Skessuhorn - 09.11.2022, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 2022 21
Tónlistarhátíðin Heima-Skagi fór
fram á laugardagskvöldið í gamla
bænum á Akranesi og mátti sjá fólk
á röltinu út um allan Neðri-Skag-
ann langt fram á kvöld. Undirrit-
aður var einn af þeim fjölmörgu sem
tóku röltið þetta kvöld og fyrsti við-
komustaður var Blikksmiðja Guð-
mundar þar sem rokksveitin Vin-
tage Caravan sem var stofnuð árið
2006 réð ríkjum. Það er óhætt að
segja að kraftur hafi verið í þríeyk-
inu en tónlistin þeirra er blanda af
klassísku rokki, frumþungarokki og
framsæknu rokki. Gárungarnir á
staðnum kölluðu þetta blikkmetal
rokk en eftir nokkuð lög og smá
svekk að hafa ekki heyrt lagið On
The Run sem er þeirra þekktasta lag
var haldið í Gamla Iðnskólann þar
sem Skagasveitin Tíbrá spilaði mest
instrumental lög. Þeir fengu þó
söngkonuna Brynju Valdimars til að
flytja með þeim lagið Street Life sem
er þekktast í flutningi Randy Craw-
ford. Ekki heyrði ég uppáhaldslagið
mitt með Tíbrá sem heitir Peningar
af plötunni Í svart-hvítu sem út kom
árið 1982 en maður fær ekki allt í líf-
inu. Næst var ferðinni heitið á Vita-
teig 2 þar sem Herbert Guðmunds-
son hélt uppi stuðinu og gerði það
ágætlega þó nokkuð væri um endur-
tekningar á lögum á þeim bænum
en gestir kipptu sér ekki mikið upp
við það enda kann Herbert þá iðju
að skemmta fólki.
Þá var lag að róa sig aðeins niður
og því næst hent sér á Rakarastofu
Hinriks þar sem vel yfir 30 manns
hlustuðu á ljúfsára tóna Lay Low
og sungu með henni þegar færi
gafst. Söngkonan lét þrengslin ekki
á sig fá og nálægðin við listamann-
inn var heillandi og áhrifamikil.
Síðan var skotist aftur á Vitateiginn
og náð síðustu tónum Unu Torfa.
Una semur afar persónulega texta
og mátti sjá tár á hvarmi gesta sem
hlýddu á þessa ungu og efnilegu
söngkonu. Kvöldinu lauk svo með
tónleikum tónlistarmannsins Jún-
íusar Meyvant í Akraneskirkju og
var að mati undirritaðs hápunktur
hátíðarinnar. Gítarleikarinn Rubin
Pollock úr Kaleo spilaði með Júní-
usi og elti hann vel í lögunum sem
voru jafn góð og Júníus er skemmti-
legur. Hann er frábær sögumaður
og sagði skemmtilegar sögur úr
heimabænum Vestmannaeyjum þar
sem bróðir hans og afi komu mikið
við sögu. Kirkjan var troðfull af fólki
og kunnu áheyrendur vel að meta
tónlist Júníusar enda var honum
vel fagnað. Undir miðnætti gat fólk
lokið leik á Gamla Kaupfélaginu
og hlustað á söngkonuna Guðrúnu
Árnýju syngja og spila fyrir fólk í
fjöldasöng og gekk án vafa ánægt og
raddlaust út í nóttina.
Niðurstaðan er sú að tónlistar-
hátíðin Heima-Skagi 2022 var afar
vel heppnuð og góður andi sveif yfir
vötnum þar sem fólk gerði sér glaðan
dag, hlustaði á tónlist úr öllum áttum
og uppgötvaði eflaust margt nýtt.
Sjáumst á næsta ári með gleði í hjarta
og góðri lyst fyrir tónlist.
vaks
Heima-Skagi var vel heppnaður
Vintage Caravan voru þéttir og þrusugóðir. Ljósm. vaks Hljómsveitin Tíbrá fyllti Gamla Iðnskólann. Ljósm. vaks
Herbert sá um að fólk gat ekki labbað í burtu. Ljósm. vaks Lay Low var með ljúfsára tóna á rakarastofunni. Ljósm. vaks
Júníus Meyvant og Rubin Pollock tengdu vel saman. Ljósm. vaks Það var oft þröngt á þingi. Ljósm. Guðni Hannesson
Hörður Torfason hélt tónleika á ný eftir sjö ára hlé. Ljósm. Ásta Magg Una Torfa söng heima hjá Einari Skúla. Ljósm. Daníel Ágústsson