Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 20
Það var svo um tvö- leytið um nóttina að ég vaknaði upp við hljóðin í Rikka. Það var myrkur í herberg- inu svo ég fálma eftir ljósi og næ að hringja í neyðarlínu skipsins. Þau sögðu mér að hann væri látinn. Mín fyrsta hugsun var að ég yrði að vekja strákana til að segja þeim. Í stað þess að fagna fertugsaf- mæli eiginmanns síns, Rík- harðs Arnar Steingrímssonar, um borð í skemmtiferðaskipi við Bahamaeyjar, eins og ráð- gert var, sigldi Iðunn ásamt ungum sonum þeirra tveimur frá skipinu, með eiginmann sinn og föður þeirra í líkpoka. Iðunn og Rikki, eins og hann var kallaður, kynntust í lög- reglunni þar sem bæði störf- uðu. „Ég var þá að byrja í Lögregluskólanum og í starfs- námi í Reykjavík þar sem hann var að vinna,“ rifjar hún upp um þeirra fyrstu kynni þegar hún var 22 ára og hann 26. Ástin tók fljótt völdin, þau urðu par og eignuðust synina tvo, Sigur- jón Nóa fæddan 2006 og Egil Gylfa fæddan 2009. Iðunn hætti í lögregl- unni og fór að starfa við umferðar- eftirlit hjá Vegagerðinni en Rikki varð varðstjóri. Áramótin 2015–16 var ákveðið að umferðareftirlitið færi undir lögreglu og hefði Iðunn þá þurft að flytja til Borgarness eða Selfoss. „Við tókum ákvörðun um að við vildum það ekki og var mér sagt upp þá um haustið.“ Iðunn réð sig til Frumherja sem prófdómari og lét strax vita af fyrir- hugaðri ferð fjölskyldunnar til Flór- ída. Hún hafði aðeins starfað þar í tvo mánuði þegar þau fóru í ferðina örlagaríku. Unnu ferðina í bingói „Við höfðum farið tvö í siglingu til Bahamaeyja árið áður þar sem ég vann í bingói aðra slíka ferð. Við urðum að nýta hana innan árs og Rikki hugsaði að það væri sniðugt að fara yfir afmælið hans. Við f lugum til Flórída 11. apríl 2016, fórum í siglinguna þann 18. og hann deyr aðfaranótt 21.,“ rifjar Iðunn upp. Rikki hefði fagnað fertugsaf- mæli sínu tveimur dögum síðar, eða þann 23. apríl, og sama dag hefðu þau hjón átt tveggja ára brúð- kaupsafmæli. Rikki var hraustur fjölskyldufaðir sem nýverið hafði undirgengist þolpróf vegna starfs síns og staðið sig með ágætum. „Við skemmtum okkur mjög vel í siglingunni og strákarnir elskuðu að vera á foreldrafría svæðinu þar sem við máttum ekki vera,“ segir hún og hlær en drengirnir voru sex og níu ára gamlir. Vaknaði upp við hljóðin 20. apríl hafði liðið sem eðlilegur dagur fjölskyldu í fríi og nutu þau saman kvöldverðar þar sem Rikki drakk að sögn Iðunnar hálft rauð- vínsglas og svo fengu allir sér ís áður en haldið var til káetu að sofa. „Það var svo um tvöleytið um nóttina að ég vaknaði upp við hljóðin í Rikka. Það var myrkur í herberginu svo ég fálma eftir ljósi og næ að hringja í neyðarlínu skipsins.“ Um borð var nýfarið að bjóða upp á frítt áfengi og fékk Iðunn strax þau viðbrögð við neyðarkallinu, að maðurinn hennar hlyti að vera ofurölvi. „Ég fór strax að reyna endur- lífgun og kallaði eftir hjálp. Ég náði að hringja aftur og þá fóru loks ein- hverjar bjöllur í gang.“ Drengirnir sem höfðu sofið í sama herbergi vöknuðu við lætin og voru eðlilega skelkaðir. „Það hrygldi í honum en ég lærði það síðar af félaga okkar sem er sjúkraf lutningamaður að þarna hefði hann líklega verið að fara. Ég gerði mér kannski ekki alveg grein fyrir því, maður er náttúrlega bara í panikki,“ segir Iðunn sem var sjálf sofandi þegar ósköpin dundu yfir, og illa áttuð. „Ég er búin að fara á ótal skyndi- hjálparnámskeið en það var um margt að hugsa. Ég var að reyna að kalla eftir aðstoð sem ekki kom.