Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 45. tbl. 25. árg. 9. nóvember 2022 - kr. 950 í lausasölu Ert þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Opið alla daga ársins Þinn árangur Arion Kökukerð er list Heiðrún Lára Tómas­ dóttir er 28 ára köku­ skreytir á Akranesi. Hún er afar listræn en ásamt því að vera með þrjár diplómur í köku­ skreytingum er hún förðunar fræðingur frá Mood make up school. Hún segir það þó ekki eiga vel við sig að sitja á skólabekk. „Það hentar mér vel að vinna og mér finnst lang skemmtileg­ ast að vinna á fótunum því ég þarf að vera aktív allan daginn. Ég er ekki skólakona,“ segir Heiðrún. Hún vinnur nú í Kallabakaríi á Akranesi þar sem hún bakar og skreytir sínar eigin kökur, Heiddukökur. Sjá bls. 16-17 Lokað fyrir fjallgöngur Eigendur lands að Kirkju­ felli í Grundarfirði, í sam­ ráði við bæjaryfirvöld og fleiri, hafa nú ákveðið að banna uppgöngu á fjallið. Gildir bannið fram yfir varptímann 15. júní 2023. Þetta var ákveðið í ljósi tíðra og alvarlegra slysa sem orðið hafa í fjallinu á nýliðnum árum. „Mikil slysahætta skapast á fjallinu að hausti og vetri, þegar blautt er og snjór og frost er í fjallinu. Sömuleiðis að vori, þegar gróðurhulan er enn laus á berginu. Þetta þekkja heimamenn og ganga ekki á Kirkjufell nema þegar þurrt er og aðstæður góðar,“ er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu sem landeigendur sendu frá sér í gær. Sjá bls. 6 „Og svo er maður bara rekinn!“ Rebecca Cathrine Kaad Osten­ feld býr á Hólum í Hvammssveit í Dölum ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum, en þar rekur hún einnig dýragarð og dýra­ athvarf. Síðustu rúm tíu ár hefur hún unnið í einu matvöruverslun­ inni sem starfrækt er í Búðardal en sú verslun hefur á þeim tíma verið undir merkjum Samkaupa, sem Samkaup strax, Kjör­ búðin og nú Krambúðin. Mánudaginn 31. október var Rebeccu sagt upp störfum, fyrirvaralaust, vegna skipulagsbreytinga innan fyrirtækisins. Rebecca segist í viðtali við Skessuhorn átta sig á því núna að hún hafi ekki verið metin að verðleikum á vinnustaðnum en hún mátti sæta leiðinlegri framkomu frá yfirmanni og samstarfsfólki, sem hún veit núna að var hreint einelti. Sjá bls. 18-19 Tónlistarhátíðin Heima-Skagi fór fram á laugardagskvöldið í gamla bænum á Akranesi og mátti sjá fólk á röltinu út um allan Neðri-Skagann langt fram á kvöld. Hér má sjá rokkhljómsveitina Vintage Caravan í ansi góðum gír heima hjá Guðna og Lilju á Skólabraut 20. Nánar um hátíðina og Vökudaga sem lauk um helgina í Skessuhorni vikunnar. Ljósm. Guðni Hannesson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.