AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Page 48
að íslenskar hafnir tengdust þess-
ari siglingaleið. þar var sérstak-
lega rætt um að á íslandi yrði um-
skipunarhöfn (entrepðt) við Norð-
ur-Atlantshafsenda Norðaustur-
siglingaleiðarinnar. Bandaríska
sendiráðið og sendiráð Sovétríkj-
anna, eftir nokkrt hik, tóku þátt í
þessari ráðstefnu, en tímasetning
hennar reyndist vera mjög heppi-
leg. Rétt fyrir ráðstefnuna bárust
fréttir af ræðu sem hr. Mikhail
Gorbachev hafði haldið í Múrm-
ansk, 1. október, 1987 um mál-
efni heimskautsins. í þessari ræðu
lýsti hann því yfir að mögulegt
væri að opna Norðaustur-sigl-
ingaleiðina fyrir erlend skip.
Á þeim 15 árum sem eru liðin frá
ráðstefnunni hefur þessari hug-
mynd verið haldið lifandi af Gesti
Ólafssyni, arkitekt og skipulags-
fræðingi, Ólafi Egilssyni, sendi-
herra og þeim sem þetta ritar.
Lögð hefur verið áhersla á hugs-
anlegt hlutverk íslands í þessu
samþandi, ákjósanlega legu þess
í miðju Norður-Atlantshafinu við
hlið Norður-íshafsins. Bent hefur
verið á nauðsyn þess að vinna
hagfræðilegar rannsóknir og
tæknirannsóknir auk rannsókna á
náttúrufari sem tengjast þessum
möguleikum, sérstaklega hvað
viðvíkur veðri, hafís og sjávarlagi á
þessari siglingaleið.
Að undanförnu hefur áhugi á
þessu máli aukist, ekki síst vegna
stuðnings dr. Björns Gunnarsson-
ar hjá Háskóla íslands. Þessu
máli hefur þannig þokað áleiðis,
fundur hefur verið haldinn um það
á vegum Utanríkisráðuneytisins
og Nigel Chattey hefur lagt fram
greinargerð um gróft mat á þess-
um möguleikum og tillögu um
rannsóknarverkefni með þátttöku
Bandaríkjanna og Kanada.
Rétt er að geta þess að verið er
að athuga möguleika á umskip-
unarhöfn á ísafirði á Norðvestur-
íslandi. Áður hefur verið bent á
hafnirnar í Reykjavík og á Reyðar-
firði sem hugsanlega kosti.
Helsta niðurstaða rannsóknanna
sem voru gerðar í tengslum við
rannsóknina „The International
Sea Route Programme“ var að
þrátt fyrir ákveðnar takmarkanir á
sviði veðurfars, tækni og stjórn-
mála þá er mögulegt að auka al-
þjóðlega flutninga með skipum á
Norðaustur-siglingaleiðinni bæði
hvað varðar hagfræði, tækni og
umhverfi.
Minnkandi ísþekja á Norður-íshaf-
inu undanfarna áratugi ætti að
styrkja þá hugmynd að ísland
gæti orðið mikilvæg umskipunar-
höfn (entrepót) fyrir Norðaustur-
siglingaleiðina, stystu siglingaleið-
ina milli heimshafanna tveggja,
Atlantshafsins og Kyrrahafsins. ■
46