“ Starfsmenn gerðu ekki neitt Þegar starfsmenn komu loks að her- berginu gerðu þeir lítið gagn. „Þeir klóruðu sér bara í hausn- um, og það gerði enginn neitt. Við vorum bara tekin fram á gang og handklæði hent yfir strákana sem voru óklæddir en ég náði að hoppa í einhvern kjól.“ Gestir voru farnir að tínast fram á gang þar sem Iðunn stóð með drengina sína á meðan ekkert var farið að gera fyrir manninn hennar. „Ég kalla þá hvort einhver kunni CPR og karl úr næstu káetu gefur sig fram og fer inn að reyna fyrstu hjálp.“ Loks kom læknir að ásamt aðstoðarfólki með hjartastuðtæki en allt kom fyrir ekki. Það var ein- faldlega of seint. „Við strákarnir vorum færð í káetu á næstu hæð. Fljótlega kom þangað starfsmaður og spurði hvort Rikki notaði einhver lyf og ég spurði á móti hvort þeir hefðu fundið ein- hver lífsmörk en þau vildu ekkert segja.“ Beið frétta með synina Án allra upplýsinga sat Iðunn ein í káetunni með synina tvo og reyndi að fá þá til að sofna aftur. „Ég svaf auðvitað ekkert þessa nótt.“ Þegar synirnir voru sofnaðir kom starfsfólk skipsins að tali við Iðunni. „Þau sögðu mér að hann væri látinn. Mín fyrsta hugsun var að ég yrði að vekja strákana til að segja þeim. Þau vildu ekki að ég myndi gera það. Ég vissi ekki hvað myndi gerast í fram- haldi af þessu og fannst mikilvægt að við fengjum að sjá Rikka áður en það yrði of seint.“ Iðunn bað starfsmann að líta eftir drengjunum á meðan hún fengi að hringja heim. „Ég náði ekki í neinn, sumar- dagurinn fyrsti var hafinn á Íslandi og mamma og pabbi farin upp í sumarbústað. Ég hringdi í frænku mína sem býr á Flórída og starfar sem hjúkrunarfræðingur og spurði hana hvort ég ætti ekki að leyfa strákunum að hitta hann með mér og hún var sammála því.“ Iðunn segist viss um að það hafi verið rétt ákvörðun. „Mér finnst svo magnað að þeir hafa alltaf sofið vel, aldrei vaknað upp með martraðir eða slíkt eftir að hafa vaknað í þessum aðstæðum. Þeir hafa alltaf verið sjálfstæðir og flottir, ekki upplifað aðskilnaðar- kvíða eða slíkt. Það hefur hjálpað mér mikið hversu flottir þeir eru.“ Hlýja ókunnugra var styrkur Iðunn segist hafa reynt að útskýra sem best hún gat fyrir sonum sínum hvað hefði gerst. „Þeir einhvern veginn skildu þetta um leið,“ segir Iðunn en auðvitað hafi þeir grátið þegar þeir sáu föður sinn látinn. „En þessi sex ára fór strax fyrsta sólarhringinn að leiðrétta sig og tala um pabba sinn í þátíð: „Pabbi er rosalega … Nei, ég meina: Pabbi var rosalega …“ og þar fram eftir götun- um. Þetta fannst mér alveg magnað.“ Þakklát fyrir að við lifðum lífinu Síðasta kvöldmáltíð Rikka með sonunum tveimur um borð í skemmtiferða- skipinu, um nóttina var hann látinn. Mynd/aðsend Sigurjón og Egill við litlu flugvélina sem flutti fjölskylduna til Nassá með fjöl- skylduföðurinn í líkpoka. Mynd/aðsend Iðunn stóð uppi ein með synina tvo á ferðalagi þegar eigin- maðurinn varð bráðkvaddur. Fréttablaðið/ anton brink Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 20 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 25. mARs 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.