AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 40

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 40
Franska hverfið í Shanghai fyrir endurgerð. / The French quarter in Shanghai before reconstruction. Carlos Zapata, er heimsþekktur og einn af frumlegustu hönnuðum meðal ungra arkitekta og mun halda fyrirlestur hér á landi í sept- ember í boði arkitektúrdeildar Listasafns Reykjavíkur. Hann mun þá einnig sýna nokkur vinnulíkön og teikningar. Carlos mun einnig standa fyrir málþingi í Endurmenntunarstofnun Háskóla (slands með samstarfsmanni sín- um, Benjamin T. Wood, sem líka er arkitekt og áhrifamaður í skipu- lagi borga. Þar munu þeir m.a. ræða ólíka menningarstrauma og erfiðleikana við að vinna í alþjóð- legu samhengi, sérstaklega með tilliti til nýlegra verka sinna í Kína. Þeir munu líka leitast við að benda á hvernig afla megi verk- efna á alþjóðlegum vettvangi. Guðjón Bjarnason, arkitekt og listamaður tók eftirfarandi viðtal við Carlos þegar hann heimsótti nýlega land íss og elda. Cartos, hver er þinn bakgrunnur og hvers vegna lagðir þú fyrir þig hönnun og arkitektúr? Fjölskylda mín átti sýningarsal fyrir nútímalist í Quito í Ecuador. Ég hafði áhuga á listum og arkitektúr frá því ég var mjög ungur og það kom af sjálfu sér að ég valdi mér arkitektúr að atvinnu. Ég lærði við Þratt-stofnunina í New York og stundaði framhaldsnám við Col- umbia-háskólann. Eftir að ég lauk námi við Þratt kenndi ég hönnun við nokkra háskóla í New York og Miami í allmörg ár. Hvaða fóik og stefnur höfðu áhrif á þig þegar þú varst að læra? ari stefnu samt algerlega og kaus heldur að fylgja módernismanum. Ég hafði sérstakan áhuga á ítölsk- um „fútúristum” og rússneskum „konstrúktívistum” en mikilvæg- ustu áhrifin komu á þessum tíma frá Carlo Scarpa. Af hverju hrífstu í dag? Almennt séð þá hrífst ég af feg- urð. Öllu sem Ijósið skín á; borg- um, mikilfenglegu landslagi, fólki, formum, litum, jafnvel líka hljóði og bragði. Allt þetta er efni í drauma. í fjölmenningarsamfélagi nútím- ans, þar sem allt er leyfilegt, hvað er stofan þín að gera og á hvaða leið eruð þið? Þegar ég var að læra var post- módernisminn sú stefna sem var í uppáhaldi og kennd við arkitekta- skóla í Ameríku. Ég hafnaði þess- W+Z er alþjóðleg stofa með útibú í Boston og Shanghai. Við erum að vinna að mörgum mikilvægum verkefnum víða um heim. Við 38

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.