AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 56

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 56
54 við listamenn, sýningarstjóra og liststofnanir víða um heim. Eitt af mikilvægari hlutverkum Nýlistasafnsins í gegnum árin hefur enda verið að stuðla að auknum samskiptum ísenskra og erlendra myndlistarmanna. Þetta endurspeglast í sýningarhaldi safnsins, t.d. í samsýningum af ýmsum toga. Nýlistasafnið tekur þátt í myndlistarmessum eða kynningum erlendis og á hverju ári leita fjölmargir er- lendir sýningarstjórar og forsvarsmenn liststofnana sér upplýsinga á skrifstofu safnsins um íslenska myndlistarmenn innan vébanda þess. Þessum þætti í starfseminni hefur safnið sinnt vegna brýnnar þarfar, til heilla fyrir íslenska myndlistarmenn. Þetta og margt annað hafa stjórnarmeðlimir og tilkallaðir félagsmenn unnið endurgjaldslaust. Hlutverk Nýlistasafnsins hefur augljóslega þróast og breyst í gegnum tíðina. Opinberu söfnin á íslandi hafa í auknum mæli snúið sér að samtímalist og jafn- vel grasrótarlist. Sérstaða Nýlistasafnsins felst enn sem fyrr í sjálfstæði þess, í grasrótarstarfsemi og til- raunum í framsækinni og róttækri myndlist. Nýlista- safnið er vettvangur umræðna, atburða og síðast en ekki síst mikilvægur samkomustaður myndlistar- manna. Nýlistasafnð heldur áfram að vera gátt að umheimin- um og markmiðið er að styrkja enn samskipti og samvinnu við hinn alþjóðlega myndlistarheim. Metn- aðarfullar sýningar undanfarinna ára, t.d. sýningar Aernout Miks í fyrra og Matthew Barneys í ár, eru til marks um mikilvægi safnsins og þá stefnu sem það hefur markað sér. En það á einnig við um árlegar grasrótarsýningar ungra framsækinna myndlistar- manna og metnaðarfullar sýningar íslenskra og út- lendra listamanna. — Nýlistasafnið/The Living Art Museum vinnur gegn stöðnun og stuðlar að þeirri hreyfingu sem kvik myndlist þarfnast og á skilið. ■ Grasrót 2000

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.