Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.03.2023, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 25.03.2023, Qupperneq 58
Ég hef verið að þjálfa konur í Kamerún, Kongó og á Fílabeins- ströndinni til að verða frumkvöðlar. Sjötíu prósent af öllum kakóbaunum á heims- vísu koma frá Fíla- beinsströndinni eða Gana. Axel Emmanuel Gbaou, einn fremsti súkkulaðigerðarmað- ur heims, er staddur á Íslandi. Hann ferðast nú um heiminn til að varpa ljósi á bág kjör í kakóbaunaiðnaðinum í heimalandi sínu, Fílabeins- ströndinni. arnartomas@frettabladid.is „Ísland er fallegt land og ég er ánægður með að vera kominn hingað, þótt það sé pínu kalt!“ segir Axel Emmanuel Gbaou, súkku- laðigerðarmaður með meiru, sem er nú staddur hér á landi á vegum franska sendiráðsins á Íslandi og Alliance Francaise í tilefni af hátíð franskrar tungu sem haldin er árlega um allan heim í marsmánuði. Hann er hingað kominn til að kynna sitt eigið súkkulaði og sína sýn á kakó- bauna- og súkkulaðiframleiðslu í alþjóðlegu samhengi. Axel hefur hlotið alþjóðlegt lof fyrir súkkulaði sitt á hátíðum víðs vegar um heim og það var valið besta súkkulaði heims á stærsta matar- viðburði Frakklands á síðasta ári. Hann starfaði áður sem fjármálasér- fræðingur og vann í banka og nam stjórnmálafræði í háskóla en hann hefur nú helgað líf sitt súkkulaðinu sem er gríðarstór iðnaður í heima- landi hans, Fílabeinsströndinni. „Fílabeinsströndin er stærsti framleiðandi á kakóbaunum í heim- inum en nánast allur hagnaðurinn af því verður til í öðrum löndum,“ segir Axel og bendir á að stór hluti af þeirri milljón manns sem starfar við iðnaðinn heima hafi aldrei bragðað súkkulaði, þrátt fyrir að landið framleiði yfir tvær milljónir tonna af baunum árlega. „Sjötíu prósent af öllum kakó- baunum á heimsvísu koma frá Fílabeinsströndinni eða Gana, en aðeins sex prósent af milljarða doll- ara hagnaði í súkkulaðiiðnaðinum rennur til kakóbændanna,“ útskýrir Axel. „Þótt það sé ekki hægt að vinna úr þessum tveimur milljónum tonna á Fílabeinsströndinni þá væri hægt að vinna hluta þeirra heima fyrir og líf fólksins yrði betra. Ég ákvað þess vegna að takast á við þessa áskorun og reyna að breyta hlutunum.“ Berst fyrir kjörum kvenna Sem einn af þekktustu súkkulaði- gerðarmönnum á Fílabeinsströnd- inni hefur Axel látið gott af sér leiða til þess að bæta hag samlanda sinna og hefur beitt sér fyrir félagslegum og jafnréttisumbótum. Frá árinu 2016 hefur hann þjálfað yfir tvö þúsund konur svo þær geti framleitt sitt eigið súkkulaði og selt vöruna á sanngjörnu verði. „Sextíu prósent af fólkinu sem starfar í kakóbaunaiðnaðinum eru konur. Ég hef verið að þjálfa konur í Kamerún, Kongó og á Fílabeins- ströndinni til að verða frumkvöðlar svo að þær geti öðlast betra líf,“ segir hann en verðmætin sem þær skapa enda að jafnaði í vasa eiginmanna þeirra eða annarra karla. Axel hefur nú ferðast víðs vegar um heim í baráttu sinni til þess að vekja athygli á þeim vanda sem kakóbaunaiðnaðurinn stendur frammi fyrir og mun fjalla um málið í Háskóla Íslands. „Mig langar að tala um hlut kvenna í iðnaðinum og hvernig megi bæta stöðu þeirra því að Ísland er besti staðurinn í heiminum til þess að ræða jafnréttismál. Þessar konur eiga rétt á að fá meira fyrir starf sitt.“ Sanngjarnt verð Starf Axels var í brennidepli í Net- flix-seríunni Rotten þar sem kakó- baunaiðnaðurinn í Afríku var tekinn fyrir í þriðja þætti í annarri seríu. „Stærstu erlendu fyrirtækin borga einn dollara fyrir hvert kíló af kakó- baunum á sama tíma og bændurnir í Afríku lifa við mikla fátækt. Þessu verður að breyta því að þetta getur ekki gengið til lengri tíma litið.“ Þá bendir Axel á að hætta sé á að súkkulaði sem vara hverfi vegna hækkandi meðalaldurs bænda. „Meðalaldur kakóbænda er um fimmtugt og miðað við lífslíkur í Afríku þá verður ástandið fyrir iðnaðinn ekki gott eftir þrjátíu ár því það verður enginn eftir til að rækta baunirnar,“ segir hann. „Ég vil að fyrirtækin greiði sanngjarnt verð fyrir hvert kíló af baunum svo að lífsviðurværi fólks verði ásættan- legt.“ Elskar íslenskt súkkulaði Samhliða baráttu sinni í kakó- bauna- og súkkulaðiiðnaðinum hefur Axel auðvitað brennandi áhuga á súkkulaði. Í heimsókn sinni vill Axel kynna súkkulaðið sem fyrirtækið hans, Le Chocolatier Ivo- irien, framleiðir fyrir Íslendingum og finna nýja fleti á því hvernig nýta megi kakóbaunir. „Mjólkurframleiðsla er öflug hér á Íslandi en ekki heima á Fílabeins- ströndinni,“ segir hann. „Það er líka mikill fiskiðnaður hér en það er til dæmis hægt að matreiða dýrindis fisk með kakódufti.“ En hvað finnst súkkulaðigerðar- meistaranum um íslenskt súkku- laði? „Íslenskt súkkulaði er svo góm- sætt! Ég smakkaði súkkulaði með sjávarsalti þegar ég kom til lands- ins á f lugvellinum og líkaði það mjög vel,“ svarar Axel sem ætlar sér að leggja land undir fót meðan á dvöl hans stendur. „Ég ætla að fara Gullna hringinn og fleira til. Ég hef heimsótt ótal lönd á undanförnum mánuðum en Ísland er einstaklega fallegt land og frábær staður til að heimsækja.“ n Með ástríðu fyrir súkkulaði og mannréttindum Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands á Íslandi, tók á móti Axel í sendiherrabústaðnum á fimmtudag. Fréttablaðið/Valli Umbúðir utan um súkkulaði framleitt af Le Chocolat Ivoirien sækja inn- blástur til afrískra textílmynstra. Frá árinu 2016 hefur Axel þjálfað yfir tvö þúsund konur í Afríku í súkkulaðigerð til þess að þær geti fengið sanngjörn laun fyrir störf sín. Mynd/aðsend Fílar þú súkkulaði? 42 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 25. MARs 2023 lAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.