AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 61

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 61
Egill Guðmundsson, arkitekt ^ðalskrifstofur Istaks við Engjateig Við Engjateig er risin nýbygging þar sem aðalskrifstofur ístaks eru til húsa. Bygging er tákn fyrir starfsemi ístaks sem framsækið verktaka- og byggingafyrirtæki. Hönnun hússins var samvinnu- verkefni á milli tveggja arkitekta- stofa á íslandi og í Danmörku og sýnir að landamæri eru ekki leng- ur til í hönnunarlegu samhengi. Arkís ehf í Reykjavík og KHR as í Kaupmannahöfn hafa unnið verk- efnið í sameiningu frá upphafi. Tilgangurinn var að koma á hug- arflugi á milli arkitekta og annarra hönnuða landa á milli og spyrða saman þekkingu og hugsun. Hugmyndin var að byggja hús á íslandi sem væri sameiginleg ímynd ístaks og Phil og Sön í Danmörku og mynda tengsl á milli aðalstöðva fyrirtækjanna. Upplifun og hughrif úr íslenskri náttúru í ferð arkitekta og eigenda hússins á Þingvöllum á síðbúnu sumarkvöldi var uppspretta að hönnun hússins. Byggingin skiptist í þrjá sjálfstæða hluta, en „gjá” skilur þá í sundur auk þess sem grunn tjörn og lóð- réttir veggir hafa vissa skírskotun til Almannagjár og Þigvallavatns. í „gjánni” eru gangar, stigar og lyfta á milli hæða. Samspil forma, birtu og skugga mynda umgjörð- ina utan um starfsemi ístaks. Lögð var áhersla á ný og breytt vinnubrögð og vinnuaðstöðu starfsmanna við skipulag hússins. Stór hluti starfseminnar er í opn- um skrifstofurýmum sem hvetja eiga til gagnvirkra vinnubragða auk þess sem sá hluti starfsem- innar sem þarfnast meira næðis er í minni rýmum. Áhersla er lögð á samspil byggingar og lands á þann hátt að húsið standi vel í landslaginu og myndi tengsl við nærliggjandi byggingar. Byggingin er þrjár hæðir auk kjall- ara. Á aðalhæð er aðalinngangur, afgreiðsla auk opinna og lokaðra 59

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.