Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2023, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 25.03.2023, Qupperneq 6
Algengt er að kettir, bæði heimiliskettir og villtir, lendi í minkagildrum og drepist. Engin viðurlög eru við því að sinna gildrunum illa. kristinnhaukur@frettabladid.is dýravernd Beikon, einn elsti kött- ur landsins, festist í minkagildru og lifði af. Þetta kemur fram hjá dýraathvarfinu Kattholti, þar sem Beikon bjó til ársins 2003. Hann er talinn fæddur í kringum aldamót, sem gerir hann um 23 ára gamlan en kettir lifa vanalega aðeins til um 14 ára aldurs. Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts, segir athvarfið fordæma notkun minkagildra sem kettir hafa lent í og slasast eða dáið. Sumar gildrurnar eru ólöglegar, jafnvel heimagerðar, og hættulegar öðrum dýrum og jafnvel börnum. Hanna nefnir að minkagildrur hafi verið settar upp við Snarfara- höfn, smábátahöfnina við Voga- byggð í Reykjavík. „Þeir deyja og þeim er hent í sjóinn,“ segir Hanna. Samtökin Villikettir vöruðu við gildrunum í haust eins og fjallað var um í fjölmiðlum. Samtökin segja algengt að kettir lendi í minka- gildrum og sjáist ei meir. „Það eru engar gildrur á svæðinu hjá okkur. Það er búið að taka þær niður og þær verða ekki meir,“ segir Haf þór Lyngberg Sigurðsson, for- maður smábátafélagsins Snarfara, spurður um gildrurnar og viðbrögð félagsins. „Um leið og við urðum varir við að gildrurnar væru þarna þá var farið í málið,“ segir hann. Steinar Rafn Beck, sérfræðingur í teymi lífríkis og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun, segir að einstaklingar þurfi leyfi frá við- komandi sveitarfélagi til að setja upp minkagildru. Flestar séu hins vegar settar út af meindýraeyðum á vegum sveitarfélaganna. Eingöngu má nota gildrur sem villidýranefnd hefur samþykkt og listaðar eru á vef Umhverfisstofn- unar. Svo sem hálsboga, fótboga, húnboga og glefsi. „Þetta eru gildrur sem drepa minkana. Þessar eru leyfðar af því að þær drepa snöggt og örugglega,“ segir Steinar. „Þetta smellur á haus- inn á þeim eða hálsinn.“ Einnig eru listaðar þær gildrur sem ekki hafa verið samþykktar, svo sem tunnugildrur, röragildrur, Sverrir og búrgildrur en þá síðast- nefndu má nota við rannsóknar- veiðar. Aðspurður hvort einhverjar reglur séu um hvar megi setja gildrur segir Steinar svo ekki vera. En leiðbeiningar fylgi yfirleitt með gildrunum. „Þú átt að ganga þannig frá gildrunum að það komist helst ekkert annað í þær en minkar,“ segir Steinar. „Það er samt alltaf hætta á að það komist einhver önnur dýr, eins og kettir og fuglar, í þær.“ Steinar segir engin viðurlög við því að ganga illa um gildrur. „Það er allur gangur á því hvernig þeir sem setja gildrurnar út sinna þeim,“ segir hann. n Verðið á gramminu er komið í allt að fjögur þúsund krónur. Þeir deyja og þeim er hent í sjóinn. Hanna Evensen, rekstrarstjóri Kattholts Beikon er fæddur um aldamótin og því kominn vel á þrítugsaldurinn. Mynd/Kattholt Einn elsti köttur landsins festist í minkagildru Kynningarfundur um matsáætlun vegna umhversáhrifa miðvikudaginn 29. mars kl. 17. Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Betri samgöngur, áformar breytingar á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Hluti af framkvæmdinni er að útfæra leið Borgarlínu milli Vogabyggðar og Stekkjarbakka. Tilgangurinn er að ea alla ferðamáta, minnka umferðartar á háannatíma og bæta umferðaröryggi. Framkvæmdirnar heyra undir Samgöngusáttmálann. Á fundinum verður væntanleg framkvæmd kynnt, sem og áherslur komandi umhversmats hennar. Til skoðunar eru lausnir fyrir útfærslu á gatnamótunum, en einnig verða skoðaðar lausnir fyrir leið Borgarlínu um gatnamótin og tengingu hennar við Vogabyggð. Auk fulltrúa Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Betri samgangna verða á fundinum fulltrúar verkfræðistofunnar EFLU, sem er ráðgja tillagnanna. Fundurinn verður í Vindheimum (salur) á 7. hæð í húsakynnum Reykjavíkurborgar í Borgartúni 14, eystri inngangur. Frekari upplýsingar er að nna á skipulag.is. Reykjanesbraut – Bústaðavegur með tilliti til Borgarlínu Reykjanesbraut Sæbraut B ús ta ða ve gu r M ik la br au t Ve st ur la nd sv eg ur B ús ta ða ve gu r BETRI SAMGÖNGUR kristinnhaukur@frettabladid.is neytendur Skortur hefur verið á kannabisefnum í landinu undan- farna mánuði og verðið þar af leið- andi hækkað. Á síðasta ári var gang- verðið á götunni á einu grammi af bæði grasi og hassi um 2.500 krónur. Samkvæmt Valgerði Rúnarsdótt- ur, yfirlækni og forstjóra Vogs, hefur verðið þokast upp í um 3.000 krónur í mælingum SÁÁ. En samkvæmt umræðunni á netinu er gangverðið komið í 4.000 krónur. Sem væri þá hækkun um 60 prósent frá því í fyrra. Verðið á hassi náði síðast 4.000 krónum árið 2017 og grasi árið 2010. „Við höfum ekki séð aukinn vanda inni á Vogi út af kannabis. En það getur verið að neyslan sé almennari fyrir það,“ segir Valgerður. Fram- leiðslan á grasi er að stórum hluta innlend en hass er frekar flutt inn. Ólíkt öðrum neysluvörum fylgja fíkniefni ekki sömu þróun verðlags- hækkana. Verðið ræðst af framboði og eftirspurn. Spurð um hvað gerist þegar skort- ur verður á einni tegund fíkniefna segir Valgerður að notendur leiti þá yfirleitt í önnur efni með svipuð áhrif. „Þegar kókaín er orðið of dýrt fer fólk í amfetamín. Kannabis er róandi efni þannig að kannski leitar fólk þá í róandi töflur,“ segir hún. n Kannabisþurrkur á landinu núna Gras er að stórum hluta innlend framleiðsla. Fréttablaðið/SteFán thorgrimur@frettabladid.is eldsvoði Garðbæingum brá í brún síðdegis í gær þegar háværar spreng- ingar urðu í nýbyggingu í Eskiási og mikill reykjarmökkur steig til him- ins vegna eldsvoða. Eldur kviknaði þar í byggingunni og er talinn hafa valdið því að gaskútar sprungu. Fjór ir slök k viliðsbílar vor u sendir á vettvang til að ráða niður- lögum eldsins. Að sögn slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins gekk slökkviaðgerðin eins og í sögu og búið var að slökkva eldinn stuttu fyrir klukkan sex. Til allrar ham- ingju sakaði engan í sprengingunni eða eldinum. n Sprengingar og eldsvoði í Garðabæ Slökkviaðgerðin gekk snurðulaust fyrir sig. Fréttablaðið/ernir 6 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 25. mARs 2023 LAUGArDAGUr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.