Fréttablaðið - 25.03.2023, Síða 10

Fréttablaðið - 25.03.2023, Síða 10
Mér finnst allt benda til þess að það sé ekki búið að vinna heima- vinnuna. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdótt- ir, þingmaður Viðreisnar Það hlýtur að vera aðalmarkmið okkar allra að ná niður verð- bólgunni og lækka vexti Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjár- laganefndar Þingkona Pírata gagn- rýnir þjóðarsátt á meðan þeir fátækustu í landinu bera þungann af verðbólgu og vaxtahækkunum. Þingmenn kalla eftir hækkun á fjár- magnstekjuskatti. helgisteinar@frettabladid.is Efnahagsmál Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, segir ábyrgðarfælni ríkja í íslensku stjórnkerfi og að margir ráðamenn neiti að bera ábyrgð á þeim mála- f lokkum sem þeir fara fyrir. Hún gagnrýnir fjármálaráðherra fyrir að láta almenning bera mestan þunga af verðbólgu og vaxtahækkunum. Fyrir seinustu kosningar, í sept- ember 2021, skrifaði Bjarni Bene- diktsson fjármálaráðherra tvær greinar undir fyrirsögnunum „Tveir kostir“ og „Stöðugleiki eða óvissu- ferð“. Þar sagði hann atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum vera atkvæði greitt ábyrgð, stöðugleika og lágum sköttum. Hann varaði við því að ný ríkisstjórn myndi koma verð- bólgu af stað og hærri afborgunum á lánum. „Nú þegar allt er komið í steik á hans vakt þá á að kalla eftir ein- hverri þjóðarsátt sem felur í sér að þjóðin eigi að sætta sig við lægri launahækkanir og rýrnandi kaup- mátt til þess að fyrirtækin og ríkasta fólkið í landinu geti haldið áfram að mokgræða á kostnað almennings,“ segir Þórhildur. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdótt- ir, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir einnig að ríkissjóður sé stanslaust rekinn í halla sama hvort efnahags- aðstæður í landinu eru góðar eða slæmar. Hún segir ekkert aðhald hafa verið verið í síðustu fjárlögum sem hafi gert bæði Seðlabankanum og almenningi lífið erfiðara. Það var einnig tilkynnt í gær- morgun að fundi fjárlaganefndar þar sem kynna átti nýja fjármála- áætlun hefði verið seinkað. Áætlað var að funda á mánudaginn eftir helgi áður en umræðan færi fram í þingsal á miðvikudaginn. „Mér finnst allt benda til þess að það sé ekki búið að vinna heima- vinnuna og nú á lokametrunum sé verið að kippa út einhverjum ein- staka fjárfestingum í staðinn fyrir að gera það sem þarf að gera, sem er að skoða ríkisreksturinn sjálfan og sjá hvar hægt sé að hagræða og skera niður,“ segir Þorbjörg. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, for- maður fjárlaganefndar, segist vona að tekið verði utan um núverandi ástand í næstu fjármálaáætlun og að farið verði í tekjuöflun og aðhald. Hún er sammála því að verðbólgan bitni mest á þeim sem minnst hafa en segir það ekki vera stefnuna að hlífa ákveðnum hópum í samfélag- inu á kostnaði annarra. „Það hlýtur að vera aðalmarkmið okkar allra að ná niður verðbólg- unni og lækka vexti í framhaldinu þannig að það komi öllum til góða,“ segir Bjarkey. Hún telur einnig að innleiða ætti þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt þannig að þeir sem hafa gríðarlegar fjármagnstekjur borgi hærri fjár- magnstekjuskatt. „Mér finnst að það eigi líka að leggja útsvar á fjár- magnstekjur. Þá myndi féð skila sér til sveitarfélaga þar sem ríku ein- Segir bjagaðar forsendur vera fyrir þjóðarsátt Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata staklingarnir eru þar að borga sér fjármagnstekjur en skila engu til sveitarfélagsins.“ Þórhildur Sunna segir að það sé löngu kominn tími á hækkun fjár- magnstekjuskatts. Á meðan verið er að beina spjótum að almenningi og mögulegum kjarabótum hafi verið metár í f jármagnstekjum. Fjár- magnstekjur af hlutabréfabraski hafi aldrei verið hærri og fyrirtæki séu mjög dugleg að greiða sér arð. „Á meðan greiðslubyrði lána og leigukostnaður eru að hækka upp úr öllu valdi þá á almenningur bara að sætta sig við lægri kauphækkanir til þess að hafa hemil á verðbólgu sem er að miklu leyti orðin til út af metgróða í verslun, hlutabréfa- braski og gróða í útgerðinni. Þá á ekki að skattleggja þessa hópa sem eiga mest heldur á að halda áfram að kalla eftir því að þjóðin sætti sig að fá minni hluta af kökunni,“ segir Þórhildur Sunna. n Þórhildur Sunna segir þjóðina virðast eiga að sætta sig við minni kaupmátt svo að fyrirtækin haldi áfram að græða. fréttablaðið/ernir Rafræn útgáfa af ferðaáætluninni Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533 olafur@frettabladid.is félagasamtök Neytendasam- tökin fögnuðu sjötíu ára afmæli í fyrradag. Afmælisdagurinn hófst með því að Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra neytendamála, og Ragnar Þór Ing- ólfsson, formaður VR, komu færandi hendi og fengu að bragða á afmælis- tertu á skrifstofu samtakanna. Gjafirnar voru af betri gerðinni. Lilja færði samtökunum fimm og hálfa milljón frá ríkinu og Ragnar Þór fjórar milljónir frá VR. Fjármunirnir verða notaðir í úttekt sem Neytendasamtökin hyggjast láta gera um trygginga- markaðinn á Íslandi, greiningu á því hvers vegna tryggingaiðgjöld eru svo miklu hærri hér á landi en í nágrannalöndum okkar og tillögur til úrbóta Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir úttektina vera nær fullfjármagnaða. Vonir standa til að önnur launþegasamtök komi með fjárstuðning fyrir því sem upp á vantar, en áætlað er að kostn- aður verði um 12 milljónir króna. „Nú getum við farið að leita til- boða í framkvæmd úttektarinnar,“ segir Breki. „Það er ánægjulegt á þessum merkisdegi íslenskra neytenda að finna fyrir þessum ríka stuðningi við neytendur frá bæði launþega- hreyfingunni og ríkinu, ekki aðeins í orði heldur líka á borði,“ undir- strikar Breki. Síðdegis í fyrradag tók síðan Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á móti fulltrúum Neytenda- samtakanna við athöfn á Bessa- stöðum. n Neytendasamtökin fengu stórgjafir Forseti Íslands og fulltrúar Neytendasam- takanna við Bessastaði. fréttablaðið/ Valli 10 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 25. mARs 2023 LAUGArDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.