá síðustu árin. Hins vegar hefur athygli manna meir beinzt að innheimtu- kerfinu, og hefur mikill áhugi verið á að koma á staðgreiðslukerfi skatta. Ríkisstjórnin lýsti því yfir, haustið 1965, að hún mundi beita sér fyrir því að innleiða staðgreiðslukerfi á árinu 1967. Hefur markvisst síðan verið unnið að athugun þessa máls, en komið í ljós, að málið er miklum mun umfangsmeira og flókn- ara en menn höfðu gert sér grein fyrir. Itar- leg rannsókn hefur þegar farið fram, og Al- þingi hefur ákveðið, að tillögu ríkisstjórnar- innar, að halda áfram athugun málsins, þá einkanlega með þeim hætti að hefja viðræður við samtök sveitarstjórna og þá aðila vinnu- markaðarins, sem framkvæmdin helzt varðar. Er ljóst, að gerbylta þarf núverandi kerfi opinberra gjalda, sem er alltof flókið og marg- þætt, ef staðgreiðslukerfið á að geta skilað nauðsynlegum árangri og verða ekki óhæfilega dýrt í framkvæmd. Málið er svo umfangsmikið, að ég get ekki gert því frekari skil hér, en athugað verður til hlitar, hvort ekki sé hægt að finna viðunandi kerfi, því að vissulega væri það af mörgum ástæðum æskilegt að hægt væri að innheimta opinber gjöld af tekjum jafnóðum og þær falla til. Umbætur í tollakerfinu. Tollakerfið þarfnaðist ekki síður gagngerra umbóta en skattakerfið, því að tollar höfðu ver- ið hækkaðir til tekjuöflunar kerfislaust, og hin- ir frjálsari viðskiptahættir og heilbrigð efna- hagsþróun kröfðust þess, að tollakerfið í heild væri tekið til endurskoðunar. Tollar á mörgum vörum voru hér miklum mun hærri en þekkt- ust í nokkru nálægu landi, komust yfir 306% og leiddi þetta m. a. af sér stórfelld smygl á ýmsum vörutegundum. Var því hafizt handa um verulega lækkun hátolla 1961, en mesta breytingin á tollakerfinu var þó gerð 1963, þegar tollakerfið í heild var endurskoðað og Briissel-tollskráin svokallaða lögfest. Síðarhafa ýmsar frekari lagfæringar verið gerðar, m. a. lækkun vélatolla vegna framleiðslunnar og tollabreytingar til að stuðla að lækkun bygg- ingakostnaðar. Hefur við þessa breytingu kom- izt á samræming í tollaflokkun hinna ýmsu vörutegunda við tollflokkun þeirra í helztu viðskiptalöndum okkar, til mikils hagræðis fyrir alla aðila. Lækkun hátollanna hefur einn- ig leitt til þess, að mjög hefur dregið úr smygli, en hins vegar hefur vaxandi ferðamanna- straumur til útlanda skapað nýjan vanda, því að vegna þeirra háu tolla, sem hér eru enn á mörgum vörum, er freistingin rík til þess að kaupa ýmsar vörur erlendis, ekki sízt fatnað, og veldur þetta miklum vanda. Mikil frekari lækkun tolla er hins vegar erfið af tveim ástæðum, annars vegar eru aðflutningsgjöldin mjög stór liður í tekjum ríkissjóðs og hins veg- ar verður ekki hjá því komizt að gera sér grein fyrir aðstöðu íslenzks iðnaðar. Því mið- ur hefur ýmiss konar iðnaður beinlínis þróazt í skjóli tollverndar, og almennt hefur iðnaður- inn notið það mikillar tollverndar, að starf- semi hans hefur óhjákvæmilega markazt að meira eða minna leyti af þessari aðstöðu. Veruleg lækkun tolla á samkeppnisvöru við is- lenzkan iðnað gerir því óhjávæmilegar marg- víslegar ráðstafanir iðnaðinum til aðstoðar, og hefur verulegt átak verið í þeim efnum gert síðustu árin, svo sem iðnaðarmálaráðherra hefur þegar gert fundinum grein fyrir. Að því þarf að sjálfsögðu að stefna, að íslenzkur iðnaður geti á sem flestum sviðum verið sam- keppnisfær við erlendan iðnvarning, því að það er mikilvægur þáttur í því, að Islendingar geti búið við sömu lífskjör og iðnaðarþjóðim- ar. Leggja þarf einnig sérstaka rækt við að efla nýjar iðngreinar, því að iðnaðurinn hlýt- ur að verða að taka við verulegum hluta af fólksfjölgun þjóðarinnar næsta áratuginn a. m. k. Það þarf því að gefa alveg sérstakan gaum að starfsaðstöðu iðnaðarins og þróun hans. A síðastliðnu ári var skipuð nefnd sér- fræðinga til þess að gera um það áætlun, hversu lækka mætti aðflutningsgjöld um 50% næstu 5 árin. Var nefndinni falið að gera sér grein fyrir því tvennu, hversu bæta mætti rík- issjóði hinn mikla tekjumissi af slíkum að- gerðum og hversu tryggja mætti iðnaðinum viðhlítandi starfsaðstöðu við svo stórfellda tollalækkun. Endanleg niðurstaða liggur ekki enn fyrir af þessari athugun, en tvenns konar rök leiða til þess, að við verðum að búa okkur undir slíkar tollalækkanir. Annars vegar er ekki, þrátt fyrir allt tollaeftirlit, auðið að koma í veg fyrir stórfelldan óeðlilegan inn- flutning tollfrjáls varnings með sivaxandi ferðamannastraumi, ef verðlag er mjög mis- munandi hér á landi og í nálægum viðskipta- 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.