Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2023, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 25.03.2023, Qupperneq 14
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 250 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Mín skoðun Gunnar Sif Sigmarsdóttir Uppskriftin hefur lengið legið fyrir. Og hún er þeirrar gerðar að ekki er hægt að rengja hana. Enda er hún samfélagslega sönnuð. Jöfnuður er affarasælastur. Og eftir því sem hann er meiri farnast þjóðunum betur. Og það á ekki einasta við um efnahagsmál og atvinnulíf, heldur hamingju og heilsufar, ofbeldi og glæpatíðni, frið og öryggi, menntun og menn- ingu – og möguleika fólks af öllu tagi til að láta styrkleikana og hæfileikana njóta sín til fulls. Þar liggur gæfan. Ójöfnuður leiðir aftur á móti aðeins til einnar niðurstöðu. Og hún felur í sér siðrof sem leiðir að lokum til klofnings í samfélaginu. Óheft auðhyggja verður á endanum meinsemd allra þjóðfélaga sem reyna hana á eigin fólki. Gildir þar einu máli hvað kapítalistarnir kvaka. Eitt meginverkefni íslenskra stjórnmála á ávallt að vera það að hlúa að jöfnuði á öllum sviðum samfélagsins. Og enda þótt því hafi farn- ast betur á því sviði en mörgum öðrum aðildar- ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, eru blikur á lofti, einkum hvað varðar ungt fólk, innflytjendur, öryrkja og langveika landsmenn, en efnahagslegar sveiflur af völdum galins gjaldmiðils leika þessa hópa hart. Á síðustu þremur áratugum hefur ójöfnuður aukist í nær öllum aðildarríkjum OECD. Innan þessara landa eru meðaltekjur ríkustu tíu pró- sentanna um 9,5 sinnum hærri en fátækustu tíu prósentanna, en munurinn var sjöfaldur fyrir tveimur áratugum. Þessi þróun sýnir að það er auðvelt að glopra niður gæfulegu samfélagi. Og það gerist stund- um án þess að nokkur taki eftir því, fyrr en full seint, að hlutdeild þeirra allra ríkustu í tekju- dreifingu stóraukist, að hlutur miðstéttarinnar skreppi saman, að æ stærri hluti þjóðarkökunn- ar fari til fjármagnseigenda í formi leigu, vaxta og arðgreiðslna. Fjármagnsflutningar af þessu tagi blasa nú við Íslendingum. Byrðar lántakenda, sem voru nægar fyrir, eru í mörgum tilvikum orðnar óbærilegar. Efnahagsstjórn landsmanna miðar nú um stundir að því að færa peninga frá þeim sem þurfa þá til þeirra sem eiga þá fyrir. Tíföld vaxtahækkun á tveimur árum í vaxta- umhverfi sem hefur ekki verið fjandsamlegra fólki í áratug virðist ekkert ætla að bíta á tíu prósenta verðbólgu, enda er hún að meginhluta innflutt og þar að auki reiknuð út með þeim fráleita hætti að hafa húsnæðisliðinn inni í menginu. Sérhver stjórnmálamaður á Íslandi á að vera meðvitaður um það sem er að gerast úti á meðal almennings á líðandi stundu. Ójöfnuðurinn hér á landi er að aukast. n Jöfnuðurinn Eitt megin- verkefni íslenskra stjórnmála á ávallt að vera það að hlúa að jöfnuði á öllum sviðum samfélags- ins. Um síðustu aldamót lagði ég stund á nám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Í þá daga var nemendum bannað að nota upplýsingar af veraldarvefnum í heimildaskyni. Þar var að sögn ekkert að finna sem hæfði sagnfræð- ingi með sjálfsvirðingu. Aldarfjórðungi síðar hefur eðli internets- ins tekið stakkaskiptum. Stafræn skjalasöfn eru nú aðgengileg í sama grautarpotti og upplýsingasíður um að jörðin sé flöt. Gagna- söfn virtra dagblaða koma upp í leitarvélum í sömu andrá og Moggabloggarar. Það