AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Qupperneq 9

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2004, Qupperneq 9
Fyrstu skipulagslög á íslandi voru sett fyrir röskum 80 árum, eða árið 1921. Þau náðu þá einungis til þétt- býlis, en nú er allt landið orðið skipulagsskylt og að því stefnt að aðalskipulagsgerð fyrir öll sveitarfélög á fslandi verði lokið árið 2008. Þessi skipulagsvinna var í upphafi í höndum ríkisins en nú hefur gerð svæðis-, aðal- og deiliskipulagsáætlana alfarið verið falin sveitarstjórnum. Þau mál sem til umfjöllunar eru í dag eru samt allt önnur en þegar fyrstu skipulagslögin voru sett. Nú er velta sumra íslenskra fyrirtækja orðin hærri en fjárlög íslenska ríkisins og hraði breytinga allt annar. Það dugar því ekki lengur að „sinna" skipulagi svona einhvern veginn. Undanfarin ár hefur íslenskur almenningur líka farið að gera sér betur og betur grein fyrir því hvað það skiptir miklu máli að vel og fagmann- lega sé unnið að þessum málum af fólki sem er sérmenntað í skipulagsfræðum og hefur viðlíka starfsreynslu og nú er almennt krafist erlendis og Evrópusamband Skipulagsfræðinga gerir t.d. kröfu til. Opinberir aðilar ættu líka að taka þessum aukna áhuga almennings fagnandi, því hér er í flestum tilfell- um um að ræða almannafé sem verið er að verja og því sjálfsagt að nota bestu tiltæka skipulagsþekkingu og aðferðafræði til að takmarkað fjármagn nýtist sem best. Þannig ætti það að vera jafnsjálfsagt að almenn- ingur fái að sjá faglegan samanburð á mismunandi kostum sem ætíð koma til greina og mat á líklegum áhrifum allra stórframkvæmda áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar. Eins ætti fólk að geta gengið að því sem vísu að samþykkt skipulagsstefna sé ekki orðin tóm, heldur raunhæf, vel ígrunduð stefna sem fyrirhugað sé að fara eftir. Án þessa er ekki mikil von til þess að fólk sýni íslensku skipulagi mikla tiltrú. Þeirri sjálfsögðu kröfu vex líka fylgi að þessi mál verði betur unnin og samræmd bæði innan ríkis- stjórnar og milli ráðuneyta og sveitarfélaga. Hér er heldur ekki einungis um að ræða trúverðugleika islenskra stjórnvalda innanlands heldur einnig trú- verðugleika okkar útávið í sífellt smækkandi heimi. Skipulag getur samt einnig hæglega verið þrándur í götu eðlilegrar þróunar og því skiptir líka miklu að þeir sem leiða þessa vinnu og taka á henni faglega ábyrgð skilji til einhverrar hlítar þá fjölbreyttu ferla sem nútíma skipulag eða skipulagsleysi hefur áhrif á. Nú stendur enn á ný yfir endurskoðun íslensk- ra skipulagslaga og til þess standa vonir að þessi lög myndi farsælan ramma um þróun þessara mála í upphafi nýrrar aldar. ■ The first Planning Law in lceland was passed just over 80 years ago, in 1921. At that time the planning pow- ers were confined to built up areas but now they have been expanded to cover the whole of the country and the goal has been set for all lcelandic local authorities to have completed their development plans in 2008. This planning work was originally done by the State but now the planning powers have been delegated to local authorities. The issues being dealt with today are however totally different from those when the first Planning Law was passed. Now the turnover of some lcelandic companies it higher than the budget of the lcelandic State and the rate of change is much faster. It is no longer to „attend to“ planning somehow. Recently the lcelandic public has also started to realise how important good and professional planning is and that this work should be carried out by people who have completed planning studies and gained professional experience on par with what is now generally demanded abroad and stipulated by the European Council of Town Planners. Official bodies in lceland should welcome this increased interest of the public because in most cases this concerns the spendíng of public money and of course the best available planning science and meth- odology should be made use of to make the best use of scarse capital. In this way the public should be pre- sented with professional evaluation of alternatives and impact assessment of major undertakings before final decisions are made. In the same way people should be able to trust that approved policies and not only words but realistic well thought out policies that should be car- ried out. Without this the public can not be expected to trust lcelandic Planning very much. The obvious demand is also gaining momentum that plan ning issues should be better prepared and coordinated both within the government and between ministries and local authorities. This is not only a question of the credibility of lcelandic authorities in lceland but also the credibility of lceland towards other countries in a shrinking world. But planning can also be an obstacle to natural develop- ment and it is also important that those who guide this work and are professionally responsible understand to some extent the myriad of activities that modern plan- ning or the lack of planning influences. Once again the Planning Law is being revised and here is hope that this Law will create a sound framework for the planning of lceland at the beginning of a new century. ■ avs 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.