Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Page 83
ríkissjóðs hafi dregið mjög verulega úr fram-
lögum ríkisins til verklegra framkvæmda. Út-
gjaldahækkun ríkissjóðs undanfarin ár stafar
fyrst og fremst af auknum tilkostnaði vegna
hækkunar verðlags og kaupgjalds auk ýmissa
annarra útgjaldaliða, sem óhj ákvæmilega
hækka stórlega ár frá ári vegna fólksfjölgun-
ar í landinu. Gefur því auga leið, að ekki er
hægt að ætlazt til að framlög ríkisins til verk-
legra framkvæmda og allra útgjaldaliða hækki
hlutfallslega jafnmikið, því að þá hefðu útgjöld
ríkissjóðs orðið gersamlega óviðráðanleg. Þá
er þess og að gæta, að undanfarin ár hefur,
vegna stórvaxandi framkvæmda einstaklinga
og félagasamtaka, skapazt slíkt þensluástand
í þjóðfélaginu, að það hefur ógnað mjög efna-
hagslegu jafnvægi og beinlínis gert það nauð-
synlegt, að opinberir aðilar drægju nokkuð við
sig framkvæmdir til þess að keppa ekki óeðli-
lega við atvinnuvegina um vinnuafl. Er hér
um sjálfsögð búhyggindi að ræða, því að eðli-
legt er að auka heldur framkvæmdir á vegum
opinberra aðila, þegar samdráttur verður í
atvinnulífinu á öðrum sviðum. Engu að síður
fer því víðs fjarri, að samdráttur hafi orðið í
framlögum ríkisins til verklegra framkvæmda
á undanförnum árum, þótt almennur niður-
skurður fjárveitinga til þeirra væri fram-
kvæmdur á árinu 1965 vegna slæmrar fjár-
hagsafkomu ríkissjóðs það ár og nú í ár hafi
orðið að afturkalla þá hækkun, sem fyrirhuguð
var í fjárlögum ársins. Framlög til verklegra
framkvæmda hafa vaxið á öllum sviðum und-
anfarin ár, að vísu mismunandi mikið en með-
alhækkun fjárframlaga ríkisins til allra greina
verklegra framkvæmda frá framlögum árs-
ins 1958 er um 128%. Fer því þess vegna víðs-
fjarri að um stöðnun hafi verið að ræða á
þessu sviði, þótt efnahagsþróunin hafi af eðli-
legum ástæðum gert aðhald nauðsynlegt.
Fjármál sveitarfélaga.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð lagt á-
herzlu á nauðsyn þess að efla sveitarfélögin
og tryggja fjárhag þeirra. Breyttir tímar sýn-
ast gera nauðsynlegt að endurskoða núverandi
skipan sveitarfélaganna í því skyni að fá
stærri og traustari fjárhagsheildir. Þetta er
vandamál, sem ekki verður leyst nema með
samkomulagi sveitarfélaganna sjálfra. Þá
hníga mörg rök að því að endurskoða verka-
skiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.
Á undanförnum árum hafa margar ráðstaf-
anir verið gerðar sveitarfélögunum til hags-
bóta. Mikilvægasta aðgerðin til að treysta fjár-
hag þeirra var tvímælalaust sú að gefa sveit-
arfélögunum vissa hlutdeild í tolltekjum og
söluskatti, sem eru aðaltekjustofnar ríkissjóðs.
Er áætlað að sá tekjustofn gefi sveitarfélög-
unum um 200 millj. kr. í ár. Þegar þess er
minnzt, að Eysteinn Jónsson hótaði á sínum
tima að segja af sér f j ármálaráðherraembætti
ef sveitarfélögin fengju hluta af söluskatti, þá
verða næsta kátbrosleg hneykslunaryrði Fram-
sóknarmanna yfir því, að vegna verðstöðvun-
arútgjalda hafi menn jafnhliða lækkun á fjár-
festingarútgjöldum ríkissjóðs neyðzt til að
skerða í þetta sinn umframtekjur jöfnunar-
sjóðs á síðastliðnu ári. Þá hafa hin nýju vega-
lög létt mjög undir með sveitarfélögunum bæði
í sambandi við sýsluvegasjóðina og gatnagerð
í kaupstöðum og kauptúnum, en á því sviði
var ekki áður um neina aðstoð að ræða. Þá
hefur verið lögð mikil rækt við að koma í
fast horf greiðslum ríkissjóðs vegna sam-
eiginlegra framkvæmda ríkis og sveitarfélaga.
Síðasta átakið í því efni er hin nýja skólakostn-
aðarlöggjöf, sem bætir mjög aðstöðu strjálbýl-
isins til að sameinast um heimavistarskóla,
þar eð ríkissjóður greiðir hér eftir allan kostn-
að við byggingu heimavista. Jafnframt ákveða
lögin miklu hraðari greiðslu kostnaðarhluta
ríkissjóðs í skólabyggingum almennt, þar eð
skylt er að greiða framlagið jafnóðum og bygg-
ingu miðar áfram. Á þetta í senn að geta gert
byggingarnar ódýrari og verið sveitarfélögun-
um til mikilla þæginda. Sett hafa verið lög
er skylda ríkið til að greiða kostnaðarhluta
sinn í sjúkrahúsabyggingum á tilteknu árabili,
en líklegt er, að þau ákvæði þurfi að taka til
frekari endurskoðunar. Þá má loks geta lög-
gjafarinnar um lánasjóð sveitarfélaga, sem nú
er að hefja starfsemi sína og er þegar á fyrsta
ári ætlað nokkurt fé til þess sjóðs úr fram-
kvæmdasjóði.
Hafnargerðirnar eru meðal erfiðustu við-
fangsefna margra sveitarfélaga. Til þeirra
framkvæmda á ríkissjóður vangoldnar veru-
legar fjárhæðir, en engu að síður hefur ríkis-
valdið einnig á þessu sviði veitt sveitarfélög-
unum síðustu árin mjög aukna aðstoð, þar eð
hafnargerðirnar hafa verið teknar inn í fram-
kvæmdaáætlun ríkisins sjálfs og fjár til þeirra
aflað innan ramma fjáröflunaráætlunar ríkis-
81