AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 70

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 70
rafræn vinna rafræn viðskipti að hafa af tækninni sem verða ekki miklu meiri en við sambæri- legar upplýsingaf á pappír. Bygg- ingarvörur eru hér sérstaklega mikilvægar miðað við aðra fram- leiðsluvöru, þar sem þær eru oftar framleiddar samkvæmt séróskum hönnuða (sértækar) og framleidd- ar með fjölda valmöguleika þanníg að hægt sé að aðlaga þær mis- munandi þörfum með tilliti til notk- unar. Markmið og framtíðar- sýn Almennt markmið og framtíðarsýn í eProCon verkefninu er að koma á samfelldu flæði upplýsinga í raf- rænu formi yfir líftíma byggingar- hluta í virðiskeðju bygginga; stuðla að markvissari samvinnu og samskiptum í byggingarferlinu milli framleiðenda, efnasala, þeirra sem veita upplýsingar, hönnuða, verkfræðinga, verktaka, viðhalds- aðila og eígenda og auðvelda notkun rafrænna miðla við hönn- un, byggingu og innkaup á bygg- ingarvörum. Ennfremur má segja að sérstakt markmið í eProCon verkefninu sé að útvega framleiðendum og efn- issölum hugbúnaðarlausnir til að koma á framfæri og gefa út endurnýtanlegar upplýsingar um byggingarvörur, grundvallaðar á opnum stöðlum þannig að þeir geti engu að síður lagt áherslu á sérstakt gildi sinnar vöru í mark- aðslegu tilliti og mismunandi sér- einkenni vörunnar. Upplýsinga- þjónustur og rafrænar verslanir geta gagnsætt safnað upplýsing- um frá fjölda framleiðenda og þannig náð þeirri stærð sem nauðsynleg er til að rekstur upp- lýsingabanka geti staðið undir sér og tengt aðrar mikilvæg- ar upplýsingar og þjónustu við byggingavörur fyrir viðskiptavini. Fagmenn í byggingariðnaði sem hafa aðgang að hágæða upplýs- ingum um byggingarvörur á ein- um stað geta þannig leitað, metið og valið framleiðsluvörur á fagleg- an hátt þegar þeir eru að hanna, byggja eða viðhalda fasteignum. Tæknilausnir eProCon leggja þan- nig áherslu á þarfir lítilla og með- alstórra fyrirtækja (SME) sem hafa aðgang að einföldum rafrænum búnaði og grundvallarþekkingu á þessu sviði, en bjóða einnig upp á aðstoð og samræmingu fyrir fyrirtæki sem ráða yfir flóknari tæknilausnum. Lausn EproCon býður upp á opinn sveigjanlegan ramma til að sam- tengja dreifðar upplýsingar um byggingarvörur og þjónustu við viðskiptavini í upplýsingaþjónustur sérhvers Norðurlandanna, sem staðsett er í hverju landi fyrir sig. Hluti af þessari tækniþróun eru grundvallartækniforskriftir og sam- skiptatækni sem er byggð upp á opnum XML stöðlum sem gerir þeim sem bjóða og framleiða upplýsingar kleift að nota núver- andi upplýsingakerfi sem hluta af sameiginlegu kerfi til þess að koma á framfæri upplýsingum um byggingarhluta. Uppbygging eProCon gerir bygg- ingarþjónustum Norðurlandanna (aðilum að eProCon samstarfinu) kleift að skiptast á upplýsingum milli gagnabanka hverrar þjóðar, tengja mismunandi upplýsingar og þjónustu, sem auka verðgildi, við upplýsingar um byggingarvör- ur og gera framleiðendum og byggingarefnasölum kleift að samtengja og stjórna gagnsætt upplýsingum um byggingarvörur. Upplýsingalíkön eProCon verða sveigjanleg þannig að hægt sé að taka á móti mismunandi upplýs- ingum, eins og; í formi skráa, t.d. CAD, PDF, XML, HTML, gagnalík- ana, t.d. IAI ifcXML, og sam- skiptasniða, t.d. bcXML, ebXML, EDI. Jafnframt verða gagnalíkönin stigskipt til þess að hægt sé að taka tillit til mismunandi mikilla upplýsinga og smáatriða; samsett úr einingum, til þess að auðvelt sé að auka við gæði upplýsinga; þeim lýst með stöðluðum „meta“- upplýsingum þannig að hægt sé að tengja mismunandi tegundir upplýsinga; flokkun eftir efni (con- text specific) þannig að hægt sé að taka tillit til mismunandi aðila í virðiskeðjunni. f öðru lagi verður uppbygging eProCon sveigjanleg, þannig að auðvelt verði að tengja upplýsingar þeirra sem framleiða byggingarhluta við þjónustu gagnabankanna með gagnvirku viðmóti, sjálfvirku gagnanámi og sjálfkrafa vélrænni uppfærslu Helsti ávinningur Intemetið er nú sem óðast að verða grundvöllur fyrir rafræn við- skipti milli fyrirtækja og fyrir við- skiptaaðila til að skiptast á upp-

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.