Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 82

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 82
 auðvitað að greiða starfsmönnum sínum laun, og hefur stjórnarandstaðan ekki sparað að láta í ljós þá skoðun sína, að óhæfilega illa sé búið að opinberum starfsmönnum varð- andi launakjör. A þessu tímabili hefur þó orð- ið mjög stórfelld hækkun á launum opinberra starfsmanna, einkum með úrskurði Kjaradóms frá 1963, sem má segja, að hafi verið nauðsyn- leg lagfæring, en olli þó verulegum óróa og beinlínis kauphækkunum á öðrum sviðum vinnumarkaðarins. Þótt mikil lagfæring væri þá gerð, einkum á launum sérmenntaðra manna, þá er því miður aftur að stefna í þá átt, að torvelt er að fá sérmenntaða menn í ýmsum greinum til starfa hjá ríkinu. Er nú í samvinnu við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja unnið að kerfisbundnu starfsmati til þess að reyna að finna raunhæfari grundvöll fyrir skipun opinberra starfsmanna í launa- flokka og er þar um mjög mikilvægt úrlausn- arefni að ræða, sem vissulega væri þörf á að taka sömu tökum á öðrum sviðum vinnumark- aðarins í þjóðfélaginu til þess að reyna að uppræta þar hinar sífelldu deilur milli ein- stakra starfsstétta um launahlutföll. I þjóðhagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 1965 er að finna margvíslegar upplýsingar varðandi álögur og útgjöld hinna ýmsu þjóða á árinu 1964. Ég hefi áður skýrt frá því, að beinir skattar á Islandi til ríkis og sveitar- félaga, séu mun lægri en í öllum hinum svo- kölluðu háþróuðu iðnaðarlöndum. Þeir voru 1964 8,7% af vergri þjóðarframleiðslu hér á landi, en í Bandaríkjunum á sama ári 17,7%, Bretlandi 15,1%, Vestur-Þýzkalandi 20,7%, Hlollandi 22,9% og SVíþjóð 24%. Óbeinir skattar voru að vísu verulega hærri hér en í þessum löndum. En tekjur hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga voru þó samtals ekki nema 29,2% af þjóðarframleiðslu á Islandi, en voru á sama tíma 41% í Svíþjóð, 37% i Noregi, 37% í Þýzkalandi, 38% í Frakklandi, 31% í Bret- landi og 27% í Bandaríkjunum. Vilji menn svara því til, sem oft er gert, að útgjöld vegna landvarna skýri mismuninn á fjárþörf þessara ríkja og Islands, þá er því til að svara, að út- gjöld þessara þjóða til landvarna, að undan- skildum Bandaríkjunum og Bretlandi, eru mun lægri en rekstrarstyrkir okkar til atvinnuveg- anna. Verður af þessu naumast dregin önnur ályktun en sú, að hluti sá, sem ríki og sveitar- félög hér á íslandi taka til sín af þjóðartekjum, sé síður en svo óeðlilega mikill miðað við önnur sambærileg lönd. Betri hagnýting fjárins. Lögð hefur verið áherzla á það síðustu ár- in að finna leiðir til þess að hagnýta sem bezt það fé, sem hverju sinni er til ráðstöfunar á vegum ríkisins, bæði í sambandi við reksturs- kostnað ríkisstofnana og til almennra fram- kvæmda. Sett hafa verið ný lög um gerð rikis- reiknings og fjárlaga, sem á að leggja grund- völl að traustara eftirliti með reikningshaldi og rekstri hinna einstöku ríkisstofnana. Og á síðastliðnu ári ákvað ríkisstjórnin að stofna sérstaka fjárlaga- og hagsýsludeild í fjármála- ráðuneytinu undir yfirstjórn hagsýslustjóra ríkisins. Hefur reynslan, þennan stutta tíma, þegar sannað, að þar var um mjög tímabæra ráðstöfun að ræða, og er þegar orðinn fjárhags- lega mjög jákvæður árangur af starfsemi þess- arar deildar. Nýlega var lagt fyrir Alþingi, af hálfu ríkisstjórnarinnar, frumvarp um eftirlit með opinberum framkvæmdum. Tcl ég mikla ástæðu til að ætla, að auðið verði með slíku eftirliti að tryggja mun betri hagnýtingu ríkisfjár, í sambandi við ýmiss konar mann- virkjagerð, en áður hefur verið. Ekki sízt með því að tryggja að ekki sé ráðizt í framkvæmd- ir, án þess að allur nauðsynlegur undirbúning- ur sé fyrir hendi, og jafnframt séð fyrir fjár- magni, þannig að hægt sé að koma við út- boði verka og hagkvæmari framkvæmd þeirra, en þegar mannvirki eru óeðlilega lengi í smíðum. Þá hefur jafnframt verið undirbúin í fjármálaráðuneytinu heildarlöggjöf um em- bættisbústaði, sem þó því miður vannst ekki tími til að leggja fyrir Alþingi í þetta sinn. Jafnframt er tilbúið frumvarp til nýrrar heild- arlöggjafar um tollheimtu og tollaeftirlit, sem felur í sér mörg umbótaákvæði, er eiga að geta stuðlað að skjótari og traustari tollgæzlu og tollinnheimtu og um leið geta verið innflytj- endum til hagsbóta á öðrum sviðum. Þetta frumvarp verður einnig að bíða til haustþings- ins, en hér er um mikilvægt mál að ræða, sem ég vona að hver, sem þá gegnir embætti fjár- málaráðherra, telji æskilegt, að Alþingi fái til meðferðar. Vaxandi framlög til verklegra framkvæmd’!. Stjórnarandstæðingar hafa mjög haldið því á lofti, að jafnhliða stórauknum útgjöldum 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.