Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 90

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Side 90
kjaraskerðingu, sem tollmúrar efnahagsbanda- laganna geta valdið, ef ekki tekst að ná við- hlítandi samkomulagi við þau. Góðir landsfundarfulltrúar, þið eigið miklu hlutverki að gegna á næstu vikum og mán- uðum, að vara þjóðina við og stuðla að því, að hún misstígi sig ekki, því að hér er allt of mikið í húfi. Annars vegar er um að velja efnahagsmálastefnu, sem hefur lagt grundvöll á síðustu árum að meiri framförum en áður hafa þekkzt í okkar litla þjóðfélagi, hins vegar er alger þokuboðskapur og ringulreið, sem birtist í hinum kynlegustu myndum. Að veita slíkum mönnum forustuna hlýtur að leiða til stjórnmálalegs öngþveitis í landinu. A síð- ustu árum hefur ekki aðeins tekizt að stuðla að meiri framkvæmdum og framförum í land- inu, efnahagslegum og menningarlegum, en nokkru sinni fyrr, heldur hefur það ekki minni þýðingu, að það hefur tekizt að vinna að meiri skilningi milli þjóðfélagsstéttanna, meiri friði í þjóðfélaginu en þekkst hefur áður. Auðvitað eru menn óánægðir með eitt og ann- að, svo sem ætið verður. En þegar um það er að ræða að velja sér stjórnmálaforustu og stjórnarstefnu, þá verða menn að greina aðalatriðið frá aukaatriðum, kjarnann frá hisminu. Það er meginstefnan, sem um er kosið, og ég er þeirrar skoðunar, að Sjálfstæð- ismenn geti kinnroðalaust gengið fram fyrir dóm þjóðarinnar við þessar kosningar og beð- ið um traust á grundvelli stefnu sinnar og verka til þess að leiða þjóðina áfram í þeirri framfarasókn til aukinnar menningar, þroska og velmegunar, sem hún hefur gengið svo rösklega síðustu árin. Frelsi, friður og ein- hugur milli einstaklinga og þjóðfélagsstétta, heiðarleiki, réttsýni og drengskapur eru stærstu leiðarljósin við þann veg, sem við viljum ganga. Hamingja og hagsæld íslenzku þjóðarinnar er því háð, að hún vilji velja þá leið. 88

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.