Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 84

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Qupperneq 84
stjórnarinnar. Hefur þetta ekki sízt haft mikla þýðingu fyrir hin minni sveitarfélög, sem oft hafa átt í miklum erfiðleikum með fjáröflun til hafnargerða sinna. Það hefur lengi verið ljóst, að nauðsyn- legar hafnargerðir væru mörgum sveitarfélög- um algerlega ofviða nema til kæmi aukin að- stoð ríkissjóðs. Hefur afleiðingin orðið sú, að vanskilaskuldir hafa í verulegum mæli fallið á ríkisábyrgðasjóð. Er slíkt ástand óviðunandi og raunar niðurdrepandi fyrir viðkomandi sveit- arstjórnir. Með nýsettum hafnarlögum er stórt spor stigið til lagfæringar á þessu ástandi, þar sem kostnaðarhluti ríkissjóðs í hinum erfiðari hafnargerðum er aukinn mjög verulega og hafnabótasjóður jafnframt efldur í því skyni að geta hlaupið undir bagga í sérstökum erfið- leikum, þótt því miður næðist ekki samstaða um að tryggja hafnabótasjóði þann tekjuauka, er frumvarpið gerði ráð fyrir. Ætti með þessum umbótum að vera auðið að uppræta vanskilin á ríkisábyrgðalánunum. Veittar eru árlega ríkisábyrgðir í stórum stíl til að greiða fyrir fjáröflun til margvís- legra þjóðnytjaframkvæmda. Því miður voru ríkisábyrgðir oft veittar af lítilli varfærni og þess hugsunarháttar var mjög farið að gæta að ekkert væri við það að athuga að láta skuldina lenda á ríkissjóði. Enda var afleið- ingin orðin sú, að fyrir nokkrum árum voru útgjöld ríkissjóðs vegna ríkisábyrgða komin yfir 100 millj. króna árlega og hækkuðu geig- vænlega ár frá ári. Varð auðvitað að inn- heimta þetta fé af skattborgurunum. Með lög- unum um ríkisábyrgðir og ríkisábyrgðasjóð var stigið heillaspor til úrbóta á þessu sviði, enda hefur ástandið í þessum efnum nú batnað ár frá ári þannig að hrein útgjöld ríkissjóðs vegna ríkisábyrgða urðu ekki nema 35 millj. á sl. ári Auðvitað snerust Framsóknarmenn hatrammlega gegn þessum ráðstöfunum, enda höfðu þeir manna mest átt sök á óreiðunni, þótt þeir nú, er þeir sjá hinn góða árangur breyttra starfshátta, hafi gersamlega snúið við blaðinu og reyni að ásaka ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki nógu rösklega fram í innheimtu ríkisábyrgðavanskila. Framkvæmdaáætlanir, — nýtt spor í stjórn efnahagsmála. Með gerð framkvæmdaáætlana er stigið nýtt spor í stjórn íslenzkra efnahagsmála. Fyrsta 82 framkvæmdaáætlun var gerð 1962 og var til fjögurra ára sem rammaáætlun, en síðan hef- ur árlega verið fyllt út í þann ramma með sérstakri framkvæmdaáætlun fyrir hvert ár. Þetta áætlunartímabil er nú liðið og hefi ég gert á Alþingi mjög rækilega grein fyrir nið- urstöðum þessa tímabils varðandi framkvæmd- ir, og það væri allt of langt mál hér að fara að gera framkvæmdaáætlunina að umræðuefni. Unnið er að undirbúningi framkvæmdaáætl- unar fyrir næstu fjögur ár. Þykir eðlilegt, að það falli í hlut væntanlegrar ríkisstjórnar að binda endahnútinn á þá áætlun, og var því valinn sá kostur að gera sérstaka áætlun fyrir árið 1967, og hefur sú áætlun þegar verið á- kveðin og grein fyrir henni gerð. Til þess að það valdi ekki misskilningi, þá er nauðsynlegt að leggja á það ríka áherzlu, að þessi áætlun- argerð á ekkert skylt við sósíalisma, heldur er þar annars vegar um að ræða fjáröflun til opinberra sjóða, sem fyrst og fremst veita stofnlán til uppbyggingar atvinnuveganna og hins vegar fjáröflun til einstakra framkvæmda á vegum ríkisins, sem eðli málsins samkvæmt eru á þess vegum, en ekki er af ýmsum ástæð- um auðið eða eðlilegt að verja sama ár fé til að fullu úr ríkissjóði. Þessi vinnubrögð hafa reynzt mjög vel og er nauðsynlegt að útfæra þessa áætlunargerð meira, þannig að hún nái einnig til framkvæmda sveitarfélaganna. Enn- fremur þyrfti að vera auðið að gera sér grein fyrir fjárfestingarfyrirætlunum einkaaðila. Að vísu er þetta gert að töluverðu leyti í sam- bandi við fjárfestingalánasjóðina, en þó er alltaf töluvert af framkvæmdum, sem liggja utan þeirra ramma. Er æskilegt að geta fyrir- fram fylgzt sem allra bezt með fjárfestingar- framkvæmdum til þess að geta í tæka tíð hafizt handa, ef um ofþenslu virðist ætla að verða að ræða. Okkur er sagt af hálfu Framsóknar- manna, að eitt meginatriðið í hinni leiðinni sé, að það eigi að raða framkvæmdum, en þó án þess að taka upp höft. Með framkvæmda- áætlanagerð ríkisins og starfi Efnahagsstofn- unarinnar er í fyrsta sinn gerð kerfisbundin tilraun til þess að gera sér grein fyrir fram- kvæmdum í þjóðfélaginu fyrirfram og með sér- stökum fjáröflunaraðgerðum að stuðla að því, að þær framkvæmdir sitji fyrir um fjármagn, sem brýnust nauðsyn er að komist í fram- kvæmd. Eigi að útfæra þessa röðun fram- kvæmda lengra en gert hefur verið í tið núver-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.