er þess sem „googlar“ að greina á milli ákafa og nákvæmni, annarlegra hvata og tilrauna til hlutlægni. En kostur internetnotandans til að meta heimildir sínar kann senn að heyra sögunni til. Í vissu hvers manns Í vikunni hleypti fyrirtækið Google af stokk- unum spjallmenni sem knúið er gervigreind og svipar til ChatGPT. Tækniblaðamaður BBC sagði vonir standa til að um væri að ræða framtíð leitar á internetinu. „Í stað þess að slá inn leitarorð og þurfa svo að fletta í gegnum margar blaðsíður af hlekkjum er leitarniðurstaðan vel skrifuð efnisgrein sem er svar við spurningu.“ Árið 1961 kom út bók sem olli straum- hvörfum í heimi sagnfræðinnar. Í bókinni „What is history?“, Hvað er saga?, líkti breski sagnfræðingurinn E.H. Carr sagnfræði við fiskveiðar. Hann sagði það barnalegt að láta eins og að sagnaritun væri raunvísindaleg framsetning á staðreyndum. Staðreyndir væru fiskar á sundi í stóru og víða illfæru hafi. Fengur sagnfræðingsins sem fiskaði markaðist annars vegar af því hvar hann ákvað að kasta færi sínu, hins vegar af til- viljunum. Það er nú viðtekin hugmynd að sagnfræði sé háð túlkun sagnfræðingsins. Hvar hann ákveður að fiska mótast af viðhorfum hans, uppruna og skoðunum. Jafnframt setur skortur heimilda honum skorður. Fortíðin er að mestu horfin. „Alvöru þekking er vitneskjan um umfang eigin fáfræði,“ er haft eftir Konfúsíusi. Það er ekki vitneskja sem merkustu heimspekingar mannkyns telja til visku heldur vitund okkar um eigið þekkingarleysi. Þegar blaðamaður BBC prófaði nýjustu tækninýjung Google spurði hún spjallmennið hver tilgangur lífs- ins væri. Í stuttri ritgerð sagði spjallmennið hann vera lífsfyllingu, hamingju og sjálfsbót. Blaðamanninum fannst mikið til svarsins koma, sem hún kvað efnisþrungið og íhugult. Bill Gates sagði í vikunni gervigreind jafn- mikilvægt skref í framþróun mannkyns og borðtölvuna, veraldarvefinn og farsímann. Reynist slík spjallmenni leitartækni framtíð- arinnar verður þó ekki annað séð en að um sé að ræða afturför í mannlegri þekkingarleit. Sagnfræði er ófullkomin. Sagnfræðingur- inn er haldinn ómeðvitaðri hlutdrægni. Heimildirnar ráðast af hlutdrægni forfeðra okkar sem ákváðu hvað var þess virði að varðveita og hvað ekki. Sumt hvarf einfald- lega fyrir tilstilli tíma og tilviljana. En það er í skilningi sagnfræðinnar á eigin þekkingar- leysi sem styrkur hennar liggur. Bill Gates og blaðamaður BBC kunna að telja lipra ritgerð spjallmennis fremri þeirri óreiðu hlekkja sem leitarvél Google afhendir notendum í dag. En þeim skjátlast. Gervi- greind stundar ekki veiðar, hún stundar eldamennsku. Niðurstaðan er fallega soðið fiskflak í froðu með óskilgreindri rótargræn- metismús eins og á fínum veitingastað. En hvert er innihald réttarins? Á hverju byggja svör gervigreindarinnar? Hvaða mannlega hlutdrægni mótar þau? Það fylgir engin heimildaskrá með svari spjallmennis við spurningunni um tilgang lífsins. Mun spjallmenni sem kann svar við öllum spurningum auka þekkingu mannkyns? Lík- lega ekki. Því í vissu hvers manns er fall hans falið. n Umfang fáfræðinnar Það er ekki vitneskja sem merk- ustu heim- spekingar mannkyns telja til visku heldur vitund okkar um eigið þekk- ingarleysi. HEIMA ER BEZT MÁNUDAGA KL. 19.00 OG AFTUR KL. 21.00 14 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 25. mARs 2023 LAuGARDAGuR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.