AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 66

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 66
Stefán Jón Hafstein formaður menningarmálanefndar. Barn snertir list, Gerðubergi 2003. Art touched by a ohild, Gerðuberg, 2002. Menningarstefna Reykavíkur- borgar eins sýnileg í glæsilegum menn- ingarstofunum borgarinnar eða í ,,styrkjum“ til listamanna. Heldur út um allt, til dæmis innan veggja skóla, þar sem er auðugt menn- ingarlíf. Og í samskiptum við listamenn, stofnanir, fyrirtæki, áhugafólk - og allan almenning þegar við á. Ég nota orðið samskipti, ekki orð- ið stuðning. Samskipti vísa frekar en stuðningur til þess sem ég tel að hið opinbera eigi í vaxandi mæli að einbeita sér að. í staðinn fyrir að láta nægja takmörkuð fjár- framlög sem alltaf er hægt að deila um, á hið opinbera að stuðla að því með fjármagni og atgervi að laða saman fjölda ólíkra aðilja í borgarsamfélaginu til að efla fjöl- breytt menningarlíf. Og ekki bara í borgarsamfélaginu. Líka erlend- is. Það er hluti af yfirlýstri menn- ingarstefnu okkar að Reykjavík sé alþjóðleg heimsborg. Smáborg, en heimsborg. Hvar sem borið er niður hefur skráð menningarstefna opinberra aðilja tilhneigingu til að vera sam- safn fallegra hugsana um listir og hlutverk þeirra í lífinu. Og svo um það að ríki eða borg vilji styðja við þá miklu fegurð. Ég held að nú sé sá tími kominn að við þurfum ekki að taka fram það sem er sjálfsagt. Menningarlíf í víðum skilningi er hluti af samfé- lagsstefnu ábyrgra stjórnmálaafla. Þess vegna er menningarstefna Reykjavíkurborgar ekki spurning um yfirlýstan vilja lengur, heldur spurning um framkvæmd. Ég hef lýst því að framkvæmd menningarstefnu þurfi í auknum mæli að beinast að heildarstefnu um lífsgæði og samfélag innan borgarmarka. Þess vegna er menningarstefna okkar ekki að- Krístján Davíðsson myndlistamaður, borgarlistamaður 2001, og Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, borgarlistamaður 1998. Kristján Davíðsson paínter, City Artist 2001, og Thor Vilhjálmsson, writer, City Artist 1998. 64 J

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.